Ekki Hvammsvirkjun! Hólmfríður Árnadóttir skrifar 15. febrúar 2023 17:00 Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun