Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2023 07:19 Aleksandar Vucic, var ómyrkur í máli varðandi auglýsingar Wagner hópsins. epa/Andrej Cukic Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. „Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
„Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent