Hverjir „trakka“ okkur og börnin okkar – og hvað svo? Helga Þórisdóttir skrifar 27. janúar 2023 17:00 Við höfum flest gert okkur grein fyrir því að við lifum á tækniöld. Hvað í því felst er svo annað mál. Áður fyrr var eftirlitið með okkur aðallega fólgið í því að til voru stöku myndavélar sem náðu okkur á mynd og eitthvað var skráð í bækur og skjöl. Nú er staðan hins vegar sú að eftirlitsmyndavélar eru á næstum hverju horni. Sumar þeirra eru reknar af lögreglu í löggæslutilgangi. Aðrar eru hins vegar á vegum fyrirtækja eða einstaklinga og þær vakta margar hverjar götur og gangstíga, eða beinast jafnvel að öðrum húsum og einkagörðum. Við þetta bætist að velflest samskipti okkar við fyrirtæki og hið opinbera eru orðin rafræn og til eru að verða stórir gagnagrunnar um okkur sem mikil ásókn er í. Mikilvægt er að hugað sé að öryggi þeirra. Framþróun tækninnar hefur leitt til þess að til hefur orðið ný atvinnugrein sem snýst um að fylgjast með okkur og spá fyrir um framtíðarhegðun okkar og selja okkur t.d. vörur á grundvelli þeirrar greiningar. Þessi rýni er orðin of mikil, og það án þess að við vitum af henni. Við því hefur þurft að bregðast, t.d. með 65 milljarða kr. sekt á Meta nýlega fyrir brot gegn persónuverndarlögum. Það er ekki sjálfgefið að neita megi okkur um vátryggingu vegna þess hvernig lífstíllinn er birtur á samfélagsmiðlum. Að sama skapi eigum við rétt á að ákvörðun um hvort við eigum rétt á bankaláni sé ekki tekin sjálfvirkt, án mannlegrar þátttöku. Þá getur andlitsgreiningartækni ekki talist réttmæt aðferð til að meta hvort barni líður illa í kennslustund. Það eru ákvæði persónuverndarlaga sem tryggja okkur rétt hér. Þau tryggja einnig þann útgangspunkt að tæknin þarf að vinna með okkur, ekki gegn okkur. Það sem tæknin hefur einnig haft í för með sér er að við höfum í sumum tilvikum óvart opnað aðgang óviðkomandi að heimilum okkar. Hérlent netöryggisfyrirtæki hefur bent á að alltof mörg íslensk heimili hafi tekið í notkun öryggismyndavélar eða tengt snjalltæki við Netið án þess að breyta lykilorðum frá framleiðendum. Þetta getur leitt til þess að okkar friðheilaga athvarf er aðgengilegt hverjum sem næga þekkingu hefur. Notkun barna á þessu nýja snjalla umhverfi er síðan kapítuli út af fyrir sig. Flest þekkjum við væntanlega það að hægt er að kaupa sér ákveðinn frið með því að leyfa barninu að horfa á mynd á Netinu eða hlusta á tónlist hjá streymisveitum. Ákveðinn hópur þekkir síðan einnig tölvuleikjaumhverfið og það byrja sum börn að nota ansi ung. Það sem fólk hefur mögulega ekki gert sér nægilega grein fyrir er að þessi notkun barna á tækninni er einnig rýnd, stundum á mjög nærgöngulan hátt. Þessi leikjafyrirtæki og framleiðendur hafa þannig verið staðin að því að fylgjast með öllu því sem börn gera á Netinu og greina þau síðan í hópa eftir því hvort þau eru talin áhættusækin, rög, umburðarlynd eða annað þvíumlíkt. Sem dæmi um þetta má nefna að tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, hefur nýlega samþykkt að greiða rúmlega 74 milljarða kr. til bandaríska viðskiptaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið blekkti notendur og braut gegn réttindum barna til persónuverndar á Netinu, m.a. með því að safna persónuupplýsingum frá Fortnite-leikmönnum undir 13 ára aldri, án þess að fá samþykki foreldra. Þá hefur ítalska persónuverndarstofnunin gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig TikTok vinnur með persónuupplýsingar barna. Hönnun þessara forrita er auk þess miðuð við að þau haldi sem mestri athygli barnanna. Þá er hægt að nota sum þeirra til þess að senda og taka við skilaboðum og geta slík skilaboð komið jafnt að nóttu sem degi hvaðanæva úr heiminum og oft frá ókunnugum, ef ekki er hugað að þessu í stillingum. Stærstu samfélagsmiðlafyrirtækin eru sögð nota tugi þúsunda hegðunareinkenna til að greina okkur, í hagnaðarskyni. Börn eru þar ekki undanskilin. Kannanir sýna að alltof stór hópur foreldra og forráðamanna barna hérlendis leyfir athugasemdalaust not þeirra á þessum miðlum og leikjum, jafnvel frá 8 ára aldri, þegar aldurstakmarkið er 13 ár. Ætlum við virkilega að leyfa stórfyrirtækjum að fylgjast með öllu því sem börnin okkar gera á Netinu? Ætlum við að leyfa þessum fyrirtækjum að setja börn í hópa út frá hegðun þeirra á Netinu og selja slíkar upplýsingar um þau til aðila um allan heim? Það er það sem hefur gerst þegar börn nota þessa miðla og ekki síst þegar ekki er hugað að stillingum. Það er ástæða fyrir 13 ára aldurstakmörkunum á þessu sviði. Stafræn fótspor barna geta haft áhrif á framtíð þeirra. Hugum betur að ungviðinu okkar og leyfum ekki athugasemdalaus not barna á samfélagsmiðlum og netleikjum! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Greinin er rituð í tilefni alþjóðlegs dags persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Helga Þórisdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við höfum flest gert okkur grein fyrir því að við lifum á tækniöld. Hvað í því felst er svo annað mál. Áður fyrr var eftirlitið með okkur aðallega fólgið í því að til voru stöku myndavélar sem náðu okkur á mynd og eitthvað var skráð í bækur og skjöl. Nú er staðan hins vegar sú að eftirlitsmyndavélar eru á næstum hverju horni. Sumar þeirra eru reknar af lögreglu í löggæslutilgangi. Aðrar eru hins vegar á vegum fyrirtækja eða einstaklinga og þær vakta margar hverjar götur og gangstíga, eða beinast jafnvel að öðrum húsum og einkagörðum. Við þetta bætist að velflest samskipti okkar við fyrirtæki og hið opinbera eru orðin rafræn og til eru að verða stórir gagnagrunnar um okkur sem mikil ásókn er í. Mikilvægt er að hugað sé að öryggi þeirra. Framþróun tækninnar hefur leitt til þess að til hefur orðið ný atvinnugrein sem snýst um að fylgjast með okkur og spá fyrir um framtíðarhegðun okkar og selja okkur t.d. vörur á grundvelli þeirrar greiningar. Þessi rýni er orðin of mikil, og það án þess að við vitum af henni. Við því hefur þurft að bregðast, t.d. með 65 milljarða kr. sekt á Meta nýlega fyrir brot gegn persónuverndarlögum. Það er ekki sjálfgefið að neita megi okkur um vátryggingu vegna þess hvernig lífstíllinn er birtur á samfélagsmiðlum. Að sama skapi eigum við rétt á að ákvörðun um hvort við eigum rétt á bankaláni sé ekki tekin sjálfvirkt, án mannlegrar þátttöku. Þá getur andlitsgreiningartækni ekki talist réttmæt aðferð til að meta hvort barni líður illa í kennslustund. Það eru ákvæði persónuverndarlaga sem tryggja okkur rétt hér. Þau tryggja einnig þann útgangspunkt að tæknin þarf að vinna með okkur, ekki gegn okkur. Það sem tæknin hefur einnig haft í för með sér er að við höfum í sumum tilvikum óvart opnað aðgang óviðkomandi að heimilum okkar. Hérlent netöryggisfyrirtæki hefur bent á að alltof mörg íslensk heimili hafi tekið í notkun öryggismyndavélar eða tengt snjalltæki við Netið án þess að breyta lykilorðum frá framleiðendum. Þetta getur leitt til þess að okkar friðheilaga athvarf er aðgengilegt hverjum sem næga þekkingu hefur. Notkun barna á þessu nýja snjalla umhverfi er síðan kapítuli út af fyrir sig. Flest þekkjum við væntanlega það að hægt er að kaupa sér ákveðinn frið með því að leyfa barninu að horfa á mynd á Netinu eða hlusta á tónlist hjá streymisveitum. Ákveðinn hópur þekkir síðan einnig tölvuleikjaumhverfið og það byrja sum börn að nota ansi ung. Það sem fólk hefur mögulega ekki gert sér nægilega grein fyrir er að þessi notkun barna á tækninni er einnig rýnd, stundum á mjög nærgöngulan hátt. Þessi leikjafyrirtæki og framleiðendur hafa þannig verið staðin að því að fylgjast með öllu því sem börn gera á Netinu og greina þau síðan í hópa eftir því hvort þau eru talin áhættusækin, rög, umburðarlynd eða annað þvíumlíkt. Sem dæmi um þetta má nefna að tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, hefur nýlega samþykkt að greiða rúmlega 74 milljarða kr. til bandaríska viðskiptaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið blekkti notendur og braut gegn réttindum barna til persónuverndar á Netinu, m.a. með því að safna persónuupplýsingum frá Fortnite-leikmönnum undir 13 ára aldri, án þess að fá samþykki foreldra. Þá hefur ítalska persónuverndarstofnunin gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig TikTok vinnur með persónuupplýsingar barna. Hönnun þessara forrita er auk þess miðuð við að þau haldi sem mestri athygli barnanna. Þá er hægt að nota sum þeirra til þess að senda og taka við skilaboðum og geta slík skilaboð komið jafnt að nóttu sem degi hvaðanæva úr heiminum og oft frá ókunnugum, ef ekki er hugað að þessu í stillingum. Stærstu samfélagsmiðlafyrirtækin eru sögð nota tugi þúsunda hegðunareinkenna til að greina okkur, í hagnaðarskyni. Börn eru þar ekki undanskilin. Kannanir sýna að alltof stór hópur foreldra og forráðamanna barna hérlendis leyfir athugasemdalaust not þeirra á þessum miðlum og leikjum, jafnvel frá 8 ára aldri, þegar aldurstakmarkið er 13 ár. Ætlum við virkilega að leyfa stórfyrirtækjum að fylgjast með öllu því sem börnin okkar gera á Netinu? Ætlum við að leyfa þessum fyrirtækjum að setja börn í hópa út frá hegðun þeirra á Netinu og selja slíkar upplýsingar um þau til aðila um allan heim? Það er það sem hefur gerst þegar börn nota þessa miðla og ekki síst þegar ekki er hugað að stillingum. Það er ástæða fyrir 13 ára aldurstakmörkunum á þessu sviði. Stafræn fótspor barna geta haft áhrif á framtíð þeirra. Hugum betur að ungviðinu okkar og leyfum ekki athugasemdalaus not barna á samfélagsmiðlum og netleikjum! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Greinin er rituð í tilefni alþjóðlegs dags persónuverndar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun