Ósmekklegar ábendingar um hræsni og siðferðisbrest Ólafur Stephensen skrifar 18. janúar 2023 10:00 Hilmar Þór Hilmarsson skrifar grein á Vísi í tilefni af færslu sem ég setti á Facebook-síðu mína í gær, en þar vakti ég athygli á því að forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga gegnir enn stöðu heiðurskonsúls eða kjörræðismanns hryðjuverkaríkisins Rússlands. Hann var í viðtali á forsíðu Morgunblaðsins í gær um birgðastöðuna í dilkakjöti en á bls. 13 í blaðinu var sagt frá nýjustu stríðsglæpum hryðjuverkaríkisins í Úkraínu. Með öðrum orðum: Lífið gengur sinn vanagang hjá forstöðumanninum, sem finnst ekki tiltökumál að vera opinber fulltrúi ríkis sem fremur daglega ólýsanlega hryllilega stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er bara í dilkakjötinu. Hilmari finnst þetta „sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla“. Hann segir að starf heiðurskonsúls hafi ekkert með stríðsrekstur að gera og spyr hvort ég haldi „kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga?“ Sniðugt hjá honum. Af hverju að tengja sig við stríðsglæpi fremur en meint kynferðisbrot? Nei, konsúllinn og KS hafa ekkert með stríðsrekstur Úkraínu að gera. Þau tengja sig samt við hann með því að þessi hátt setti stjórnandi fyrirtækisins gegni áfram þessari virðingarstöðu fyrir rússnesk stjórnvöld. Það ber a.m.k. enginn ábyrgð á hryllingnum í Úkraínu annar en stjórnvöld í Kreml, þau hin sömu og útnefndu Ágúst Andrésson heiðurskonsúl sinn á Íslandi. Um allan hinn vestræna heim hafa fyrirtæki kappkostað að slíta tengsl við Rússland eftir að ráðizt var inn í Úkraínu. Tilgangurinn er að sýna Rússum að framferði þeirra, þverbrot á alþjóðalögum og ítrekaðir stríðsglæpir, verði ekki liðið og ekkert fyrirtæki með sómatilfinningu vilji eiga í viðskiptum við þá eða tengja sig við þá. Á síðasta ári bakkaði KS út úr skyrframleiðslu í Rússlandi – reyndar ekki fyrr en vakin hafði verið athygli á þeim viðskiptatengslum opinberlega – en heiðurskonsúlsnafnbótin blífur. Það þykir fleirum en mér gjörsamlega óskiljanlegt. KS hafði heldur ekkert með meinta háttsemi Arnars Grant í heitum potti í byrjun síðasta árs að gera. Engu að síður brá það við skjótt, sleit samstarfi við Arnar og tók heilsudrykkinn Teyg, sem hann hafði þróað í samstarfi við KS, tafarlaust úr sölu. Væntanlega af því að það vildi ekki tengja sig við umræðu um háttsemi sem það taldi siðferðilega ámælisverða. Af hverju eru viðbrögðin í þessum tveimur málum svona ólík? Rétt er að hafa í huga að heiðurskonsúlstign Ágústs Andréssonar er til komin vegna viðskipta Kaupfélags Skagfirðinga í Rússlandi og hann hefur sjálfur lýst því yfir opinberlega að hann hyggist nota hana kaupfélaginu til framdráttar í þeim viðskiptum. Þetta er ekki persónulegt mál Ágústs, heldur mál kaupfélagsins. Af hverju yfirmenn Ágústs hjá KS hafa ekki þrýst á hann að segja af sér heiðursnafnbótinni er mér líka hulið. Vondur félagsskapur heiðurskonsúla Rússa Í ýtarlegri rannsókn Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, þeirra sömu og birtu okkur umfjöllun um Panama- og Pandóruskjölin, kemur fram að Rússar hafi með markvissum hætti útvíkkað kerfi heiðurskonsúla sinna um allan heim eftir að Pútín tók við völdum. Þar kemur jafnframt fram að rússnesk stjórnvöld hafi notað heiðurskonsúlana, marga hverja, til að halda á lofti rússneskum áróðri, í stað þess að þeir einbeiti sér bara að menningar- og viðskiptatengslum eins og þeir eiga að gera. Í umfjölluninni kemur reyndar fram að margir kjörræðismenn Rússlands hafi sagt af sér til að mótmæla stríðsrekstrinum í Úkraínu. Þeir sem eftir eru, eru þá væntanlega ekkert sérstaklega kræsilegur félagsskapur. En hann Ágúst hjá Kaupfélaginu hefur „ekki einu sinni hugleitt það“ að segja af sér heiðurstigninni. Svartir listar og sendiherrar Það verður bara að hafa það þótt Hilmari kunningja mínum finnist ég ósmekklegur. Ég ætla að halda áfram að benda á hræsni og siðferðisbresti af þessu tagi hjá íslenzkum fyrirtækjum. Ég hef oftar en einu sinni vakið athygli á „Svarta lista“ Yale-háskóla yfir fyrirtæki sem enn halda viðskiptatengslum við Rússland. Í nýjustu útgáfu hans, sem kom út 9. janúar, eru nokkur íslenzk fyrirtæki enn sögð reka (mismikil) viðskipti í Rússlandi. Hampiðjan, Knarr Maritime, Marel, Naust Marine og Eimskip eru á listanum. Hann hefur vakið undarlega litla athygli – ég hefði haldið að bæði ættu fjölmiðlar að gera gangskör að því að krefja þessi fyrirtæki svara um hvort upplýsingarnar á listanum séu réttar og þau ættu sjálf að leggja upp úr því að reka af sér slyðruorðið. Ég hef líka – þvert á það sem Hilmar lætur í skína í grein sinni – ítrekað hvatt til þess að rússneska sendiherranum verði vísað úr landi og hvatt utanríkisráðherrann til að taka af skarið í því efni. Við berum öll ábyrgð Hilmari finnst ekki viðeigandi að maður sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda blandi einstökum fyrirtækjum eða kaupsýslumönnum í umræðuna um hryllinginn í Úkraínu. Ég ætla í því samhengi að fá að endurtaka það sem ég sagði í viðtali hér á Vísi um tveimur mánuðum eftir að innrásarstríð Rússa hófst: „Nú er ég talsmaður þess að við stundum sem opnust og frjálsust viðskipti við sem allra flest ríki en þegar ríki stígur svona skref eins og Rússland gerir, brýtur í rauninni allar reglur og alþjóðalög og traðkar líka á öllum siðferðislegum gildum sem við höfum í hávegum, þá gegnir öðru máli um það. Þá er ósköp einfaldlega enginn annar kostur en að slíta viðskiptunum [...] „Ísland, hvort sem það er stjórnvöld, atvinnulíf eða almenningur, ber jafnmikla siðferðislega ábyrgð á því að gera allt sem hægt er til að stöðva Rússland í þessum stríðsrekstri og að styðja við bakið á Úkraínumönnum eins og aðrar lýðræðisþjóðir og við eigum ekki að skorast undan þeirri ábyrgð.“ Enginn á að skorast undan ábyrgð. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og fjölskyldufaðir í Smáíbúðahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar grein á Vísi í tilefni af færslu sem ég setti á Facebook-síðu mína í gær, en þar vakti ég athygli á því að forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga gegnir enn stöðu heiðurskonsúls eða kjörræðismanns hryðjuverkaríkisins Rússlands. Hann var í viðtali á forsíðu Morgunblaðsins í gær um birgðastöðuna í dilkakjöti en á bls. 13 í blaðinu var sagt frá nýjustu stríðsglæpum hryðjuverkaríkisins í Úkraínu. Með öðrum orðum: Lífið gengur sinn vanagang hjá forstöðumanninum, sem finnst ekki tiltökumál að vera opinber fulltrúi ríkis sem fremur daglega ólýsanlega hryllilega stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er bara í dilkakjötinu. Hilmari finnst þetta „sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla“. Hann segir að starf heiðurskonsúls hafi ekkert með stríðsrekstur að gera og spyr hvort ég haldi „kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga?“ Sniðugt hjá honum. Af hverju að tengja sig við stríðsglæpi fremur en meint kynferðisbrot? Nei, konsúllinn og KS hafa ekkert með stríðsrekstur Úkraínu að gera. Þau tengja sig samt við hann með því að þessi hátt setti stjórnandi fyrirtækisins gegni áfram þessari virðingarstöðu fyrir rússnesk stjórnvöld. Það ber a.m.k. enginn ábyrgð á hryllingnum í Úkraínu annar en stjórnvöld í Kreml, þau hin sömu og útnefndu Ágúst Andrésson heiðurskonsúl sinn á Íslandi. Um allan hinn vestræna heim hafa fyrirtæki kappkostað að slíta tengsl við Rússland eftir að ráðizt var inn í Úkraínu. Tilgangurinn er að sýna Rússum að framferði þeirra, þverbrot á alþjóðalögum og ítrekaðir stríðsglæpir, verði ekki liðið og ekkert fyrirtæki með sómatilfinningu vilji eiga í viðskiptum við þá eða tengja sig við þá. Á síðasta ári bakkaði KS út úr skyrframleiðslu í Rússlandi – reyndar ekki fyrr en vakin hafði verið athygli á þeim viðskiptatengslum opinberlega – en heiðurskonsúlsnafnbótin blífur. Það þykir fleirum en mér gjörsamlega óskiljanlegt. KS hafði heldur ekkert með meinta háttsemi Arnars Grant í heitum potti í byrjun síðasta árs að gera. Engu að síður brá það við skjótt, sleit samstarfi við Arnar og tók heilsudrykkinn Teyg, sem hann hafði þróað í samstarfi við KS, tafarlaust úr sölu. Væntanlega af því að það vildi ekki tengja sig við umræðu um háttsemi sem það taldi siðferðilega ámælisverða. Af hverju eru viðbrögðin í þessum tveimur málum svona ólík? Rétt er að hafa í huga að heiðurskonsúlstign Ágústs Andréssonar er til komin vegna viðskipta Kaupfélags Skagfirðinga í Rússlandi og hann hefur sjálfur lýst því yfir opinberlega að hann hyggist nota hana kaupfélaginu til framdráttar í þeim viðskiptum. Þetta er ekki persónulegt mál Ágústs, heldur mál kaupfélagsins. Af hverju yfirmenn Ágústs hjá KS hafa ekki þrýst á hann að segja af sér heiðursnafnbótinni er mér líka hulið. Vondur félagsskapur heiðurskonsúla Rússa Í ýtarlegri rannsókn Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, þeirra sömu og birtu okkur umfjöllun um Panama- og Pandóruskjölin, kemur fram að Rússar hafi með markvissum hætti útvíkkað kerfi heiðurskonsúla sinna um allan heim eftir að Pútín tók við völdum. Þar kemur jafnframt fram að rússnesk stjórnvöld hafi notað heiðurskonsúlana, marga hverja, til að halda á lofti rússneskum áróðri, í stað þess að þeir einbeiti sér bara að menningar- og viðskiptatengslum eins og þeir eiga að gera. Í umfjölluninni kemur reyndar fram að margir kjörræðismenn Rússlands hafi sagt af sér til að mótmæla stríðsrekstrinum í Úkraínu. Þeir sem eftir eru, eru þá væntanlega ekkert sérstaklega kræsilegur félagsskapur. En hann Ágúst hjá Kaupfélaginu hefur „ekki einu sinni hugleitt það“ að segja af sér heiðurstigninni. Svartir listar og sendiherrar Það verður bara að hafa það þótt Hilmari kunningja mínum finnist ég ósmekklegur. Ég ætla að halda áfram að benda á hræsni og siðferðisbresti af þessu tagi hjá íslenzkum fyrirtækjum. Ég hef oftar en einu sinni vakið athygli á „Svarta lista“ Yale-háskóla yfir fyrirtæki sem enn halda viðskiptatengslum við Rússland. Í nýjustu útgáfu hans, sem kom út 9. janúar, eru nokkur íslenzk fyrirtæki enn sögð reka (mismikil) viðskipti í Rússlandi. Hampiðjan, Knarr Maritime, Marel, Naust Marine og Eimskip eru á listanum. Hann hefur vakið undarlega litla athygli – ég hefði haldið að bæði ættu fjölmiðlar að gera gangskör að því að krefja þessi fyrirtæki svara um hvort upplýsingarnar á listanum séu réttar og þau ættu sjálf að leggja upp úr því að reka af sér slyðruorðið. Ég hef líka – þvert á það sem Hilmar lætur í skína í grein sinni – ítrekað hvatt til þess að rússneska sendiherranum verði vísað úr landi og hvatt utanríkisráðherrann til að taka af skarið í því efni. Við berum öll ábyrgð Hilmari finnst ekki viðeigandi að maður sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda blandi einstökum fyrirtækjum eða kaupsýslumönnum í umræðuna um hryllinginn í Úkraínu. Ég ætla í því samhengi að fá að endurtaka það sem ég sagði í viðtali hér á Vísi um tveimur mánuðum eftir að innrásarstríð Rússa hófst: „Nú er ég talsmaður þess að við stundum sem opnust og frjálsust viðskipti við sem allra flest ríki en þegar ríki stígur svona skref eins og Rússland gerir, brýtur í rauninni allar reglur og alþjóðalög og traðkar líka á öllum siðferðislegum gildum sem við höfum í hávegum, þá gegnir öðru máli um það. Þá er ósköp einfaldlega enginn annar kostur en að slíta viðskiptunum [...] „Ísland, hvort sem það er stjórnvöld, atvinnulíf eða almenningur, ber jafnmikla siðferðislega ábyrgð á því að gera allt sem hægt er til að stöðva Rússland í þessum stríðsrekstri og að styðja við bakið á Úkraínumönnum eins og aðrar lýðræðisþjóðir og við eigum ekki að skorast undan þeirri ábyrgð.“ Enginn á að skorast undan ábyrgð. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og fjölskyldufaðir í Smáíbúðahverfinu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun