Skólagjöldin að sliga listnema Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2023 13:42 Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands en nemendur þar krefjast útskýringa á því hvers vegna skólagjöld séu hækkuð árlega. vísir/bjarni Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. Nemendurnir krefja stjórn skólans svara og vilja vita hvernig á því standi að skólagjöldin hækki árlega án nokkurra útskýringa: Hvað skýri þá hækkun? „Til dæmis greiddu nemendur skólans sem eru nú á öðru ári 298 þúsund krónur á önn fyrsta árið sitt í skólanum. Nú er ljóst að næsta haust verða þau gjöld orðin 340 þúsund krónur.“ Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum er rakið að í heimsfaraldri Covid19 hafi hagnaður Listaháskólans, samkvæmt ársreikningi skólans, verið 138 milljónir króna og eigið fé 91 milljón. Skólanum var þá lokað og nemendum meinaður aðgangur. En kennarar hafi af mikilli ósérhlífni hagað námskeiðahaldi sínu að teknu tilliti til aðstæðna. Íslenskir námsmenn steypi sér í skuldir Spurt er hvers vegna ekki hafi verið tekin sú ákvörðun þá að styðja við bak nemenda með afslætti á skólagjöldum líkt og margir erlendir listaháskólar gerðu? „Hluti af skólagjöldum okkar fer að öllum líkindum í einhverja þá hluti sem lögðust af á þessum tíma, er hluti af þessum 138 m.kr. þá ekki peningur nemenda? Það væri því ágætt að fá nákvæmar upplýsingar um það hvert þessi hækkandi upphæð, sem við greiðum skólanum tvisvar á ári er að fara? Fá fyrirtæki myndu boða til sambærilegra verðhækkana án útskýringa eða sérstakrar tilkynningar þess efnis,“ segir í bréfinu. Í bréfi sem nemar við Listaháskóla Íslands hafa sent skólastjórn kemur fram að stuðningur við listnema í nágrannalöndum sé miklu meiri en er á Íslandi.vísir/vilhelm Þá er því velt upp hvort skólagjöld Listaháskólans séu að upplagi of há en samkvæmt upplýsingum sem finna má á síðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru skólagjöld á Íslandi ekki á pari við það sem þekkist meðal nágranna okkar á Norðurlöndunum né tekjur nemenda. „Sú er staðreyndin að hluti nemenda skuldsetur sig á meðan á námi stendur og því er fjárhagslegt öryggi þeirra til frambúðar ekki tryggt hérlendis.“ Íslenskir stúdentar fá miklu minni stuðning en nágrannar okkar Þá er bent á í bréfinu að 71 prósent íslenskra stúdenta vinni samhliða námi. Af þeim eru 72 prósent íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Í samanburði við Norðurlöndin skora íslenskir stúdentar þar hæst. Fullyrt er að rúm 30 prósent stúdenta eigi við fjárhagslega örðugleika að stríða og fjórðungur þeirra telur að vinna samhliða námi hafi neikvæð áhrif á námsárangurinn. „Samkvæmt árstölum eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,7 milljónum krónum minna. Raunin er því sú að fjárhagslegur stuðningur við fólk í námi er af skornum skammti miðað við önnur Norðurlönd.“ Undir bréfið skrifar Valgerður Birna Jónsdóttir fyrir hönd nemenda en jafnframt fylgir skjal með nöfnum þeirra. Stjórnsýsla Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Nemendurnir krefja stjórn skólans svara og vilja vita hvernig á því standi að skólagjöldin hækki árlega án nokkurra útskýringa: Hvað skýri þá hækkun? „Til dæmis greiddu nemendur skólans sem eru nú á öðru ári 298 þúsund krónur á önn fyrsta árið sitt í skólanum. Nú er ljóst að næsta haust verða þau gjöld orðin 340 þúsund krónur.“ Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum er rakið að í heimsfaraldri Covid19 hafi hagnaður Listaháskólans, samkvæmt ársreikningi skólans, verið 138 milljónir króna og eigið fé 91 milljón. Skólanum var þá lokað og nemendum meinaður aðgangur. En kennarar hafi af mikilli ósérhlífni hagað námskeiðahaldi sínu að teknu tilliti til aðstæðna. Íslenskir námsmenn steypi sér í skuldir Spurt er hvers vegna ekki hafi verið tekin sú ákvörðun þá að styðja við bak nemenda með afslætti á skólagjöldum líkt og margir erlendir listaháskólar gerðu? „Hluti af skólagjöldum okkar fer að öllum líkindum í einhverja þá hluti sem lögðust af á þessum tíma, er hluti af þessum 138 m.kr. þá ekki peningur nemenda? Það væri því ágætt að fá nákvæmar upplýsingar um það hvert þessi hækkandi upphæð, sem við greiðum skólanum tvisvar á ári er að fara? Fá fyrirtæki myndu boða til sambærilegra verðhækkana án útskýringa eða sérstakrar tilkynningar þess efnis,“ segir í bréfinu. Í bréfi sem nemar við Listaháskóla Íslands hafa sent skólastjórn kemur fram að stuðningur við listnema í nágrannalöndum sé miklu meiri en er á Íslandi.vísir/vilhelm Þá er því velt upp hvort skólagjöld Listaháskólans séu að upplagi of há en samkvæmt upplýsingum sem finna má á síðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru skólagjöld á Íslandi ekki á pari við það sem þekkist meðal nágranna okkar á Norðurlöndunum né tekjur nemenda. „Sú er staðreyndin að hluti nemenda skuldsetur sig á meðan á námi stendur og því er fjárhagslegt öryggi þeirra til frambúðar ekki tryggt hérlendis.“ Íslenskir stúdentar fá miklu minni stuðning en nágrannar okkar Þá er bent á í bréfinu að 71 prósent íslenskra stúdenta vinni samhliða námi. Af þeim eru 72 prósent íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Í samanburði við Norðurlöndin skora íslenskir stúdentar þar hæst. Fullyrt er að rúm 30 prósent stúdenta eigi við fjárhagslega örðugleika að stríða og fjórðungur þeirra telur að vinna samhliða námi hafi neikvæð áhrif á námsárangurinn. „Samkvæmt árstölum eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,7 milljónum krónum minna. Raunin er því sú að fjárhagslegur stuðningur við fólk í námi er af skornum skammti miðað við önnur Norðurlönd.“ Undir bréfið skrifar Valgerður Birna Jónsdóttir fyrir hönd nemenda en jafnframt fylgir skjal með nöfnum þeirra.
Stjórnsýsla Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira