Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. janúar 2023 07:01 Jónína Fjeldsted hefur verið búsett í Kaupmannahöfn í tæplega tuttugu ár. Síðastliðið haust sagði hún upp öruggu og vellaunuðu starfi sem IT Manager og fór að reka kaffihús. Því í nokkurn tíma hafði henni fundist eins og hana vantaði lífsfyllingu. Eftir röð áfalla, þar á meðal krabbamein, ákvað hún að slá til og láta gamlan draum rætast. „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. „Og ég er svo þakklát. Því núna vakna ég glöð alla morgna. Get eiginlega ekki beðið eftir því að fara í vinnuna. Þetta snerist því ekki um öryggið sem ég hafði. Heldur hamingjuna sem ég fékk og þessa lífsfyllingu sem ég er að upplifa núna.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jónína tekur stóra og hugrakka ákvörðun. Því þegar hún var 35 ára, þá með tvö ung börn, tók hún ákvörðun um að flytja til Kaupmannahafnar og fara í nám í upplýsingatækni. Upphaflega var ætlunin að vera úti í tvö ár. En síðan eru liðin átján ár. „Þegar að ég kom hingað, fannst mér ég vera komin heim.“ Fyndin á dönsku sjö árum síðar Jónína er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Þegar sonur hennar var tveggja ára og dóttirin á tólfta ári urðu breytingar á högum hennar til þess að hún ákvað að láta gamlan draum rætast. „Mig hafði alltaf dreymt um að prófa að búa í Kaupmannahöfn. Enda eru foreldrar mínir hálfgerðir danskófílar. Ég ákvað því að selja húsið hér heima, sækja um í skóla úti og flytja.“ Á aðeins nokkrum vikum raungerðist þetta allt saman. Og áður en Jónína vissi af var hún komin með börnin tvö út til Kaupmannahafnar, þangað sem hún flutti með bækur og fátt eitt dót til viðbótar og ákvað að láta á það reyna að búa í draumalandinu. „Þetta voru auðvitað viðbrigði. Ég var ekki með neitt net hérna úti. Vinir og vandamenn voru heima. Reyndar á ég tvær frænkur hér og það hjálpaði. En það tók líka tíma að venjast danskri menningu því þótt það sé margt líkt með Dönum og Íslendingum, er margt sem er gjörólíkt.“ Getur þú nefnt dæmi? „Ég sagði kannski við einhvern Dana: Ættum við að fá okkur kaffi? Og meinti þá auðvitað bara hér og nú. En þá kíkti Daninn í dagbókina sína og svaraði kannski: Já ég er laus þann 27., hvernig hljómar það?“ segir Jónína skellihlæjandi og bætir við: ,,Því ólíkt okkur eru Danir svo skipulagðir og hugsa allt svona fram í tímann. Ég man að ég hringdi í mömmu og sagði að öllum fyndist ég svo leiðinleg, það væri enginn til í að hitta mig.“ Fyrstu vikurnar liðu þó eins og fjölskyldan væri bara saman í fríi. Farið í tívolí í tíma og ótíma og allt gert sem hægt var að gera. Svo ekki sé talað um að njóta veðurblíðunnar en enn var sumar í lofti og heitt þegar Jónína flutti út. Auðvitað gekk það síðan vel á endanum að kynnast fólki og eignast danska vini. Því þegar Jónína var byrjuð í skólanum og síðar í vinnu, gerðist það í raun sjálfkrafa eins og gengur og gerist hjá flestum. Við eignumst vini í námi og í vinnu. „Það tók mig líka smá tíma að ná dönskunni. Því oft var ég enn að forma setninguna á dönsku í huganum þegar samtalið var bara komið eitthvað allt annað. Margir svissuðu líka bara yfir á ensku þegar þeir töluðu við mig. Þótt ég væri mjög áfjáð í að læra tungumálið.“ Og enn skellir Jónína upp úr. Það tók mig reyndar sjö ár að vera fyndin á dönsku! Því á meðan maður er að læra annað tungumál er maður svo upptekin af því að maður nær ekki alveg að vera maður sjálfur. Hvað þá að vera fyndin! Ég gleymi því aldrei þegar að ég hringdi í mömmu og sagði: Mamma, ég var fyndin á dönsku í dag! Ég sagði eitthvað og Daninn skellihló….“ Árið 2004 ákvað Jónína líka að láta gamlan draum rætast, seldi hús í Hafnarfirði og flutti með tvö ung börn til Kaupmannahafnar. Þar fór hún í upplýsingatækninám og var ætlunin að vera í tvö ár. Nú átján árum síðar eru börnin löngu orðin stór, una sér vel í Danmörku og eru dugleg að hjálpa mömmu sinni á kaffihúsinu, sem staðsett er rétt við ströndina í Kaupmannahöfn. Er þetta í alvörunni málið? Jónína ílengdist þó því eftir að hún kláraði námið fór hún að vinna í útibúi Straums Burðaráss í Kaupmannahöfn og fylgdi síðan fyrirtækinu í gegnum eigendaskipti og endaði með að starfa fyrir það í heil fimmtán ár. „Ég var það sem maður kallar IT Manager en líka ýmsum fleiri verkefnum. ,“ segir Jónína og lýsir starfinu og vinnustaðnum sem góðum stað. Ekki síst vegna þess að þar fékk hún mörg tækifæri til að þróa sig í starfinu og vaxa. „Þetta var ljómandi skemmtilegt starf en aðstæður breytast og oft eru það einhver áföll sem verða til þess að maður fer að endurskoða málin,“ segir Jónína og bætir við: Þannig var að árið 2019 fór ég í brjóstamyndatöku því það árið varð ég fimmtug og í Danmörku er maður kallaður fyrst inn í þessar myndatökur þá. Ég fór hálfs hugar en nokkrum dögum síðar var hringt í mig og mér tilkynnt að þeir hefði séð eitthvað skrýtið sem þeir vildu kanna betur.“ Jónína segir símtalið og dagana á eftir hafa verið óþægilega. Því símtalið fékk hún á föstudegi og því ekkert annað að gera en að bíða fram að mánudegi til að komast í aðra skoðun. Í ljós kom hnútur í brjósti sem var fjarlægður. „Þetta var samt lítið skemmtilegt. Því fyrst vissi maður ekki hvort þetta væri mein sem væri búið að breiða sér út um allt. Síðan fór ég í uppskurð en þá tók við bið þar til hægt var að segja til um það hvort allt hefði náðst og svo framvegis“ Jónína segist samt telja að þessi tími hafi orðið til þess að hún fór aðeins að velta hlutunum fyrir sér. „Ég fór bara allt í einu að hugsa: Bíddu er þetta málið? Ætla ég að vera bara eins og hamstur á hjóli að vinna og ekkert meir. Eða vildi ég eitthvað annað og meira í lífinu?“ Vissulega fylgdi öryggi starfinu. Og þar þekkti hún allt og alla, ekkert í verkefnum né öðru sem hún þurfti að hafa áhyggjur af. „Árið 2020 verða síðan röð áfalla í fjölskyldunni. Veikindi og fleira. Á sama tíma fannst mér verkefnum í vinnunni fara fækkandi sem mér fannst vera einhver áskoranir. Þekkt orðatiltæki í Danmörku og víðar er ,,ekki telja tíma, láttu tímana telja“ og mér fannst ég vera komin á þann stað að vera bara að telja tíma.“ Jónína viðurkennir alveg að það hafi verið viðbrigði að flytja til Danmerkur. Þar var hún ekki með sama stuðningsnet og heima og eins eru Danir ólíkir Íslendingum með margt. Til dæmis skipuleggja þeir allt mjög vel fram í tíman. Líka að hittast til að fá sér kaffibolla. Að hrökkva eða stökkva Svo skemmtilega vildi til að rétt hjá þar sem Jónína býr hefur verið starfrækt kaffihús um árabil. Sem Jónína heimsótti mjög oft. „Svo marga kaffibolla hef ég tekið þarna að ég var fyrir löngu farin að þekkja allt starfsfólkið og marga af fastagestunum líka. Sat þar og prjónaði og man að ég velti meira að segja einhvern tíma fyrir mér hvort það væri ekki gaman að reka svona sætt kaffihús eins og þetta.“ Einn daginn situr Jónína á spjalli við eiganda kaffihússins og nefnir þetta við hann. „Hann sagði við mig að þetta væri bara basl. Ég ætti ekki einu sinni að hugsa um þetta því ég væri í svo góðu og öruggu starfi.“ Mánuðir liðu og jafnvel lengri tími. Því um tíma leigði eigandinn reksturinn út en þegar sú staða kom upp að viðkomandi rekstraraðili vildi losna undan samningi fyrr, hafði eigandinn samband við Jónínu og spurði: „Varstu að meina þetta sem þú sagðir um að hafa áhuga á að reka kaffihúsið?“ Í kjölfarið tóku þau spjall saman og varð úr að Jónína samdi um að taka við rekstri kaffihússins í mars árið 2023. Sumsé: í dag ætti hún enn að vera að vinna við tölvur en ekki að reka kaffihús. „Hann hafði síðan samband við mig aftur síðastliðið haust og sagði mér að konan sem væri með kaffihúsið vildi jafnvel hætta aðeins fyrr en samningurinn segði. Þetta var því samtal þar sem ég vissi að ég yrði bara að hrökkva eða stökkva og ég endaði því með að segja við hann: Ókei, ég skal taka við í desember.“ Sumsé: Fyrir ríflega mánuði síðan. „Lengi beið ég reyndar alltaf eftir því að fólk myndi segja við mig: Ertu eitthvað klikkuð manneskja? Hvað ertu að hugsa að fara úr öruggu starfi í svona rekstur?“ segir Jónína. „En málið er að það hefur aldrei neinn sagt þetta við mig. Þvert á móti hafa allir verið tilbúnir til að hjálpa til. Börnin mín eru að hjálpa til og vinir og vandamenn líka. Það eru allir til í að leggja hönd á plóg sem er vægast sagt yndislegt.“ Lekaff er staðsett rétt hjá heimili Jónínu og þar hefur hún í mörg ár fengið sér kaffi, setið og prjónað, spjallað við fastagesti og starfsfólk. Þann 1.desember síðastliðinn tók hún síðan við rekstrinum og stendur meðal annars fyrir prjónakvöldum þar, enda sjálf alin prjónað frá því að hún var bara sjö átta ára gömul. „Ég er bara svo glöð. Ég er svo lukkuleg“ Nóvembermánuður var í rauninni æfingamánuður Jónínu. Þar sem hún var í þjálfun á kaffihúsinu enda viðurkennir hún að hafa varla kunnað að flóa mjólk. „Síðan var líka margt sem var öðruvísi en ég hélt. Ég hafði til dæmis séð um að panta alls kyns hardware og fleira fyrir tölvufyrirtækið og hélt það væri nú ekki mikið mál að sjá þá um pantanir og innkaup fyrir lítið kaffihús. En Jesús, þetta er auðvitað allt annar pakki enda borðar enginn tölvurnar sínar!“ Frá og með 1.desember 2022 tók Jónína hins vegar formlega við rekstrinum. Sem hefur verið ótrúlega annasamur tími því viðtökurnar hafa verið vægast sagt frábærar. Og enn alls kyns hugmyndir framundan. „Ég get til dæmis ekki beðið eftir því þegar gestirnir fara að sitja hérna úti fyrir með ískalt rósavínið í síðdegissólinni í vor. Því við erum staðsett rétt við ströndina,“ segir Jónína. Opnunartíminn er til klukkan sex en Jónína hefur leyfi til að nota húsnæðið á kvöldin. „Ég er farin að vera með prjónakvöld hérna og fleira. Það er líka svo skemmtilegt að margir af fastagestunum eru að koma með hugmyndir. Vilja til dæmis vera með spilakvöld sem við stefnum að.“ Jónína viðurkennir samt að auðvitað hafi síðustu vikur verið strembnar. „Þetta er töluvert meiri vinna en ég bjóst við. Það eitt og sér að stofna fyrirtæki í kringum reksturinn er alveg sér kapítuli út af fyrir sig. Síðan þurfti ég auðvitað að finna mér bókara og fleira enda hef ég aldrei gert neitt nema að vinna við tölvur en ekki tölur,“ segir Jónína og bætir við: „En sem betur fer er það svo oft þannig þegar að maður ræðst í eitthvað nýtt, að maður gerir sér ekki alveg grein fyrir þeirri vinnu eða þeim áskorunum sem framundan eru. Ég segi sem betur fer því hættan er sú að þá myndi maður hætta við.“ Sem Jónína segist svo sannarlega vera fegin að hafa ekki gert. „Ég get eiginlega ekki líst því hvernig mér líður,“ segir Jónína og leggur hönd á hjartastað. „Ég er bara svo glöð. Ég er svo lukkuleg. Ég vakna alla morgna svo glöð og ánægð. Ég eiginlega veit ekki hvernig ég get líst þessu öðruvísi. Munurinn á því hvernig mér líður snýst í rauninni um þessa lífsfyllingu innra með mér sem ég var hætt að finna.“ Jónína segir dagana oft langa. Til dæmis hafi hún verið að vinna í um 36 klukkustundir síðustu þrjá dagana áður en viðtalið er tekið. „En samt er ég svo lukkuleg. Ég hef til dæmis aldrei verið morgunmanneskja en núna vakna ég korter yfir sex og get varla beðið eftir því að komast á kaffihúsið. Í dag er ég síðan í fríi og það er varla að ég geti hamið mig. Því mig langar svo að kíkja við og sjá hvernig gengur.“ Jónína segist svo sem ekki geta svarað því fyrir neinn annan hvort það sé rétt að hrökkva eða stökkva á tækifæri til að láta drauminn sinn rætast eins og hún. Hindranir fólks geta verið svo mismunandi. Og eflaust oft fjárhagslegar. Í mínu tilviki eru börnin fyrir löngu orðin stór og ég hef því nægan tíma. Og á allt sem ég þarf. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að ég væri að fara í fullkomið óöryggi. Til dæmis var ég ekkert örugg með að ég gæti lifað á þessu eins vel og ég gat í gamla starfinu mínu. En þá hugsaði ég bara með mér: Til hvers að vinna mér inn meiri pening? Til að kaupa mér enn eina úlpuna eða stígvélin? Er það hamingja?“ Íslendingar erlendis Starfsframi Heilsa Vinnustaðurinn Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Og ég er svo þakklát. Því núna vakna ég glöð alla morgna. Get eiginlega ekki beðið eftir því að fara í vinnuna. Þetta snerist því ekki um öryggið sem ég hafði. Heldur hamingjuna sem ég fékk og þessa lífsfyllingu sem ég er að upplifa núna.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jónína tekur stóra og hugrakka ákvörðun. Því þegar hún var 35 ára, þá með tvö ung börn, tók hún ákvörðun um að flytja til Kaupmannahafnar og fara í nám í upplýsingatækni. Upphaflega var ætlunin að vera úti í tvö ár. En síðan eru liðin átján ár. „Þegar að ég kom hingað, fannst mér ég vera komin heim.“ Fyndin á dönsku sjö árum síðar Jónína er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Þegar sonur hennar var tveggja ára og dóttirin á tólfta ári urðu breytingar á högum hennar til þess að hún ákvað að láta gamlan draum rætast. „Mig hafði alltaf dreymt um að prófa að búa í Kaupmannahöfn. Enda eru foreldrar mínir hálfgerðir danskófílar. Ég ákvað því að selja húsið hér heima, sækja um í skóla úti og flytja.“ Á aðeins nokkrum vikum raungerðist þetta allt saman. Og áður en Jónína vissi af var hún komin með börnin tvö út til Kaupmannahafnar, þangað sem hún flutti með bækur og fátt eitt dót til viðbótar og ákvað að láta á það reyna að búa í draumalandinu. „Þetta voru auðvitað viðbrigði. Ég var ekki með neitt net hérna úti. Vinir og vandamenn voru heima. Reyndar á ég tvær frænkur hér og það hjálpaði. En það tók líka tíma að venjast danskri menningu því þótt það sé margt líkt með Dönum og Íslendingum, er margt sem er gjörólíkt.“ Getur þú nefnt dæmi? „Ég sagði kannski við einhvern Dana: Ættum við að fá okkur kaffi? Og meinti þá auðvitað bara hér og nú. En þá kíkti Daninn í dagbókina sína og svaraði kannski: Já ég er laus þann 27., hvernig hljómar það?“ segir Jónína skellihlæjandi og bætir við: ,,Því ólíkt okkur eru Danir svo skipulagðir og hugsa allt svona fram í tímann. Ég man að ég hringdi í mömmu og sagði að öllum fyndist ég svo leiðinleg, það væri enginn til í að hitta mig.“ Fyrstu vikurnar liðu þó eins og fjölskyldan væri bara saman í fríi. Farið í tívolí í tíma og ótíma og allt gert sem hægt var að gera. Svo ekki sé talað um að njóta veðurblíðunnar en enn var sumar í lofti og heitt þegar Jónína flutti út. Auðvitað gekk það síðan vel á endanum að kynnast fólki og eignast danska vini. Því þegar Jónína var byrjuð í skólanum og síðar í vinnu, gerðist það í raun sjálfkrafa eins og gengur og gerist hjá flestum. Við eignumst vini í námi og í vinnu. „Það tók mig líka smá tíma að ná dönskunni. Því oft var ég enn að forma setninguna á dönsku í huganum þegar samtalið var bara komið eitthvað allt annað. Margir svissuðu líka bara yfir á ensku þegar þeir töluðu við mig. Þótt ég væri mjög áfjáð í að læra tungumálið.“ Og enn skellir Jónína upp úr. Það tók mig reyndar sjö ár að vera fyndin á dönsku! Því á meðan maður er að læra annað tungumál er maður svo upptekin af því að maður nær ekki alveg að vera maður sjálfur. Hvað þá að vera fyndin! Ég gleymi því aldrei þegar að ég hringdi í mömmu og sagði: Mamma, ég var fyndin á dönsku í dag! Ég sagði eitthvað og Daninn skellihló….“ Árið 2004 ákvað Jónína líka að láta gamlan draum rætast, seldi hús í Hafnarfirði og flutti með tvö ung börn til Kaupmannahafnar. Þar fór hún í upplýsingatækninám og var ætlunin að vera í tvö ár. Nú átján árum síðar eru börnin löngu orðin stór, una sér vel í Danmörku og eru dugleg að hjálpa mömmu sinni á kaffihúsinu, sem staðsett er rétt við ströndina í Kaupmannahöfn. Er þetta í alvörunni málið? Jónína ílengdist þó því eftir að hún kláraði námið fór hún að vinna í útibúi Straums Burðaráss í Kaupmannahöfn og fylgdi síðan fyrirtækinu í gegnum eigendaskipti og endaði með að starfa fyrir það í heil fimmtán ár. „Ég var það sem maður kallar IT Manager en líka ýmsum fleiri verkefnum. ,“ segir Jónína og lýsir starfinu og vinnustaðnum sem góðum stað. Ekki síst vegna þess að þar fékk hún mörg tækifæri til að þróa sig í starfinu og vaxa. „Þetta var ljómandi skemmtilegt starf en aðstæður breytast og oft eru það einhver áföll sem verða til þess að maður fer að endurskoða málin,“ segir Jónína og bætir við: Þannig var að árið 2019 fór ég í brjóstamyndatöku því það árið varð ég fimmtug og í Danmörku er maður kallaður fyrst inn í þessar myndatökur þá. Ég fór hálfs hugar en nokkrum dögum síðar var hringt í mig og mér tilkynnt að þeir hefði séð eitthvað skrýtið sem þeir vildu kanna betur.“ Jónína segir símtalið og dagana á eftir hafa verið óþægilega. Því símtalið fékk hún á föstudegi og því ekkert annað að gera en að bíða fram að mánudegi til að komast í aðra skoðun. Í ljós kom hnútur í brjósti sem var fjarlægður. „Þetta var samt lítið skemmtilegt. Því fyrst vissi maður ekki hvort þetta væri mein sem væri búið að breiða sér út um allt. Síðan fór ég í uppskurð en þá tók við bið þar til hægt var að segja til um það hvort allt hefði náðst og svo framvegis“ Jónína segist samt telja að þessi tími hafi orðið til þess að hún fór aðeins að velta hlutunum fyrir sér. „Ég fór bara allt í einu að hugsa: Bíddu er þetta málið? Ætla ég að vera bara eins og hamstur á hjóli að vinna og ekkert meir. Eða vildi ég eitthvað annað og meira í lífinu?