Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2023 06:41 Lögregla í Kaliforníu var kölluð út vegna árásarinnar á sveitabýlinu um miðjan dag í gær að staðartíma. AP Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. NBC segir að einn sé alvarlega særður eftir árásirnar. Fram kemur að fjórir hafi verið myrtir á einum árásarstaðnum og þrír á hinum. Hinn 67 ára Zhao Chunli mætti sjálfur á lögreglustöð og gaf sig fram.AP Hin látnu eiga öll að hafa verið kínverskir verkamenn, en lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar. Árásirnar áttu sér stað annars vegar á sveitabýli þar sem verið er að rækta sveppi og hins vegar á lóð vöruflutningafyrirtækis. Meintur árásarmaður að hafa starfað á öðrum staðnum og voru hin látnu samstarfsmenn hans. Í Twitter-færslu lögreglunnar í San Mateo kemur fram að almenningi stafi engin ógn af árásarmanninum lengur enda hafi hann verið handtekinn. Bandarískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn, hinn 67 ára Zhao Chunli, hafi sjálfur mætt á lögreglustöð og gefið sig fram, um tveimur tímum eftir árásina. Þetta er annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum en á laugardagskvöld banaði eldri karlmaður ellefu manns og særði á annan tug fólks í dansstúdíói í Monterey Park þar sem verið var að fagna áramótum samkvæmt kínverska dagatalinu. Árásarmaðurinn þar svipti sig lífi nokkru eftir árásina. Lögregla greindi frá því á blaðamannafundi í gærkvöldi að meintur árásarmaður á að hafa verið einn að verki og að skotvopn hafi fundist í bíl hans. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist hafa verið á sjúkrahúsi til að ræða við fólk sem særðist í árásinni í Monterey Park þegar hann hafi fengið upplýsingar um árásina í Half Moon Bay. „Harmleikur á harmleik ofan,“ segir Newsom. At the hospital meeting with victims of a mass shooting when I get pulled away to be briefed about another shooting. This time in Half Moon Bay.Tragedy upon tragedy.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 24, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
NBC segir að einn sé alvarlega særður eftir árásirnar. Fram kemur að fjórir hafi verið myrtir á einum árásarstaðnum og þrír á hinum. Hinn 67 ára Zhao Chunli mætti sjálfur á lögreglustöð og gaf sig fram.AP Hin látnu eiga öll að hafa verið kínverskir verkamenn, en lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar. Árásirnar áttu sér stað annars vegar á sveitabýli þar sem verið er að rækta sveppi og hins vegar á lóð vöruflutningafyrirtækis. Meintur árásarmaður að hafa starfað á öðrum staðnum og voru hin látnu samstarfsmenn hans. Í Twitter-færslu lögreglunnar í San Mateo kemur fram að almenningi stafi engin ógn af árásarmanninum lengur enda hafi hann verið handtekinn. Bandarískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn, hinn 67 ára Zhao Chunli, hafi sjálfur mætt á lögreglustöð og gefið sig fram, um tveimur tímum eftir árásina. Þetta er annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum en á laugardagskvöld banaði eldri karlmaður ellefu manns og særði á annan tug fólks í dansstúdíói í Monterey Park þar sem verið var að fagna áramótum samkvæmt kínverska dagatalinu. Árásarmaðurinn þar svipti sig lífi nokkru eftir árásina. Lögregla greindi frá því á blaðamannafundi í gærkvöldi að meintur árásarmaður á að hafa verið einn að verki og að skotvopn hafi fundist í bíl hans. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist hafa verið á sjúkrahúsi til að ræða við fólk sem særðist í árásinni í Monterey Park þegar hann hafi fengið upplýsingar um árásina í Half Moon Bay. „Harmleikur á harmleik ofan,“ segir Newsom. At the hospital meeting with victims of a mass shooting when I get pulled away to be briefed about another shooting. This time in Half Moon Bay.Tragedy upon tragedy.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 24, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34