Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2023 20:00 Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Helena Carreiras varnarmálaráðherra Portúgal, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands og Guido Crosetto varnarmálaráðherra Ítalíu í höfuðstöðvum NATO í dag. AP/Olivier Matthys Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu. Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO lauk í Brussel í dag þar sem bandalagið hét órofa stuðningi bandalagsins við varnir Úkraínu gegn innrás Rússlands. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir að NATO hefði einnig aukið fælingarmátt sinn með fjölgun í hersveitum og auknum búnaði í aðildarríkjunum í austur Evrópu. Andrzej Duda forseti Póllands fundaði með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í dag. Pólverjar eru einna einörðustu stuðningsmenn Úkraínu enda sjálfir með landamæri að Rússlandi og saga þeirra af samskiptum við Rússa er blóði drifin.AP/Olivier Matthys „Við munum einnig taka til athugunar leiðir til að auka framleiðslugetu okkar þar sem við vonumst til að auka framleiðslu okkar á vopnum og skotfærum. Og við munum grípa til aðgerða til að styrkja varnirnauðsynlegra innviða, þeirra á meðal neðansjávarkapla og leiðslna,“ sagði Stoltenberg. Ursula von der Leyen kynnti tíunda pakka refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússlandi í dag.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti tíunda pakka refsiaðgerða bandalagsins gegn Rússlandi í dag. Hann kveður á um bann á útflutningi á ýmsum iðnaðar- og tæknivörum sem gagnast hergagnaiðnaðinum í Rússlandi og aðgerðir gegn sjö fyrirtækjum í Íran sem selt hafa Rússum árásar dróna. Evrópusambandið hefði nú innleitt hörðustu refsiaðgerðir í sögu sambandsins sem verði fylgt hart eftir. „Við munum hafa uppi á ólígörkum sem reyna að fela sig eða selja eignir sínar til að komast hjá refsiaðerðum. Aðildarríkin munu í samvinnu taka saman yfirlit yfir allar frystar eigur rússneska Seðlabankans í Evrópusambandinu. Við þurfum að vita hvar þær eru og hvers virði þær eru,“ sagði vond der Leyen. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að í raun væru það Bandaríkin og undirsátar þeirra sem hefðu ráðist á Rússland og þar með sjálfstæðri utanríkisstefnu landsins.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði hins vegar í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að Bandaríkin og undirsátar þeirra hefðu lengi undirbúið árás sína á Rússland í gegnum Úkraínu. Vesturlönd færu ekki í felur með tilgang sinn með stríðinu, sem væri ekki einungis að sigra Rússa á vígvellinum, leggja efnahag Rússlands í rúst heldur ryðja brautina að því að gera Rússa útlæga í samfélagi þjóðanna. „Og hafa gripið til ólöglegra kúgunaraðferða, hótana og hreins þjófnaðar til að refsa þeim sem fylgja sjálfstæðri og þjóðlegri utanríkisstefnu,“ sagði Lavrov á rússneska þinginu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO lauk í Brussel í dag þar sem bandalagið hét órofa stuðningi bandalagsins við varnir Úkraínu gegn innrás Rússlands. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir að NATO hefði einnig aukið fælingarmátt sinn með fjölgun í hersveitum og auknum búnaði í aðildarríkjunum í austur Evrópu. Andrzej Duda forseti Póllands fundaði með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í dag. Pólverjar eru einna einörðustu stuðningsmenn Úkraínu enda sjálfir með landamæri að Rússlandi og saga þeirra af samskiptum við Rússa er blóði drifin.AP/Olivier Matthys „Við munum einnig taka til athugunar leiðir til að auka framleiðslugetu okkar þar sem við vonumst til að auka framleiðslu okkar á vopnum og skotfærum. Og við munum grípa til aðgerða til að styrkja varnirnauðsynlegra innviða, þeirra á meðal neðansjávarkapla og leiðslna,“ sagði Stoltenberg. Ursula von der Leyen kynnti tíunda pakka refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússlandi í dag.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti tíunda pakka refsiaðgerða bandalagsins gegn Rússlandi í dag. Hann kveður á um bann á útflutningi á ýmsum iðnaðar- og tæknivörum sem gagnast hergagnaiðnaðinum í Rússlandi og aðgerðir gegn sjö fyrirtækjum í Íran sem selt hafa Rússum árásar dróna. Evrópusambandið hefði nú innleitt hörðustu refsiaðgerðir í sögu sambandsins sem verði fylgt hart eftir. „Við munum hafa uppi á ólígörkum sem reyna að fela sig eða selja eignir sínar til að komast hjá refsiaðerðum. Aðildarríkin munu í samvinnu taka saman yfirlit yfir allar frystar eigur rússneska Seðlabankans í Evrópusambandinu. Við þurfum að vita hvar þær eru og hvers virði þær eru,“ sagði vond der Leyen. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að í raun væru það Bandaríkin og undirsátar þeirra sem hefðu ráðist á Rússland og þar með sjálfstæðri utanríkisstefnu landsins.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði hins vegar í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að Bandaríkin og undirsátar þeirra hefðu lengi undirbúið árás sína á Rússland í gegnum Úkraínu. Vesturlönd færu ekki í felur með tilgang sinn með stríðinu, sem væri ekki einungis að sigra Rússa á vígvellinum, leggja efnahag Rússlands í rúst heldur ryðja brautina að því að gera Rússa útlæga í samfélagi þjóðanna. „Og hafa gripið til ólöglegra kúgunaraðferða, hótana og hreins þjófnaðar til að refsa þeim sem fylgja sjálfstæðri og þjóðlegri utanríkisstefnu,“ sagði Lavrov á rússneska þinginu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent