Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2023 23:48 Svartur reykmökkur frá bruna á eiturefnum í lestarvögnum sem fóru út af sporinu yfir Austur-Palestínu í Ohio í síðustu viku. AP/Gene J. Puskar Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. Um fimmtíu vagnar flutningalestar Norfolk Southern-lestarfélagsins fóru út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio við ríkjamörkin að Pennsylvaníu 3. febrúar. Engan sakaði en íbúar í grenndinni höfðu sig margir á brott vegna loftmengunar og ótta við eiturefnin sem voru um borð í vögnunum. Nokkrir vagnanna innihéldu eiturefnið vinýlklóríð sem hefur verið tengt við aukna hættu á nokkrum tegundum krabbameins í fólki. Þegar yfirvöld óttuðust að öflug sprenging gæti orðið í þeim var ákveðið að brenna efnunum. Íbúum í næsta nágrenni var þá skipað að yfirgefa heimili sín. Þykkan svartan reyk lagði frá brunanum sem gnæfði yfir Austur-Palestínu sem jók aðeins á áhyggjur íbúanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar vinýlklóríðið var brennt losnuðu tvær eitraðar gastegundir, annars vegna vetnisklóríð og hins vegar fosgen. Síðarnefnda efnið var notað sem efnavopn í fyrri heimsstyrjöldinni. Skemmdir tankar liggja eins og hráviði á slysstaðnum á ríkjamörkum Ohio og Pennsylvaníu. Um fimmtíu vagnar fóru út af sporinu í þarsíðustu viku.AP/Gene J. Puskar Finna fyrir ógleði og höfuðverk Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir styrkur eiturefna hafi ekki greinst hættuleg hár á svæðinu og að fólki hafi verið haldið í öruggri fjarlægð á meðan efnin dreifðust og þynntust út. Loftmælingar hafi meðal annars verið gerðar inni í hátt í fjögur hundruð íbúðahúsa. Íbúar segjast engu að síður enn finna ólykt og sumir þeirra kvarta undan höfuðverk, ógleði, sviða í augum og fleiri einkennum sem geta passað við eituráhrif af efnunum sem vitað er að losnuðu við slysið og brunann, að sögn Washington Post. „Það hefði átt að flytja okkur burt. Það gerði lykt í 48 klukkustundir,“ segir Jackie Moore frá Darlingon í Pennsylvaníu sem er um þrettán kílómetra fjarlægð frá slysstaðnum við bandaríska blaðið. Hún segir að reykurinn frá brunanum hafi lyktað eins og naglalakk. Í dag var greint frá því að fleiri eiturefni hafi verið um borð í vögnunum sem fóru út af sporinu en áður hafði komið fram. Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði að eiturefni hafi verið í tíu vögnum sem fóru út af sporinu. Ekki liggur fyrir hvort að eiturefni sleppi enn frá slysstaðnum. Verkamenn sem vinna við að hreinsa upp brakið eru hvorki með grímur né í nokkurs konar hlífðarbúningum. Ákveðið var að losa viljandi vinýlklóríð úr fimm lestarvögnum af ótta við að tankarnir gætu sprungið og brotum úr þeim rignt yfir íbúðarhverfi í nágrenninu.AP/Gene J. Puskar Falsfréttir á flug Á meðan upplýsingar um umfang og eðli mengunarinnar er af svo skornum skammti hafa ýmis konar falsfréttir farið á flug, meðal annars um að drykkjarvatn á öllu vatnasviði Ohio-árinnar sé mengað. Þá hefur myndum af dökkum og ógnandi skýjum sem eiga að vera frá Austur-Palestínu verið dreift víða á samfélagsmiðlum þó að sömu myndir hafi birt á netinu fyrir mörgum mánuðum, að sögn AP. Íbúar hafa lýst því að gælu- og búdýr hafi ýmist veikst eða drepist. Aðrir hafa sagst hafa séð dauða fiska. Yfirvöld halda því fram að þrátt fyrir að efni sem eru eitruð fiskum hafi komist í ár þá sé drykkjarvatn á svæðinu öruggt til neyslu. Ríkisyfirvöld áætla að um 3.500 fiskar hafi drepist í ám, aðallega smærri tegundir. Sumir sérfræðingar setja spurningamerki við mælingar Umhverfisstofnunarinnar á styrk eiturefna á svæðinu. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mikið af efnunum sluppu út í loftið og í jörðina. „Það sem skiptir mestu máli er að opinberir embættismenn fylgist með styrknum til að tryggja að hann sé innan hættumarka og að þeir komi þeim skilaboð skýrt til skila. En ef fólk finnur enn þessa ólykt og hún veldur því vanlíðan þá vildi ég vera annars staðar,“ segir Lynn R. Goldman, deildarforseti lýðheilsu við George Washington-háskóla og fyrrverandi starfsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjannna. Umhverfismál Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Um fimmtíu vagnar flutningalestar Norfolk Southern-lestarfélagsins fóru út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio við ríkjamörkin að Pennsylvaníu 3. febrúar. Engan sakaði en íbúar í grenndinni höfðu sig margir á brott vegna loftmengunar og ótta við eiturefnin sem voru um borð í vögnunum. Nokkrir vagnanna innihéldu eiturefnið vinýlklóríð sem hefur verið tengt við aukna hættu á nokkrum tegundum krabbameins í fólki. Þegar yfirvöld óttuðust að öflug sprenging gæti orðið í þeim var ákveðið að brenna efnunum. Íbúum í næsta nágrenni var þá skipað að yfirgefa heimili sín. Þykkan svartan reyk lagði frá brunanum sem gnæfði yfir Austur-Palestínu sem jók aðeins á áhyggjur íbúanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar vinýlklóríðið var brennt losnuðu tvær eitraðar gastegundir, annars vegna vetnisklóríð og hins vegar fosgen. Síðarnefnda efnið var notað sem efnavopn í fyrri heimsstyrjöldinni. Skemmdir tankar liggja eins og hráviði á slysstaðnum á ríkjamörkum Ohio og Pennsylvaníu. Um fimmtíu vagnar fóru út af sporinu í þarsíðustu viku.AP/Gene J. Puskar Finna fyrir ógleði og höfuðverk Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir styrkur eiturefna hafi ekki greinst hættuleg hár á svæðinu og að fólki hafi verið haldið í öruggri fjarlægð á meðan efnin dreifðust og þynntust út. Loftmælingar hafi meðal annars verið gerðar inni í hátt í fjögur hundruð íbúðahúsa. Íbúar segjast engu að síður enn finna ólykt og sumir þeirra kvarta undan höfuðverk, ógleði, sviða í augum og fleiri einkennum sem geta passað við eituráhrif af efnunum sem vitað er að losnuðu við slysið og brunann, að sögn Washington Post. „Það hefði átt að flytja okkur burt. Það gerði lykt í 48 klukkustundir,“ segir Jackie Moore frá Darlingon í Pennsylvaníu sem er um þrettán kílómetra fjarlægð frá slysstaðnum við bandaríska blaðið. Hún segir að reykurinn frá brunanum hafi lyktað eins og naglalakk. Í dag var greint frá því að fleiri eiturefni hafi verið um borð í vögnunum sem fóru út af sporinu en áður hafði komið fram. Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði að eiturefni hafi verið í tíu vögnum sem fóru út af sporinu. Ekki liggur fyrir hvort að eiturefni sleppi enn frá slysstaðnum. Verkamenn sem vinna við að hreinsa upp brakið eru hvorki með grímur né í nokkurs konar hlífðarbúningum. Ákveðið var að losa viljandi vinýlklóríð úr fimm lestarvögnum af ótta við að tankarnir gætu sprungið og brotum úr þeim rignt yfir íbúðarhverfi í nágrenninu.AP/Gene J. Puskar Falsfréttir á flug Á meðan upplýsingar um umfang og eðli mengunarinnar er af svo skornum skammti hafa ýmis konar falsfréttir farið á flug, meðal annars um að drykkjarvatn á öllu vatnasviði Ohio-árinnar sé mengað. Þá hefur myndum af dökkum og ógnandi skýjum sem eiga að vera frá Austur-Palestínu verið dreift víða á samfélagsmiðlum þó að sömu myndir hafi birt á netinu fyrir mörgum mánuðum, að sögn AP. Íbúar hafa lýst því að gælu- og búdýr hafi ýmist veikst eða drepist. Aðrir hafa sagst hafa séð dauða fiska. Yfirvöld halda því fram að þrátt fyrir að efni sem eru eitruð fiskum hafi komist í ár þá sé drykkjarvatn á svæðinu öruggt til neyslu. Ríkisyfirvöld áætla að um 3.500 fiskar hafi drepist í ám, aðallega smærri tegundir. Sumir sérfræðingar setja spurningamerki við mælingar Umhverfisstofnunarinnar á styrk eiturefna á svæðinu. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mikið af efnunum sluppu út í loftið og í jörðina. „Það sem skiptir mestu máli er að opinberir embættismenn fylgist með styrknum til að tryggja að hann sé innan hættumarka og að þeir komi þeim skilaboð skýrt til skila. En ef fólk finnur enn þessa ólykt og hún veldur því vanlíðan þá vildi ég vera annars staðar,“ segir Lynn R. Goldman, deildarforseti lýðheilsu við George Washington-háskóla og fyrrverandi starfsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjannna.
Umhverfismál Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira