Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 09:17 Santos mun ekki taka sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. EPA/Michael Reynolds Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. Santos var kosinn inn á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki. Skömmu eftir kjör hans fóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum að fjalla um lygar hans. Hann sagðist meðal annars hafa útskrifast úr öðrum skóla en hann gerði, hélt því fram að hann hafði rekið dýraskýli, sagði móður sína hafa látist í árásunum á Tvíburaturnana og margt fleira sem reyndist síðan vera uppspuni. Hann viðurkenndi að hafa logið um einhverja hluti á ferilskránni en tók samt sæti á þingi. Alríkis- og sýslusaksóknara í Bandaríkjunum hafa verið að rannsaka meinta glæpi hans, saksóknarar í Brasilíu rannsaka hann vegna fjársvikamáls en ekkert er enn komið úr þeim rannsóknum. Greint var frá því í janúar að Santos hafi fengið sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í vísinda-, geim-, og tækninefnd og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Hann hafði sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en hafði ekki erindi sem erfiði. Í gær tilkynnti Santos síðan flokkssystkinum sínum að hann ætlaði ekki að taka sæti í nefndunum fyrr en búið væri að hreinsa hann af ásökununum. Þá baðst hann afsökunar á því að vera truflun fyrir aðra repúblikana og kenndi fjölmiðlafári um það. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa sagst styðja ákvörðun Santos og vilja að mál hans verði rannsakað áður en hann tekur sæti í nefndum. Leiðtogar innan flokksins höfðu áður kallað eftir því að hann segði af sér en líklegt þykir að ekkert verði af því. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Santos var kosinn inn á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki. Skömmu eftir kjör hans fóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum að fjalla um lygar hans. Hann sagðist meðal annars hafa útskrifast úr öðrum skóla en hann gerði, hélt því fram að hann hafði rekið dýraskýli, sagði móður sína hafa látist í árásunum á Tvíburaturnana og margt fleira sem reyndist síðan vera uppspuni. Hann viðurkenndi að hafa logið um einhverja hluti á ferilskránni en tók samt sæti á þingi. Alríkis- og sýslusaksóknara í Bandaríkjunum hafa verið að rannsaka meinta glæpi hans, saksóknarar í Brasilíu rannsaka hann vegna fjársvikamáls en ekkert er enn komið úr þeim rannsóknum. Greint var frá því í janúar að Santos hafi fengið sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í vísinda-, geim-, og tækninefnd og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Hann hafði sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en hafði ekki erindi sem erfiði. Í gær tilkynnti Santos síðan flokkssystkinum sínum að hann ætlaði ekki að taka sæti í nefndunum fyrr en búið væri að hreinsa hann af ásökununum. Þá baðst hann afsökunar á því að vera truflun fyrir aðra repúblikana og kenndi fjölmiðlafári um það. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa sagst styðja ákvörðun Santos og vilja að mál hans verði rannsakað áður en hann tekur sæti í nefndum. Leiðtogar innan flokksins höfðu áður kallað eftir því að hann segði af sér en líklegt þykir að ekkert verði af því.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51