Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland með öflugustu orrustuflugvélum heims Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 10:00 Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins Vísir/ Egill Áttatíu manna norskt herlið auk fjögurra orustuþota af gerðinni F-35 sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi á vegum Atlandshafsbandalagsins. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn sinna loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir NATO, en í þriðja sinn sem þeir eru hér á landi með F-35 orustuvélarnar. Fjórar vélar eru með í för og þar af eru tvær ávallt viðbúnar undir svokallað hnökralaust viðbragð ef til þess kæmi. Almenningur haldi í sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð Strangar öryggiskröfur gilda í kringum vélarnar. Til að mynda var fréttamanni og ljósmyndara gert að halda sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð og ekki var leyfilegt að taka myndir af vélunum á farsíma. Þungvopnaðir hermenn gæta vélanna allan sólarhringinn. Það er einnig hluti af þjálfun hermannanna. „Við erum með okkar eigin verði sem vernda tæknibúnað og starfsmenn, en þetta er líka æfingaferð fyrir þá,“ segir Trond Haugen, undirofursti. „Ísand er auðvitað vinaland svo við þurfum ekki svo marga verði en þjálfun þeirra er líka hluti af verkefninu." Nútímalegasta orrustuflugvél heims Vélarnar búa yfir gríðarlegum hátæknibúnaði og uppfylla þarf margra ára stranga þjálfun til að geta flogið þeim. „Þetta er nútímalegasta orrustuflugvélin í heiminum núna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Hann segir vélina hafa mikla getu hvað varðar skynjara og við samhæfingu með öðrum aðilum, bæði landher, sjóher, sérsveitum og öðrum flugherjum. „Svo þetta er mjög öflugur vettvangur hvað varðar skynjara og vopn", segir Rolf. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Vísir/Egill Aðspurðir um hvort stríðið í Úkraínu hafi áhrif á gæsluna eða verkefni flughersins hér á landi segja yfirmenn svo ekki vera en það hafi áhrif á samheldni NATO.„Ég held að við séum jafnvel enn sterkari saman nú um stundir. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að koma hingað til Íslands og hafa eftirlit með öllu langflugi í kringum eyjuna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Áætlað er að norski herinn verði á landinu fram í miðjan febrúar og sinni loftrýmisgæslu. Hernaður NATO Utanríkismál Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn sinna loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir NATO, en í þriðja sinn sem þeir eru hér á landi með F-35 orustuvélarnar. Fjórar vélar eru með í för og þar af eru tvær ávallt viðbúnar undir svokallað hnökralaust viðbragð ef til þess kæmi. Almenningur haldi í sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð Strangar öryggiskröfur gilda í kringum vélarnar. Til að mynda var fréttamanni og ljósmyndara gert að halda sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð og ekki var leyfilegt að taka myndir af vélunum á farsíma. Þungvopnaðir hermenn gæta vélanna allan sólarhringinn. Það er einnig hluti af þjálfun hermannanna. „Við erum með okkar eigin verði sem vernda tæknibúnað og starfsmenn, en þetta er líka æfingaferð fyrir þá,“ segir Trond Haugen, undirofursti. „Ísand er auðvitað vinaland svo við þurfum ekki svo marga verði en þjálfun þeirra er líka hluti af verkefninu." Nútímalegasta orrustuflugvél heims Vélarnar búa yfir gríðarlegum hátæknibúnaði og uppfylla þarf margra ára stranga þjálfun til að geta flogið þeim. „Þetta er nútímalegasta orrustuflugvélin í heiminum núna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Hann segir vélina hafa mikla getu hvað varðar skynjara og við samhæfingu með öðrum aðilum, bæði landher, sjóher, sérsveitum og öðrum flugherjum. „Svo þetta er mjög öflugur vettvangur hvað varðar skynjara og vopn", segir Rolf. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Vísir/Egill Aðspurðir um hvort stríðið í Úkraínu hafi áhrif á gæsluna eða verkefni flughersins hér á landi segja yfirmenn svo ekki vera en það hafi áhrif á samheldni NATO.„Ég held að við séum jafnvel enn sterkari saman nú um stundir. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að koma hingað til Íslands og hafa eftirlit með öllu langflugi í kringum eyjuna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Áætlað er að norski herinn verði á landinu fram í miðjan febrúar og sinni loftrýmisgæslu.
Hernaður NATO Utanríkismál Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04
130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30
Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15