“ Vissulega fylgdi öryggi starfinu. Og þar þekkti hún allt og alla, ekkert í verkefnum né öðru sem hún þurfti að hafa áhyggjur af. „Árið 2020 verða síðan röð áfalla í fjölskyldunni. Veikindi og fleira. Á sama tíma fannst mér verkefnum í vinnunni fara fækkandi sem mér fannst vera einhver áskoranir. Þekkt orðatiltæki í Danmörku og víðar er ,,ekki telja tíma, láttu tímana telja“ og mér fannst ég vera komin á þann stað að vera bara að telja tíma.“ Jónína viðurkennir alveg að það hafi verið viðbrigði að flytja til Danmerkur. Þar var hún ekki með sama stuðningsnet og heima og eins eru Danir ólíkir Íslendingum með margt. Til dæmis skipuleggja þeir allt mjög vel fram í tíman. Líka að hittast til að fá sér kaffibolla. Að hrökkva eða stökkva Svo skemmtilega vildi til að rétt hjá þar sem Jónína býr hefur verið starfrækt kaffihús um árabil. Sem Jónína heimsótti mjög oft. „Svo marga kaffibolla hef ég tekið þarna að ég var fyrir löngu farin að þekkja allt starfsfólkið og marga af fastagestunum líka. Sat þar og prjónaði og man að ég velti meira að segja einhvern tíma fyrir mér hvort það væri ekki gaman að reka svona sætt kaffihús eins og þetta.“ Einn daginn situr Jónína á spjalli við eiganda kaffihússins og nefnir þetta við hann. „Hann sagði við mig að þetta væri bara basl. Ég ætti ekki einu sinni að hugsa um þetta því ég væri í svo góðu og öruggu starfi.“ Mánuðir liðu og jafnvel lengri tími. Því um tíma leigði eigandinn reksturinn út en þegar sú staða kom upp að viðkomandi rekstraraðili vildi losna undan samningi fyrr, hafði eigandinn samband við Jónínu og spurði: „Varstu að meina þetta sem þú sagðir um að hafa áhuga á að reka kaffihúsið?“ Í kjölfarið tóku þau spjall saman og varð úr að Jónína samdi um að taka við rekstri kaffihússins í mars árið 2023. Sumsé: í dag ætti hún enn að vera að vinna við tölvur en ekki að reka kaffihús. „Hann hafði síðan samband við mig aftur síðastliðið haust og sagði mér að konan sem væri með kaffihúsið vildi jafnvel hætta aðeins fyrr en samningurinn segði. Þetta var því samtal þar sem ég vissi að ég yrði bara að hrökkva eða stökkva og ég endaði því með að segja við hann: Ókei, ég skal taka við í desember.“ Sumsé: Fyrir ríflega mánuði síðan. „Lengi beið ég reyndar alltaf eftir því að fólk myndi segja við mig: Ertu eitthvað klikkuð manneskja? Hvað ertu að hugsa að fara úr öruggu starfi í svona rekstur?“ segir Jónína. „En málið er að það hefur aldrei neinn sagt þetta við mig. Þvert á móti hafa allir verið tilbúnir til að hjálpa til. Börnin mín eru að hjálpa til og vinir og vandamenn líka. Það eru allir til í að leggja hönd á plóg sem er vægast sagt yndislegt.“ Lekaff er staðsett rétt hjá heimili Jónínu og þar hefur hún í mörg ár fengið sér kaffi, setið og prjónað, spjallað við fastagesti og starfsfólk. Þann 1.desember síðastliðinn tók hún síðan við rekstrinum og stendur meðal annars fyrir prjónakvöldum þar, enda sjálf alin prjónað frá því að hún var bara sjö átta ára gömul. „Ég er bara svo glöð. Ég er svo lukkuleg“ Nóvembermánuður var í rauninni æfingamánuður Jónínu. Þar sem hún var í þjálfun á kaffihúsinu enda viðurkennir hún að hafa varla kunnað að flóa mjólk. „Síðan var líka margt sem var öðruvísi en ég hélt. Ég hafði til dæmis séð um að panta alls kyns hardware og fleira fyrir tölvufyrirtækið og hélt það væri nú ekki mikið mál að sjá þá um pantanir og innkaup fyrir lítið kaffihús. En Jesús, þetta er auðvitað allt annar pakki enda borðar enginn tölvurnar sínar!“ Frá og með 1.desember 2022 tók Jónína hins vegar formlega við rekstrinum. Sem hefur verið ótrúlega annasamur tími því viðtökurnar hafa verið vægast sagt frábærar. Og enn alls kyns hugmyndir framundan. „Ég get til dæmis ekki beðið eftir því þegar gestirnir fara að sitja hérna úti fyrir með ískalt rósavínið í síðdegissólinni í vor. Því við erum staðsett rétt við ströndina,“ segir Jónína. Opnunartíminn er til klukkan sex en Jónína hefur leyfi til að nota húsnæðið á kvöldin. „Ég er farin að vera með prjónakvöld hérna og fleira. Það er líka svo skemmtilegt að margir af fastagestunum eru að koma með hugmyndir. Vilja til dæmis vera með spilakvöld sem við stefnum að.“ Jónína viðurkennir samt að auðvitað hafi síðustu vikur verið strembnar. „Þetta er töluvert meiri vinna en ég bjóst við. Það eitt og sér að stofna fyrirtæki í kringum reksturinn er alveg sér kapítuli út af fyrir sig. Síðan þurfti ég auðvitað að finna mér bókara og fleira enda hef ég aldrei gert neitt nema að vinna við tölvur en ekki tölur,“ segir Jónína og bætir við: „En sem betur fer er það svo oft þannig þegar að maður ræðst í eitthvað nýtt, að maður gerir sér ekki alveg grein fyrir þeirri vinnu eða þeim áskorunum sem framundan eru. Ég segi sem betur fer því hættan er sú að þá myndi maður hætta við.“ Sem Jónína segist svo sannarlega vera fegin að hafa ekki gert. „Ég get eiginlega ekki líst því hvernig mér líður,“ segir Jónína og leggur hönd á hjartastað. „Ég er bara svo glöð. Ég er svo lukkuleg. Ég vakna alla morgna svo glöð og ánægð. Ég eiginlega veit ekki hvernig ég get líst þessu öðruvísi. Munurinn á því hvernig mér líður snýst í rauninni um þessa lífsfyllingu innra með mér sem ég var hætt að finna.“ Jónína segir dagana oft langa. Til dæmis hafi hún verið að vinna í um 36 klukkustundir síðustu þrjá dagana áður en viðtalið er tekið. „En samt er ég svo lukkuleg. Ég hef til dæmis aldrei verið morgunmanneskja en núna vakna ég korter yfir sex og get varla beðið eftir því að komast á kaffihúsið. Í dag er ég síðan í fríi og það er varla að ég geti hamið mig. Því mig langar svo að kíkja við og sjá hvernig gengur.“ Jónína segist svo sem ekki geta svarað því fyrir neinn annan hvort það sé rétt að hrökkva eða stökkva á tækifæri til að láta drauminn sinn rætast eins og hún. Hindranir fólks geta verið svo mismunandi. Og eflaust oft fjárhagslegar. Í mínu tilviki eru börnin fyrir löngu orðin stór og ég hef því nægan tíma. Og á allt sem ég þarf. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að ég væri að fara í fullkomið óöryggi. Til dæmis var ég ekkert örugg með að ég gæti lifað á þessu eins vel og ég gat í gamla starfinu mínu. En þá hugsaði ég bara með mér: Til hvers að vinna mér inn meiri pening? Til að kaupa mér enn eina úlpuna eða stígvélin? Er það hamingja?“
Íslendingar erlendis Starfsframi Heilsa Vinnustaðurinn Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira