Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 13:01 Boris Pistorius verður nýr varnarmálaráðherra Þýskalands í dag. Hann á nokkur mikilvæg verk fyrir höndum. EPA/FELIPE TRUEBA Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun víða um Evrópu og hafa ráðamenn í nokkrum ríkjum sagst vilja senda skriðdreka til Úkraínu. Þeir eru þó framleiddir í Þýskalandi og ráðamenn þar þurfa að veita slíkum hergagnasendingum blessun sína. Það hafa Þjóðverjar ekki viljað gera hingað til. Skriðdrekarnir þykja hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu þó fyrr í mánuðinum að ríkin myndu senda tugi vestrænna bryndreka til Úkraínu á komandi mánuðum. Frakkar ætla einnig að senda brynvarin farartæki sem búin eru fallbyssum. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa Þjóðverjar veitt Úkraínumönnum mikla hernaðaraðstoð en hafa þrátt fyrir það verið gagnrýndir fyrir að draga lappirnar í þeim málum. Þrýstingurinn varðandi skriðdrekasendingar hefur þó aukist á Þjóðverja að undanförnu en Bretar tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán af Challenger 2 skriðdrekum sínum til Úkraínu. Úkraínumenn hafa vonast til þess að frumkvæði Breta muni leiða til þess að aðrir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, sendi einnig vestræna skriðdreka til Úkraínu. Christine Lambrecht, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sagði af sér í gær en hún hafði sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Embætti varnarmálaráðherra Þýskalands þykir mjög mikilvægt um þessar mundir en Scholz hefur heitið því að fara í töluverða hernaðaruppbyggingu eftir margra áratuga samdrátt á herafla Þýskalands. Sjá einnig: Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Andrzej Duda, forseti Póllands, sagði í dag að Pólverjar ætluðu sér að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu en Pólverjar hafa fyrir sent Úkraínumönnum mikið magn skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna, bæði uppfærða og aðrar eldri týpur. Það hafa önnur ríki Austur-Evrópu einnig gert. Vilja vestræna skriðdreka fyrir nýjar sveitir Úkraínumenn vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp nýjar hersveitir og segja að vestrænir skrið- og bryndrekar muni veita þeim töluvert forskot á Rússa. Talið er að Rússar séu einnig að byggja upp nýjar sveitir og óttast Úkraínumenn að Rússar ætli að reyna að opna nýja víglínu á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að Pistorius, sem er 62 ára gamall, hafi verið í þýska hernum frá 1980 til 1981 og hafi í kjölfarið lagt stund á laganám. Hann var bæjarstjóri Osnabrueck frá 2006 til 2013. Þá segir DW að þó Pistorius sé lítið þekktur á heimssviðinu, sé hann vinsæli í Neðra-Saxlandi og þekktur sem stjórnmálamaður sem kemur hlutunum í verk. Þá hafi hann unnið mikið með lögreglunni í Saxlandi og sé mikill stuðningsmaður lögreglunnar. Annað af fyrstu verkefnum nýs varnarmálaráðherra verður að fara á fund bakhjarla Úkraínu sem haldinn verður í Ramstein í Þýskalandi á föstudaginn. Verði Pistorius ekki búinn að taka ákvörðun um skriðdrekasendingar til Úkraínu fyrir það, má gera ráð fyrir að þrýst verði á hann þar. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Wagner-liði vill hæli í Noregi Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. 17. janúar 2023 09:15 Rússar á heræfingu í Belarús Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim. 16. janúar 2023 07:30 Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. 15. janúar 2023 23:23 Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. 11. janúar 2023 19:21 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun víða um Evrópu og hafa ráðamenn í nokkrum ríkjum sagst vilja senda skriðdreka til Úkraínu. Þeir eru þó framleiddir í Þýskalandi og ráðamenn þar þurfa að veita slíkum hergagnasendingum blessun sína. Það hafa Þjóðverjar ekki viljað gera hingað til. Skriðdrekarnir þykja hentugri fyrir Úkraínumenn en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna, þar sem þeir síðarnefndu ganga fyrir flugvélaeldsneyti, þurfa meira viðhald og umfangsmeira birgðanet en Leopard 2 skriðdrekar. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu þó fyrr í mánuðinum að ríkin myndu senda tugi vestrænna bryndreka til Úkraínu á komandi mánuðum. Frakkar ætla einnig að senda brynvarin farartæki sem búin eru fallbyssum. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hafa Þjóðverjar veitt Úkraínumönnum mikla hernaðaraðstoð en hafa þrátt fyrir það verið gagnrýndir fyrir að draga lappirnar í þeim málum. Þrýstingurinn varðandi skriðdrekasendingar hefur þó aukist á Þjóðverja að undanförnu en Bretar tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán af Challenger 2 skriðdrekum sínum til Úkraínu. Úkraínumenn hafa vonast til þess að frumkvæði Breta muni leiða til þess að aðrir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, sendi einnig vestræna skriðdreka til Úkraínu. Christine Lambrecht, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sagði af sér í gær en hún hafði sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Embætti varnarmálaráðherra Þýskalands þykir mjög mikilvægt um þessar mundir en Scholz hefur heitið því að fara í töluverða hernaðaruppbyggingu eftir margra áratuga samdrátt á herafla Þýskalands. Sjá einnig: Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Andrzej Duda, forseti Póllands, sagði í dag að Pólverjar ætluðu sér að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu en Pólverjar hafa fyrir sent Úkraínumönnum mikið magn skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna, bæði uppfærða og aðrar eldri týpur. Það hafa önnur ríki Austur-Evrópu einnig gert. Vilja vestræna skriðdreka fyrir nýjar sveitir Úkraínumenn vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp nýjar hersveitir og segja að vestrænir skrið- og bryndrekar muni veita þeim töluvert forskot á Rússa. Talið er að Rússar séu einnig að byggja upp nýjar sveitir og óttast Úkraínumenn að Rússar ætli að reyna að opna nýja víglínu á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að Pistorius, sem er 62 ára gamall, hafi verið í þýska hernum frá 1980 til 1981 og hafi í kjölfarið lagt stund á laganám. Hann var bæjarstjóri Osnabrueck frá 2006 til 2013. Þá segir DW að þó Pistorius sé lítið þekktur á heimssviðinu, sé hann vinsæli í Neðra-Saxlandi og þekktur sem stjórnmálamaður sem kemur hlutunum í verk. Þá hafi hann unnið mikið með lögreglunni í Saxlandi og sé mikill stuðningsmaður lögreglunnar. Annað af fyrstu verkefnum nýs varnarmálaráðherra verður að fara á fund bakhjarla Úkraínu sem haldinn verður í Ramstein í Þýskalandi á föstudaginn. Verði Pistorius ekki búinn að taka ákvörðun um skriðdrekasendingar til Úkraínu fyrir það, má gera ráð fyrir að þrýst verði á hann þar.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Wagner-liði vill hæli í Noregi Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. 17. janúar 2023 09:15 Rússar á heræfingu í Belarús Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim. 16. janúar 2023 07:30 Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. 15. janúar 2023 23:23 Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. 11. janúar 2023 19:21 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Wagner-liði vill hæli í Noregi Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. 17. janúar 2023 09:15
Rússar á heræfingu í Belarús Loftherir Rússa og Belarús halda í dag sameiginlega æfingu sem ætlað er að auka samhæfni herjanna tveggja og æfa árásir úr lofti og varnir gegn þeim. 16. janúar 2023 07:30
Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. 15. janúar 2023 23:23
Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. 11. janúar 2023 19:21