Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 4. febrúar 2023 09:01 Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun