Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 17:31 Frá Alþingi. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. „Þrátt fyrir að frumvarpið hafi hlotið alvarlega gagnrýni frá umsagnaraðilum hefur stjórnarmeirihlutinn á þingi ákveðið að hafa málið áfram í forgangi á kostnað annarra mála, í stað þess að hlusta á gagnrýnina og gera umbætur á frumvarpinu, eða draga það til baka, en dagskrárvaldið er í höndum meirihlutans,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum. Þingmenn Pírata hvetja stjórnarliða til að „standa vörð um stjórnarskrána“. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að í stað þess að mæta gagnrýni á frumvarpið með málefnalegum hætti hafi meirihlutinn kveinkað sér yfir meintu málþófi og talað um að Píratar hafi tekið þingið í gíslingu. Píratar hafi þó aðeins kallað eftir því að hlustað væri á aðfinnslur umsagnaraðila. Píratar segjast hafa lýst yfir þungum áhyggjum af frumvarpinu vegna skerðinga á réttindum fólks á flótta og lagt til að óháðir aðilar geri úttekt á því hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Sú tillaga var felld á Alþingi. „Við teljum okkur hafa reynt til þrautar að kalla fram lýðræðislegt samtal, en meirihlutinn hefur ekki verið til í það. Ef þau telja málið nógu vel unnið ætti enginn að þurfa að óttast óháða úttekt á jafn sjálfsögðum hlut og því hvort frumvarpið samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, en framkoma meirihlutans bendir þvert á móti til þess að þau viti upp á sig sökina,” segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, í yfirlýsingunni. Píratar segja að verði frumvarpið að lögum yrði fólk á flótta svipt heilbrigðisþjónustu, húsnæði og annarri aðstoð. Þá yrði réttur til fjölskyldusameiningar skertur og að afnema eigi rétt fólks til að fá ákvarðanir endurskoðaðar á grundvelli stjórnsýslulaga. „Í frumvarpinu er stjórnvöldum einnig veitt heimild til að synja fólki á flótta um efnismeðferð ef stjórnvöldum finnst „eðlilegt og sanngjarnt“ að senda til ríkis sem viðkomandi hefur jafnvel aldrei komið til og einnig að brottvísa börnum vegna brota annarra tengdum þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar segja einnig að frumvarpið hafi hlotið mikla gagnrýni frá umsagnaraðilum en þar á meðal eru Rauði krossinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Embætti landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands, Hafnarfjarðarbær, Þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Prestar innflytjenda og flóttafólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtökin ‘78, Solaris, UNICEF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Píratar hafa kallað eftir viðveru félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra í umræðum um málið en þrátt fyrir það hafa þeir ekki tekið þátt í umræðu um málið. Allar tillögur um úrbætur hafa verið hunsaðar af hálfu stjórnarmeirihlutans.“ „Þarf að segja eitthvað meira?“ Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti sína 130. ræðu á þinginu á fimmta tímanum í dag. Þar ítrekaði hún gagnrýni flokksins á frumvarpið og vísaði til umsagna þess efnis. Þá rakti hún kröfur Pírata sem ekki hafi verið fallist á, málinu hafi ekki verið vísað í nefnd og ráðherrar verið fjarverandi. „Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu, sem að vilja svo ólmir samþykkja þetta frumvarp að það er sett á dagskrá allra þingfunda þessa árs en þeir mæta hins vegar ekki. Þau ætla sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðlaust. Forseti, þarf að segja eitthvað meira?“ sagði Arndís. Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
„Þrátt fyrir að frumvarpið hafi hlotið alvarlega gagnrýni frá umsagnaraðilum hefur stjórnarmeirihlutinn á þingi ákveðið að hafa málið áfram í forgangi á kostnað annarra mála, í stað þess að hlusta á gagnrýnina og gera umbætur á frumvarpinu, eða draga það til baka, en dagskrárvaldið er í höndum meirihlutans,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum. Þingmenn Pírata hvetja stjórnarliða til að „standa vörð um stjórnarskrána“. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að í stað þess að mæta gagnrýni á frumvarpið með málefnalegum hætti hafi meirihlutinn kveinkað sér yfir meintu málþófi og talað um að Píratar hafi tekið þingið í gíslingu. Píratar hafi þó aðeins kallað eftir því að hlustað væri á aðfinnslur umsagnaraðila. Píratar segjast hafa lýst yfir þungum áhyggjum af frumvarpinu vegna skerðinga á réttindum fólks á flótta og lagt til að óháðir aðilar geri úttekt á því hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Sú tillaga var felld á Alþingi. „Við teljum okkur hafa reynt til þrautar að kalla fram lýðræðislegt samtal, en meirihlutinn hefur ekki verið til í það. Ef þau telja málið nógu vel unnið ætti enginn að þurfa að óttast óháða úttekt á jafn sjálfsögðum hlut og því hvort frumvarpið samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, en framkoma meirihlutans bendir þvert á móti til þess að þau viti upp á sig sökina,” segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, í yfirlýsingunni. Píratar segja að verði frumvarpið að lögum yrði fólk á flótta svipt heilbrigðisþjónustu, húsnæði og annarri aðstoð. Þá yrði réttur til fjölskyldusameiningar skertur og að afnema eigi rétt fólks til að fá ákvarðanir endurskoðaðar á grundvelli stjórnsýslulaga. „Í frumvarpinu er stjórnvöldum einnig veitt heimild til að synja fólki á flótta um efnismeðferð ef stjórnvöldum finnst „eðlilegt og sanngjarnt“ að senda til ríkis sem viðkomandi hefur jafnvel aldrei komið til og einnig að brottvísa börnum vegna brota annarra tengdum þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar segja einnig að frumvarpið hafi hlotið mikla gagnrýni frá umsagnaraðilum en þar á meðal eru Rauði krossinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Embætti landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands, Hafnarfjarðarbær, Þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Prestar innflytjenda og flóttafólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtökin ‘78, Solaris, UNICEF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Píratar hafa kallað eftir viðveru félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra í umræðum um málið en þrátt fyrir það hafa þeir ekki tekið þátt í umræðu um málið. Allar tillögur um úrbætur hafa verið hunsaðar af hálfu stjórnarmeirihlutans.“ „Þarf að segja eitthvað meira?“ Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti sína 130. ræðu á þinginu á fimmta tímanum í dag. Þar ítrekaði hún gagnrýni flokksins á frumvarpið og vísaði til umsagna þess efnis. Þá rakti hún kröfur Pírata sem ekki hafi verið fallist á, málinu hafi ekki verið vísað í nefnd og ráðherrar verið fjarverandi. „Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu, sem að vilja svo ólmir samþykkja þetta frumvarp að það er sett á dagskrá allra þingfunda þessa árs en þeir mæta hins vegar ekki. Þau ætla sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðlaust. Forseti, þarf að segja eitthvað meira?“ sagði Arndís.
Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira