Íslenskir framleiðendur fagna hugmyndum um nýtt kvikmyndaver Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2023 07:42 Tölvuteiknuð mynd úr kynningu REC Studios. Innlendir kvikmyndaframleiðendur segja ekki vanþörf á þeirri aðstöðu sem fyrirhugað er að koma upp í Hafnarfirði, þar sem á að rísa stórt kvikmyndaver og tengd aðstaða. Ekkert formlegt samstarf hefur þó átt sér stað við aðstandendur verkefnsins, segja viðmælendur fréttastofu. Vísir greini frá því á dögunum að Hafnarfjarðarbær hefði veitt REC Studio ehf. vilyrði fyrir um 90 þúsund fermetra svæði við Hellnahraun undir umfangsmikið kvikmyndaver, sem yrði það stærsta á Íslandi. Í kynningu sem lögð var fram á bæjarráðsfundi var meðal annars vísað til þess að eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkuð úr 25 í 35 prósent hefði skapast aukinn grundvöllur fyrir verkefnið, það er að segja aukinn hvati til að taka upp stór verkefni hér á landi. Þá er vísað til mikillar eftirspurnar eftir myndverum og fjölgun langtíma leigusamninga. „Sprenging í framleiðslu myndefnis síðustu ár hefur orðið til þess að stórir alþjóðlegir fjárfestar í fasteignum hafa valið að setja verulega fjármuni í myndver (studios) víða um heim,“ segir í kynningunni og vísað til góðrar staðsetningar í Hafnarfirði, meðal annars með tilliti til nálægðar við alþjóðaflugvöll, náttúru landsins og aðgengi að fólki með þekkingu og reynslu innan geirans. Ekki vanþörf á aðstöðu Í kynningunni er greint frá því að REC Studios hafi tryggt samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur. Fréttastofa ræddi við nokkra innlenda framleiðendur sem sögðust hafa heyrt af verkefninu og átt fundi með aðstandendum þess en könnuðust ekki við formlegt samstarf. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga Film, sagðist fagna aukinni uppbyggingu í kvikmyndageiranum á Íslandi. Umfang hans hefði margfaldast og það væri ekki vanþörf á auknum innviðum. „Það eru aðilar út um allan heim sem sérhæfa sig í svona rekstri og þeir telja að það sé full þörf fyrir þetta hér, miðað við hvernig þróunin hefur verið og hvernig henni er spáð áfram með þessari endurgreiðslu,“ sagði Hilmar um mögulegt kvikmyndaver. Hann benti á að stór verkefni kölluðu á tvö eða jafnvel þrjú „sound-stage“ og því væri ekki vanþörf á stóru og sérhönnuðu kvikmyndaveri hér á landi. Stefnt er að því að byggja kvikmyndaverið í áföngum. Elli Cassata, annar eigandi og framkvæmdastjóri Pegasus, sagðist sömuleiðis spenntur fyrir verkefninu en hann hefur verið aðstandendum þess innan handar og meðal annars komið þeim í samband við erlenda aðila á sviði kvikmyndagerðar. Í kynningu REC Studios er meðal annars vitnað í umsögn Bernadette Caulfield, eins af framleiðendum Game of Thrones, X-Files og Big Love, þar sem hún segir upptökupláss verðmæta söluvöru þessa dagana. „Í Evrópu er það jafn fágætt og hænutennur,“ er haft eftir henni. Kostur að eigandi versins sé ekki í samkeppni við framleiðendur „Það er mikill hvati fyrir okkur að það verði til eitt risa kvikmyndaver þar sem allt er á einum stað,“ segir Elli. Hann segir staðsetninguna í Hafnarfirði tilvalda, nálægt öllu en samt ekki inni í miðju þéttbýli. Eins og kunnugt er hefur verið unnið að uppbyggingu kvikmyndavers og -miðstöðvar í Gufunesi síðustu ár en einn viðmælandi fréttastofu komst þannig að orði að þar réði einn maður, Baltasar Kormákur, lögum og lofum og það væri ekki sjálfgefið að komast að. Baltasar er eigandi RVK Studios. Elli segir hið fyrirhugaða kvikmyndaver í Hafnarfirði vissulega góðan viðbótar valkost, þar sem þar væri um að ræða aðila sem væri aðeins að bjóða upp á aðstöðu en væri ekki á sama tíma í beinni samkeppni við mögulega leigjendur. Fyrirtækið sem hyggur á uppbygginguna í Hafnarfirði, REC Studios ehf., er í eigu Arcur Ráðgjafar, sem var stofnað og skráð sem Arcur Finance árið 2019. Félagið var upphaflega í eigu Sigurðar Kristins Egilssonar og Capacent, sem varð gjaldþrota árið 2020. Það er nú í eigu Sigurðar og Jóhönnu Hjartardóttur í gegnum félagið Zeda ehf., Halldórs Þorkelssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Capacent, og Þrastar Sigurðssonar og Arnars Pálssonar, sem báðir störfuðu hjá Capacent í mörg ár. Hver á 25 prósent hlut í Arcur. Uppfært: Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi segist fagna allri uppbyggingu í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi. Hann segist í samtali við fréttastofu vilja ítreka að engum hafi verið neitað um aðstöðu í Gufunesi og þá séu umsjón með kvikmyndaverinu og framleiðslufyrirtækið RVK Studios á höndum ólíkra aðila, jafnvel þótt hann sé eigandi að báðu. Baltasar segir mögulega leigjendur ekki þurfa að hafa áhyggjur af samkeppni frá RVK Studios, þar sem fyrirtækið myndi að sjálfsögðu aldrei sækjast eftir verkefnum sem leigjendur hyggðust taka upp í Gufunesinu. Þess má geta að framleiðslufyrirtækið True North er meðal annars með aðstöðu í kvikmyndaverinu. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Vísir greini frá því á dögunum að Hafnarfjarðarbær hefði veitt REC Studio ehf. vilyrði fyrir um 90 þúsund fermetra svæði við Hellnahraun undir umfangsmikið kvikmyndaver, sem yrði það stærsta á Íslandi. Í kynningu sem lögð var fram á bæjarráðsfundi var meðal annars vísað til þess að eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndaframleiðslu var hækkuð úr 25 í 35 prósent hefði skapast aukinn grundvöllur fyrir verkefnið, það er að segja aukinn hvati til að taka upp stór verkefni hér á landi. Þá er vísað til mikillar eftirspurnar eftir myndverum og fjölgun langtíma leigusamninga. „Sprenging í framleiðslu myndefnis síðustu ár hefur orðið til þess að stórir alþjóðlegir fjárfestar í fasteignum hafa valið að setja verulega fjármuni í myndver (studios) víða um heim,“ segir í kynningunni og vísað til góðrar staðsetningar í Hafnarfirði, meðal annars með tilliti til nálægðar við alþjóðaflugvöll, náttúru landsins og aðgengi að fólki með þekkingu og reynslu innan geirans. Ekki vanþörf á aðstöðu Í kynningunni er greint frá því að REC Studios hafi tryggt samstarf við helstu framleiðslufyrirtæki landsins, sem og erlenda sérfræðinga og framleiðendur. Fréttastofa ræddi við nokkra innlenda framleiðendur sem sögðust hafa heyrt af verkefninu og átt fundi með aðstandendum þess en könnuðust ekki við formlegt samstarf. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga Film, sagðist fagna aukinni uppbyggingu í kvikmyndageiranum á Íslandi. Umfang hans hefði margfaldast og það væri ekki vanþörf á auknum innviðum. „Það eru aðilar út um allan heim sem sérhæfa sig í svona rekstri og þeir telja að það sé full þörf fyrir þetta hér, miðað við hvernig þróunin hefur verið og hvernig henni er spáð áfram með þessari endurgreiðslu,“ sagði Hilmar um mögulegt kvikmyndaver. Hann benti á að stór verkefni kölluðu á tvö eða jafnvel þrjú „sound-stage“ og því væri ekki vanþörf á stóru og sérhönnuðu kvikmyndaveri hér á landi. Stefnt er að því að byggja kvikmyndaverið í áföngum. Elli Cassata, annar eigandi og framkvæmdastjóri Pegasus, sagðist sömuleiðis spenntur fyrir verkefninu en hann hefur verið aðstandendum þess innan handar og meðal annars komið þeim í samband við erlenda aðila á sviði kvikmyndagerðar. Í kynningu REC Studios er meðal annars vitnað í umsögn Bernadette Caulfield, eins af framleiðendum Game of Thrones, X-Files og Big Love, þar sem hún segir upptökupláss verðmæta söluvöru þessa dagana. „Í Evrópu er það jafn fágætt og hænutennur,“ er haft eftir henni. Kostur að eigandi versins sé ekki í samkeppni við framleiðendur „Það er mikill hvati fyrir okkur að það verði til eitt risa kvikmyndaver þar sem allt er á einum stað,“ segir Elli. Hann segir staðsetninguna í Hafnarfirði tilvalda, nálægt öllu en samt ekki inni í miðju þéttbýli. Eins og kunnugt er hefur verið unnið að uppbyggingu kvikmyndavers og -miðstöðvar í Gufunesi síðustu ár en einn viðmælandi fréttastofu komst þannig að orði að þar réði einn maður, Baltasar Kormákur, lögum og lofum og það væri ekki sjálfgefið að komast að. Baltasar er eigandi RVK Studios. Elli segir hið fyrirhugaða kvikmyndaver í Hafnarfirði vissulega góðan viðbótar valkost, þar sem þar væri um að ræða aðila sem væri aðeins að bjóða upp á aðstöðu en væri ekki á sama tíma í beinni samkeppni við mögulega leigjendur. Fyrirtækið sem hyggur á uppbygginguna í Hafnarfirði, REC Studios ehf., er í eigu Arcur Ráðgjafar, sem var stofnað og skráð sem Arcur Finance árið 2019. Félagið var upphaflega í eigu Sigurðar Kristins Egilssonar og Capacent, sem varð gjaldþrota árið 2020. Það er nú í eigu Sigurðar og Jóhönnu Hjartardóttur í gegnum félagið Zeda ehf., Halldórs Þorkelssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Capacent, og Þrastar Sigurðssonar og Arnars Pálssonar, sem báðir störfuðu hjá Capacent í mörg ár. Hver á 25 prósent hlut í Arcur. Uppfært: Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi segist fagna allri uppbyggingu í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi. Hann segist í samtali við fréttastofu vilja ítreka að engum hafi verið neitað um aðstöðu í Gufunesi og þá séu umsjón með kvikmyndaverinu og framleiðslufyrirtækið RVK Studios á höndum ólíkra aðila, jafnvel þótt hann sé eigandi að báðu. Baltasar segir mögulega leigjendur ekki þurfa að hafa áhyggjur af samkeppni frá RVK Studios, þar sem fyrirtækið myndi að sjálfsögðu aldrei sækjast eftir verkefnum sem leigjendur hyggðust taka upp í Gufunesinu. Þess má geta að framleiðslufyrirtækið True North er meðal annars með aðstöðu í kvikmyndaverinu.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira