Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 4. febrúar 2023 09:01 Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar