Verðbólguhvetjandi vaxtahækkanir Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 14:30 Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Fyrirtækin í landinu skulda 5.500 milljarða. Hver einasta prósentuhækkun stýrivaxta kostar 55 milljarða og Seðlabankinn hefur sexfaldað vexti á rúmu ári. Aukin vaxtakostnaður fyrirtækja er því um 275 milljarðar. Fyrirtæki sækja þennan aukna kostnað að sjálfsögðu til neytenda með því að hækka verð, sem aftur veldur meiri verðbólgu. Þetta er ekki flókið. Það eru bara þau sem eru yfir hagstjórninni á landinu sem sjá ekki þennan einfalda sannleika, og það er skelfileg tilhugsun. Hinn möguleikinn er að þau viti þetta vel. En markmið þeirra sé ekki í raun að ná niður verðbólgu heldur hlaða undir fjármálafyrirtækin og gera eins mörg heimili og hægt er, að þrælum þeirra. Nú hefur Seðlabankinn hækkað vexti enn meira VEGNA hækkana sem ríkisstjórnin sjálf hefur valdið. Að ríkisstjórnin skuli valda þjóðinni slíkum skaða á tímum sem þessum er umfjöllunarefni út af fyrir sig, en burtséð frá því gengur slík röksemdafærsla ekki upp. Aukin verðbólga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er „einskiptishækkun“. Sú hækkun er þegar orðin og mun ekki valda frekari hækkun á verðbólgu héðan af. Vaxtahækkun VEGNA þessara hækkana, mun því ekki slá á þær á nokkurn hátt. Það eina sem myndi slá á þessar hækkanir væri ef ríkisstjórnin myndi draga þær til baka, en það mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur seint gera, enda hefur hún sýnt hagsmunum fólksins í landinu algjört skeytingarleysi með aðgerðaleysi sínu . Þetta er ríkisstjórn sem hefur sett öll völd yfir heimilum landsins í hendur embættismanna sem nú kasta úr hverri eldvörpunni af annarri yfir varnarlaust fólk. Ríkisstjórnin stendur til hliðar og leyfir þessu að gerast án þess svo mikið að spyrna við fótum því henni er nákvæmlega sama um heimili landsins. Hugur hennar er hjá fjármálafyrirtækjunum og þangað beinist öll hennar umhyggja. Þar ganga hún og Seðlabankinn algjörlega í takt og enginn skal efast um að allar vaxtahækkanir Seðlabankans eru gerðar með fullri vitund, vitneskju og blessun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ríkisstjórnin ber fulla pólitíska ábyrgð á því sem nú er að gerast ásamt þeim afleiðingum sem fylgja munu í kjölfarið á næstu árum. Ég hef algjöra skömm á þessu. Ekkert þeirra mun taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar skaðinn sem þau hafa valdið verður öllum ljós munu þau fara með möntruna um að það sé „ekki hægt að bjarga öllum“. Það er kannski ekki hægt að bjarga öllum, en það er óþarfi að hrinda þeim fyrir björgin sem annars hefðu ekki dottið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Seðlabankinn Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Fyrirtækin í landinu skulda 5.500 milljarða. Hver einasta prósentuhækkun stýrivaxta kostar 55 milljarða og Seðlabankinn hefur sexfaldað vexti á rúmu ári. Aukin vaxtakostnaður fyrirtækja er því um 275 milljarðar. Fyrirtæki sækja þennan aukna kostnað að sjálfsögðu til neytenda með því að hækka verð, sem aftur veldur meiri verðbólgu. Þetta er ekki flókið. Það eru bara þau sem eru yfir hagstjórninni á landinu sem sjá ekki þennan einfalda sannleika, og það er skelfileg tilhugsun. Hinn möguleikinn er að þau viti þetta vel. En markmið þeirra sé ekki í raun að ná niður verðbólgu heldur hlaða undir fjármálafyrirtækin og gera eins mörg heimili og hægt er, að þrælum þeirra. Nú hefur Seðlabankinn hækkað vexti enn meira VEGNA hækkana sem ríkisstjórnin sjálf hefur valdið. Að ríkisstjórnin skuli valda þjóðinni slíkum skaða á tímum sem þessum er umfjöllunarefni út af fyrir sig, en burtséð frá því gengur slík röksemdafærsla ekki upp. Aukin verðbólga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er „einskiptishækkun“. Sú hækkun er þegar orðin og mun ekki valda frekari hækkun á verðbólgu héðan af. Vaxtahækkun VEGNA þessara hækkana, mun því ekki slá á þær á nokkurn hátt. Það eina sem myndi slá á þessar hækkanir væri ef ríkisstjórnin myndi draga þær til baka, en það mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur seint gera, enda hefur hún sýnt hagsmunum fólksins í landinu algjört skeytingarleysi með aðgerðaleysi sínu . Þetta er ríkisstjórn sem hefur sett öll völd yfir heimilum landsins í hendur embættismanna sem nú kasta úr hverri eldvörpunni af annarri yfir varnarlaust fólk. Ríkisstjórnin stendur til hliðar og leyfir þessu að gerast án þess svo mikið að spyrna við fótum því henni er nákvæmlega sama um heimili landsins. Hugur hennar er hjá fjármálafyrirtækjunum og þangað beinist öll hennar umhyggja. Þar ganga hún og Seðlabankinn algjörlega í takt og enginn skal efast um að allar vaxtahækkanir Seðlabankans eru gerðar með fullri vitund, vitneskju og blessun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ríkisstjórnin ber fulla pólitíska ábyrgð á því sem nú er að gerast ásamt þeim afleiðingum sem fylgja munu í kjölfarið á næstu árum. Ég hef algjöra skömm á þessu. Ekkert þeirra mun taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar skaðinn sem þau hafa valdið verður öllum ljós munu þau fara með möntruna um að það sé „ekki hægt að bjarga öllum“. Það er kannski ekki hægt að bjarga öllum, en það er óþarfi að hrinda þeim fyrir björgin sem annars hefðu ekki dottið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar