VOR í lofti - orkuskipti og rafeldsneyti Auður Nanna Baldvinsdóttir og Ómar Freyr Sigurbjörnsson skrifa 20. febrúar 2023 11:00 Að öllu jöfnu er aðgengi að orku og eldsneyti eitthvað sem flestir hér á landi taka sem sjálfsögðum hlut. Þessa dagana erum við þó að finna fyrir því á eigin skinni að svo er ekki endilega raunin. Ísland er viðkvæmt fyrir truflunum á framboði og flutningi á eldsneyti. Orkuskiptin framundan munu minnka slíkar truflanir á orkuöryggi landsmanna, en hægt er að sjá fyrir sér fjölbreytta flóru af innlendum framleiðendum af kolefnislausu eldsneyti dafna hér innan fárra ára, sem geta mætt þörfum landsmanna án þess að skaða loftslagið, og jafnvel í heimasveit. Árlega eru flutt inn rúmlega milljón tonn af olíu til þess að knýja áfram mikilvæga hluta hagkerfisins. Þessi innflutta olía kostar íslenskt hagkerfi um 100 milljarða króna árlega í erlendum gjaldeyri. Sú tala verður enn hærri í ár vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Íslensk stjórnvöld hafa það á stefnu sinni að Ísland verði laust við olíu árið 2040. Að ná því markmiði er ekki aðeins mikilvægt fyrir umhverfi, loftslag og efnahag heldur einnig til að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Það dugar skammt að setja háleit markmið, vita þarf hvernig er hægt að ná þeim og vinna að því markvisst. Raforka og rafeldsneyti eru nærtækustu kostirnir til að ná fram fullum orkuskiptum á Íslandi á komandi árum. Bein rafvæðing á bílaflota landsmanna tók kipp í kjölfar stuðnings sem fólst í niðurfellingu á opinberum gjöldum. Bílar og smærri farartæki ná þó aðeins yfir um 7% af heildar olíunotkun Íslands. Mikill meirihluti olíunotkunar er tilkominn vegna flugvéla, skipa og stærri atvinnutækja. Þar sem bein rafvæðing er ekki fýsilegur kostur mun verða þörf á rafeldsneyti. Loftslagsmarkmiðin munu einfaldlega ekki nást án þess. Hagrænir hvatar eru því nauðsynlegir á mun stærri skala ef árangur á að nást í orkuskiptum. Rafeldsneyti er tiltölulega nýtt hugtak í umræðunni og því ekki eins vel þekkt og olía. Líkt og jarðefnaeldsneyti er rafeldsneyti til í ólíkum gerðum sem henta til ólíkra nota. Þetta eru til að mynda vetni, ammoníak, metanól og sjálfbært þotueldsneyti (e. Sustainable Aviation Fuel, SAF). Hliðstætt því að bensín og díselolía eru unnin úr hráolíu, þá eru ólíkar gerðir rafeldsneytis unnar úr vetni með því að hvarfa því við nitur,úr andrúmsloftinu, eða koltvísýring, úr útblæstri eða andrúmsloftinu. Vetnið fæst með því að rafgreina vatn. Þrátt fyrir að rafeldsneyti sé nýlegt hugtak þá hafa Íslendingar verið frumkvöðlar á þessu sviði í áratugi. Framleiðsla á vetni með rafgreiningu hefur átt sér stað nær samfellt hér á landi í tæpa sjö áratugi eða allt frá því Áburðarverksmiðjan í Gufunesi tók til starfa árið 1955. Fyrsta áfyllingarstöðin í heiminum sem seldi vetni í smásölu tók til starfa á Grjóthálsi árið 2003. Sömuleiðis var heimsins fyrsta framleiðsla og sala á fljótandi rafeldsneyti hér á Íslandi, þegar framleiðsla CRI á metanóli hófst í Svartsengi árið 2012. Það má ef til vill segja að við höfum verið á undan okkar samtíð. Staðan er þó að breytast hratt og eru vetnis- og rafeldsneytisverkefni á fleygiferð í löndunum í kringum okkur. Vetnis- og rafeldsneytissamtökin, VOR, eru hópur 8 fjölbreyttra fyrirtækja að þróa mismunandi lausnir fyrir ólíka notendahópa sem hafa ekki valkost um beina rafvæðingu í orkuskiptavegferð sinni. VOR var stofnað fyrir tveimur árum, innan vébanda Samtaka iðnaðarins, en samanlögð reynsla stjórnenda fyrirtækjanna spannar áratugi. Skortur á raforku og grænum hvötum stendur þessum nýja, sjálfbæra iðnaði hins vegar fyrir þrifum hér á landi. Ef raforka fæst ekki í innlenda framleiðslu á rafeldsneyti, verða rafeldsneytisverkefni ekki að veruleika, og þá verðum við áfram háð innflutningi á eldsneyti þótt olíunni verði skipt út. Rafeldsneytisframleiðendur geta verið sveigjanlegur orkunotandi og stutt vel við bætta nýtingu í núverandi raforkukerfi sem og aukna raforkuframleiðslu úr sveiflukenndum orkugjöfum eins og vindorku. Áframhaldandi aðgerðarleysi mun verða Íslandi dýrkeypt. Á fjárlögum þessa árs eru 800 milljónir áætlaðar til kaupa á losunarheimildum vegna skuldbindinga Íslands í Kyoto bókuninni. Skuldbindinga sem ekki tókst að uppfylla. Ef ný og bindandi markmið um minni losun á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda nást ekki getur það leitt til milljarða kostnaðar vegna kaupa á losunarheimildum innan fárra ára. Hvort og þá hversu mikið ræðst af því hvernig til tekst í orkuskiptunum og hver staða á mörkuðum með losunarheimildir verður í framtíðinni. Ef við drögum lærdóm af orkuskiptum 20. aldar þá skila slíkar fjárfestingar sér margfalt í bættu umhverfi, efnahag og orkuöryggi. Tæknin til framleiðslu og notkun á rafeldsneyti er til staðar og engin ástæða til að draga það lengur og hefjast handa við orkuskiptin úr olíu í græna orku á öllum sviðum. Auður Nanna Baldvinsdóttir er formaður Vetnis- og rafeldsneytissamtakanna (VOR) og forstjóri Iðunn H2 og Ómar Freyr Sigurbjörnsson er markaðsstjóri Carbon Recycling International (CRI). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Að öllu jöfnu er aðgengi að orku og eldsneyti eitthvað sem flestir hér á landi taka sem sjálfsögðum hlut. Þessa dagana erum við þó að finna fyrir því á eigin skinni að svo er ekki endilega raunin. Ísland er viðkvæmt fyrir truflunum á framboði og flutningi á eldsneyti. Orkuskiptin framundan munu minnka slíkar truflanir á orkuöryggi landsmanna, en hægt er að sjá fyrir sér fjölbreytta flóru af innlendum framleiðendum af kolefnislausu eldsneyti dafna hér innan fárra ára, sem geta mætt þörfum landsmanna án þess að skaða loftslagið, og jafnvel í heimasveit. Árlega eru flutt inn rúmlega milljón tonn af olíu til þess að knýja áfram mikilvæga hluta hagkerfisins. Þessi innflutta olía kostar íslenskt hagkerfi um 100 milljarða króna árlega í erlendum gjaldeyri. Sú tala verður enn hærri í ár vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Íslensk stjórnvöld hafa það á stefnu sinni að Ísland verði laust við olíu árið 2040. Að ná því markmiði er ekki aðeins mikilvægt fyrir umhverfi, loftslag og efnahag heldur einnig til að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Það dugar skammt að setja háleit markmið, vita þarf hvernig er hægt að ná þeim og vinna að því markvisst. Raforka og rafeldsneyti eru nærtækustu kostirnir til að ná fram fullum orkuskiptum á Íslandi á komandi árum. Bein rafvæðing á bílaflota landsmanna tók kipp í kjölfar stuðnings sem fólst í niðurfellingu á opinberum gjöldum. Bílar og smærri farartæki ná þó aðeins yfir um 7% af heildar olíunotkun Íslands. Mikill meirihluti olíunotkunar er tilkominn vegna flugvéla, skipa og stærri atvinnutækja. Þar sem bein rafvæðing er ekki fýsilegur kostur mun verða þörf á rafeldsneyti. Loftslagsmarkmiðin munu einfaldlega ekki nást án þess. Hagrænir hvatar eru því nauðsynlegir á mun stærri skala ef árangur á að nást í orkuskiptum. Rafeldsneyti er tiltölulega nýtt hugtak í umræðunni og því ekki eins vel þekkt og olía. Líkt og jarðefnaeldsneyti er rafeldsneyti til í ólíkum gerðum sem henta til ólíkra nota. Þetta eru til að mynda vetni, ammoníak, metanól og sjálfbært þotueldsneyti (e. Sustainable Aviation Fuel, SAF). Hliðstætt því að bensín og díselolía eru unnin úr hráolíu, þá eru ólíkar gerðir rafeldsneytis unnar úr vetni með því að hvarfa því við nitur,úr andrúmsloftinu, eða koltvísýring, úr útblæstri eða andrúmsloftinu. Vetnið fæst með því að rafgreina vatn. Þrátt fyrir að rafeldsneyti sé nýlegt hugtak þá hafa Íslendingar verið frumkvöðlar á þessu sviði í áratugi. Framleiðsla á vetni með rafgreiningu hefur átt sér stað nær samfellt hér á landi í tæpa sjö áratugi eða allt frá því Áburðarverksmiðjan í Gufunesi tók til starfa árið 1955. Fyrsta áfyllingarstöðin í heiminum sem seldi vetni í smásölu tók til starfa á Grjóthálsi árið 2003. Sömuleiðis var heimsins fyrsta framleiðsla og sala á fljótandi rafeldsneyti hér á Íslandi, þegar framleiðsla CRI á metanóli hófst í Svartsengi árið 2012. Það má ef til vill segja að við höfum verið á undan okkar samtíð. Staðan er þó að breytast hratt og eru vetnis- og rafeldsneytisverkefni á fleygiferð í löndunum í kringum okkur. Vetnis- og rafeldsneytissamtökin, VOR, eru hópur 8 fjölbreyttra fyrirtækja að þróa mismunandi lausnir fyrir ólíka notendahópa sem hafa ekki valkost um beina rafvæðingu í orkuskiptavegferð sinni. VOR var stofnað fyrir tveimur árum, innan vébanda Samtaka iðnaðarins, en samanlögð reynsla stjórnenda fyrirtækjanna spannar áratugi. Skortur á raforku og grænum hvötum stendur þessum nýja, sjálfbæra iðnaði hins vegar fyrir þrifum hér á landi. Ef raforka fæst ekki í innlenda framleiðslu á rafeldsneyti, verða rafeldsneytisverkefni ekki að veruleika, og þá verðum við áfram háð innflutningi á eldsneyti þótt olíunni verði skipt út. Rafeldsneytisframleiðendur geta verið sveigjanlegur orkunotandi og stutt vel við bætta nýtingu í núverandi raforkukerfi sem og aukna raforkuframleiðslu úr sveiflukenndum orkugjöfum eins og vindorku. Áframhaldandi aðgerðarleysi mun verða Íslandi dýrkeypt. Á fjárlögum þessa árs eru 800 milljónir áætlaðar til kaupa á losunarheimildum vegna skuldbindinga Íslands í Kyoto bókuninni. Skuldbindinga sem ekki tókst að uppfylla. Ef ný og bindandi markmið um minni losun á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda nást ekki getur það leitt til milljarða kostnaðar vegna kaupa á losunarheimildum innan fárra ára. Hvort og þá hversu mikið ræðst af því hvernig til tekst í orkuskiptunum og hver staða á mörkuðum með losunarheimildir verður í framtíðinni. Ef við drögum lærdóm af orkuskiptum 20. aldar þá skila slíkar fjárfestingar sér margfalt í bættu umhverfi, efnahag og orkuöryggi. Tæknin til framleiðslu og notkun á rafeldsneyti er til staðar og engin ástæða til að draga það lengur og hefjast handa við orkuskiptin úr olíu í græna orku á öllum sviðum. Auður Nanna Baldvinsdóttir er formaður Vetnis- og rafeldsneytissamtakanna (VOR) og forstjóri Iðunn H2 og Ómar Freyr Sigurbjörnsson er markaðsstjóri Carbon Recycling International (CRI).
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun