Hafa skilað inn stjórnsýslukæru vegna ríkissáttasemjara Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 14:03 Efling hefur skilað inn stjórnsýslukæru til ráðuneytis vinnumarkaðsmála vegna framferðis ríkissáttasemjara í kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins. Vísir/Egill Stéttarfélagið Efling hefur skilað stjórnsýslukæru til ráðuneytis vinnumarkaðsmála vegna framferðis ríkissáttasemjara í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir það ekki koma á óvart að hafa ekki fengið fund með ráðherra í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist vera ótrúlega „sjokkeruð“ yfir þeirri stöðu sem komin er upp í kjaradeilu stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins (SA). Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í dag að Efling fengi til föstudags að skila inn greinargerð í deilu félagsins um hvort þeim sé skylt að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt vegna miðlunartillögu. „Ég er ótrúlega sjokkeruð yfir þessari stöðu sem upp er komin. Ég er svo sjokkeruð yfir framferði ríkissáttasemjara. Ég er svo sjokkeruð yfir þessari einbeittu tilraun til þess að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti vegna þess að forysta Eflingar fellur ekki að hugmyndum ríkissáttasemjara og annarra sem eru með völd í þessu samfélagi um hvernig heyja eigi baráttu verkafólks. atburðarás síðustu daga hefur verið mjög lærdómsrík fyrir mig og mína félaga í samninganefnd,“ sagði Sólveig í samtali við fréttastofu eftir að fyrirtaka málsins fór fram í dag. Klippa: Sólveig Anna í héraðsdómi Hún segir að nú fari lögmaður Eflingar í það að undirbúa málsgögn stéttarfélagsins en í dag klárast einnig atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna Íslandshótela um hvort félagsmenn þar í Eflingu eigi að fara í verkfallsaðgerðir eða ekki. Sólveig segir kjörsókn vera í kringum sjötíu prósent sem stendur. „Mín tilfinning er sú að fólk muni samþykkja þessa verkfallsboðun. Þessar aðstæður sem þau og við höfum verið sett í er með algjörum ólíkindum og auðvitað getur það haft áhrif,“ segir Sólveig. Efling hefur skilað inn stjórnsýslukæru vegna ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögunnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra, er sem stendur staddur í Kaupmannahöfn en Sólveig hafði óskað eftir því að funda með honum í dag. Það tókst ekki þar sem flugi hans út var flýtt vegna veðurs. „Ég bjóst ekki við því að hann myndi hitta okkur en svo var ég ánægð þegar svarið barst um að hann ætlaði að gera það. En þegar hann ákvað svo að bregða sér af bæ í flýti varð ég auðvitað fyrir vonbrigðum að sama skapi kom það ekki á óvart,“ segir Sólveig. Sólveig skýrði frá samskiptum sínum við ríkissáttasemjara í aðdraganda miðlunartillögunnar á Facebook í dag. Frásögnina má sjá að neðan. Neðst í fréttinni í tengdum skjölum má svo finna stjórnsýslukæruna. Sólveig rekur samskipti sín við ríkissáttasemjara Rétt upp úr kl. 15 þann 25. janúar fékk ég af því fregnir frá manni ótengdum Eflingu sem starfar í verkalýðshreyfingunni að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari væri í húsakynnum embættisins að ræða við aðila óviðkomandi Eflingu um að hann ætlaði sér að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Klukkan 15.17 sama dag sendi ég ríkisáttasemjara svohljóðandi póst: „Sæll, mér hefur borist til eyrna að þú ræðir um það á fundum í húsnæði ríkissáttasemjara við fulltrúa annara stéttarfélaga að þú sért í samráði við SA að undibúa miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Er þetta rétt?” Klukkan 16.28 fékk ég svar frá ríkissáttasemjara þar sem hann sagði m.a.: „Ég hef, hins vegar, ítrekað verðið spurður af því – m.a. af fólki í öðrum stéttarfélögum sem eru hér á fundum í ýmsum öðrum málum - hvort miðlunartillaga kynni að vera til lausnar deilunnar.“ Í símtali stuttu seinna endurtók ríkissáttasemjari að fjöldi fulltrúa annara stéttarfélaga hefðu rætt við hann möguleikann á miðlunartillögu, einnig blaðamenn og hann hefði meira að segja fengið skilaboð um það á Facebook. Hann fyrirskipaði mér svo að koma á fund með mjög stuttum fyrirvara. Ég sagðist ekki geta boðað samninganefnd félagsins á fund með svo stuttum fyrirvara, sökum þess að hún væri mönnuð fólki sem væri í vinnu og þyrfti í það minnsta smá fyrirvara til að fá leyfi frá vinnu. Aðalsteinn sinnti þessu engu og hótaði að grípa til ótilgreindra “aðgerða” gegn mér ef að ég kæmi ekki á fund. Á fundinum sem haldinn var morguninn eftir, 26. janúar kl. 9.30., afhenti ríkissáttasemjari mér fullbúna miðlunartillögu ásamt skjali um “Framkvæmd og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara”. Á fundinum reyndi ég aftur og aftur að segja við ríkisáttasemjara að sú miðlunartillaga sem hann ætlaði sér að þröngva upp á Eflingu fæli í sér að Eflingar-fólk fengi allt að 20.000 krónum lægri hækkanir en meðlimir í öðrum SGS félögum, vegna mjög ólíkrar samsetningar félagahópsins. Ríkissáttasemjari brást ekki við neinum athugasemdum frá mér og sýndi engan vilja til að meðtaka þær, þrátt fyrir að í klukkutíma reyndi ég af mikilli alvöru að koma honum í skilning um hversu hræðileg og röng ákvörðun hans væri. Í lok fundarins spurði ég hvenær hann ætlaði sér að birta tillöguna opinberlega. Hann svaraði að það yrði seinna um daginn. Þegar ég gekk út af fundinum varð mér ljóst að ríkissáttasemjara lá á að losna við mig úr húsi vegna þess að hann var að hefja blaðamannafund kl. 11 til að segja þar öllum frá miðlunartillögu sinni. Tengd skjöl Stjórnsýslukæra_30PDF625KBSækja skjal Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið. 30. janúar 2023 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist vera ótrúlega „sjokkeruð“ yfir þeirri stöðu sem komin er upp í kjaradeilu stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins (SA). Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í dag að Efling fengi til föstudags að skila inn greinargerð í deilu félagsins um hvort þeim sé skylt að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt vegna miðlunartillögu. „Ég er ótrúlega sjokkeruð yfir þessari stöðu sem upp er komin. Ég er svo sjokkeruð yfir framferði ríkissáttasemjara. Ég er svo sjokkeruð yfir þessari einbeittu tilraun til þess að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti vegna þess að forysta Eflingar fellur ekki að hugmyndum ríkissáttasemjara og annarra sem eru með völd í þessu samfélagi um hvernig heyja eigi baráttu verkafólks. atburðarás síðustu daga hefur verið mjög lærdómsrík fyrir mig og mína félaga í samninganefnd,“ sagði Sólveig í samtali við fréttastofu eftir að fyrirtaka málsins fór fram í dag. Klippa: Sólveig Anna í héraðsdómi Hún segir að nú fari lögmaður Eflingar í það að undirbúa málsgögn stéttarfélagsins en í dag klárast einnig atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna Íslandshótela um hvort félagsmenn þar í Eflingu eigi að fara í verkfallsaðgerðir eða ekki. Sólveig segir kjörsókn vera í kringum sjötíu prósent sem stendur. „Mín tilfinning er sú að fólk muni samþykkja þessa verkfallsboðun. Þessar aðstæður sem þau og við höfum verið sett í er með algjörum ólíkindum og auðvitað getur það haft áhrif,“ segir Sólveig. Efling hefur skilað inn stjórnsýslukæru vegna ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögunnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vinnumarkaðsráðherra, er sem stendur staddur í Kaupmannahöfn en Sólveig hafði óskað eftir því að funda með honum í dag. Það tókst ekki þar sem flugi hans út var flýtt vegna veðurs. „Ég bjóst ekki við því að hann myndi hitta okkur en svo var ég ánægð þegar svarið barst um að hann ætlaði að gera það. En þegar hann ákvað svo að bregða sér af bæ í flýti varð ég auðvitað fyrir vonbrigðum að sama skapi kom það ekki á óvart,“ segir Sólveig. Sólveig skýrði frá samskiptum sínum við ríkissáttasemjara í aðdraganda miðlunartillögunnar á Facebook í dag. Frásögnina má sjá að neðan. Neðst í fréttinni í tengdum skjölum má svo finna stjórnsýslukæruna. Sólveig rekur samskipti sín við ríkissáttasemjara Rétt upp úr kl. 15 þann 25. janúar fékk ég af því fregnir frá manni ótengdum Eflingu sem starfar í verkalýðshreyfingunni að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari væri í húsakynnum embættisins að ræða við aðila óviðkomandi Eflingu um að hann ætlaði sér að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Klukkan 15.17 sama dag sendi ég ríkisáttasemjara svohljóðandi póst: „Sæll, mér hefur borist til eyrna að þú ræðir um það á fundum í húsnæði ríkissáttasemjara við fulltrúa annara stéttarfélaga að þú sért í samráði við SA að undibúa miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Er þetta rétt?” Klukkan 16.28 fékk ég svar frá ríkissáttasemjara þar sem hann sagði m.a.: „Ég hef, hins vegar, ítrekað verðið spurður af því – m.a. af fólki í öðrum stéttarfélögum sem eru hér á fundum í ýmsum öðrum málum - hvort miðlunartillaga kynni að vera til lausnar deilunnar.“ Í símtali stuttu seinna endurtók ríkissáttasemjari að fjöldi fulltrúa annara stéttarfélaga hefðu rætt við hann möguleikann á miðlunartillögu, einnig blaðamenn og hann hefði meira að segja fengið skilaboð um það á Facebook. Hann fyrirskipaði mér svo að koma á fund með mjög stuttum fyrirvara. Ég sagðist ekki geta boðað samninganefnd félagsins á fund með svo stuttum fyrirvara, sökum þess að hún væri mönnuð fólki sem væri í vinnu og þyrfti í það minnsta smá fyrirvara til að fá leyfi frá vinnu. Aðalsteinn sinnti þessu engu og hótaði að grípa til ótilgreindra “aðgerða” gegn mér ef að ég kæmi ekki á fund. Á fundinum sem haldinn var morguninn eftir, 26. janúar kl. 9.30., afhenti ríkissáttasemjari mér fullbúna miðlunartillögu ásamt skjali um “Framkvæmd og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara”. Á fundinum reyndi ég aftur og aftur að segja við ríkisáttasemjara að sú miðlunartillaga sem hann ætlaði sér að þröngva upp á Eflingu fæli í sér að Eflingar-fólk fengi allt að 20.000 krónum lægri hækkanir en meðlimir í öðrum SGS félögum, vegna mjög ólíkrar samsetningar félagahópsins. Ríkissáttasemjari brást ekki við neinum athugasemdum frá mér og sýndi engan vilja til að meðtaka þær, þrátt fyrir að í klukkutíma reyndi ég af mikilli alvöru að koma honum í skilning um hversu hræðileg og röng ákvörðun hans væri. Í lok fundarins spurði ég hvenær hann ætlaði sér að birta tillöguna opinberlega. Hann svaraði að það yrði seinna um daginn. Þegar ég gekk út af fundinum varð mér ljóst að ríkissáttasemjara lá á að losna við mig úr húsi vegna þess að hann var að hefja blaðamannafund kl. 11 til að segja þar öllum frá miðlunartillögu sinni. Tengd skjöl Stjórnsýslukæra_30PDF625KBSækja skjal
Sólveig rekur samskipti sín við ríkissáttasemjara Rétt upp úr kl. 15 þann 25. janúar fékk ég af því fregnir frá manni ótengdum Eflingu sem starfar í verkalýðshreyfingunni að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari væri í húsakynnum embættisins að ræða við aðila óviðkomandi Eflingu um að hann ætlaði sér að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Klukkan 15.17 sama dag sendi ég ríkisáttasemjara svohljóðandi póst: „Sæll, mér hefur borist til eyrna að þú ræðir um það á fundum í húsnæði ríkissáttasemjara við fulltrúa annara stéttarfélaga að þú sért í samráði við SA að undibúa miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Er þetta rétt?” Klukkan 16.28 fékk ég svar frá ríkissáttasemjara þar sem hann sagði m.a.: „Ég hef, hins vegar, ítrekað verðið spurður af því – m.a. af fólki í öðrum stéttarfélögum sem eru hér á fundum í ýmsum öðrum málum - hvort miðlunartillaga kynni að vera til lausnar deilunnar.“ Í símtali stuttu seinna endurtók ríkissáttasemjari að fjöldi fulltrúa annara stéttarfélaga hefðu rætt við hann möguleikann á miðlunartillögu, einnig blaðamenn og hann hefði meira að segja fengið skilaboð um það á Facebook. Hann fyrirskipaði mér svo að koma á fund með mjög stuttum fyrirvara. Ég sagðist ekki geta boðað samninganefnd félagsins á fund með svo stuttum fyrirvara, sökum þess að hún væri mönnuð fólki sem væri í vinnu og þyrfti í það minnsta smá fyrirvara til að fá leyfi frá vinnu. Aðalsteinn sinnti þessu engu og hótaði að grípa til ótilgreindra “aðgerða” gegn mér ef að ég kæmi ekki á fund. Á fundinum sem haldinn var morguninn eftir, 26. janúar kl. 9.30., afhenti ríkissáttasemjari mér fullbúna miðlunartillögu ásamt skjali um “Framkvæmd og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara”. Á fundinum reyndi ég aftur og aftur að segja við ríkisáttasemjara að sú miðlunartillaga sem hann ætlaði sér að þröngva upp á Eflingu fæli í sér að Eflingar-fólk fengi allt að 20.000 krónum lægri hækkanir en meðlimir í öðrum SGS félögum, vegna mjög ólíkrar samsetningar félagahópsins. Ríkissáttasemjari brást ekki við neinum athugasemdum frá mér og sýndi engan vilja til að meðtaka þær, þrátt fyrir að í klukkutíma reyndi ég af mikilli alvöru að koma honum í skilning um hversu hræðileg og röng ákvörðun hans væri. Í lok fundarins spurði ég hvenær hann ætlaði sér að birta tillöguna opinberlega. Hann svaraði að það yrði seinna um daginn. Þegar ég gekk út af fundinum varð mér ljóst að ríkissáttasemjara lá á að losna við mig úr húsi vegna þess að hann var að hefja blaðamannafund kl. 11 til að segja þar öllum frá miðlunartillögu sinni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið. 30. janúar 2023 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira
Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið. 30. janúar 2023 13:39