Kardóbær Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. febrúar 2023 07:00 Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka. Ræningjarnir þrír Ræningjarnir kostulegu Kjasper, Bresper og Sjónatan sem yfirgefnir af móður sinni urðu frægir af endemum er þeir fengu sína korter af frægð í goðsagnakennda raunveruleikasjónvarpsþættinum „Allt í skrúfunni“. Fyrir þá sem ekki vita, að þá fær sá flest stig í þeim þætti sem getur nítt sem mest skóinn af nágrannanum, logið uppá hann sakir og boðið uppá sem flest tonn og rúmmetra af bjór og pizzum, sérstaklega stuttu fyrir lýðræðislegar kosningar. Fyrir það eru gefin auka stig. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengu ræningjarnir 12+ stig, fullt hús stiga. Og félagar þeirra í kjölfarið hreinan meirihluta í bæjarstjórn Kardóbæjar. Ræningjarnir þrír eru ýmsum „hæfileikum“ gæddir. Sá elsti, Kjasper, er þeim hæfileikum gæddur að vita ekki skilgreininguna á fermeter, sá í miðjunni Bresper veit ekki muninn á réttu og röngu og sá yngsti Sjónatan, veit ekki neitt. Ræningjarnir þrír eru ekki miklar mannvitsbrekkur svona miðað við…fólk. Ljónið Ljónið, krúttið, Ljónsi beib. Ljónsi beib eyðir mestum tíma sínum upp í rúmi jórtrandi mjólkursúkkulaði. Hann er krútt, Mjaw! Þegar ljónið geiflar sig og grettir, teygir loppurnar fram eftir góðan lúr og prumpar, hleypur dáleg dýrð af hræddum dýrum undir hans mjöðm. Þannig hefur það verið undanfarin tuttugu og fimm ár í Kardóbæ. Prump og fart og flest dýr hlaupa undir hans bagga. Hárlausan bagga sem hefur stækkað og þyngst í áranna rás. Soffía frænka Soffía bæjarstýra í Kardóbæ á fullt í fangi með að stýra bænum með ræningjana og ljónið innanbæjar. Ræningjarnir og ljónið eru alltaf að biðja um meiri þrif og meiri mat. Soffía, glaðlynda framfarasinnaðaætta og eftirlætisdúlla samfélagsins í Kardóbæ, skilur ekkert hvernig í heitapotta er snúið með Ræningjana þrjá og ljónið innanborðs. Hún áttar sig ekki á því í dag að ræningjarnir og ljónið ætla sér að éta hana. Hún fattar það ekki. Það er komið að íbúum Kardóbæjar sem fylgjast meðvirknislega með þróuninni að láta hana vita að ræningjarnir og ljónið séu ekki góður félagsskapur og ætla sér að éta hana. Hún Soffía, sem við elskum öll og dáum ætti að drífa sig yfir í hitt liðið hið snarasta. Það lið spilar sóknarbolta, er framsækið og mun slá í gegn. Við stöndum öll með þér Soffía! Dissum, dei! Höfundur er byggingarverkfræðingur og oddviti Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka. Ræningjarnir þrír Ræningjarnir kostulegu Kjasper, Bresper og Sjónatan sem yfirgefnir af móður sinni urðu frægir af endemum er þeir fengu sína korter af frægð í goðsagnakennda raunveruleikasjónvarpsþættinum „Allt í skrúfunni“. Fyrir þá sem ekki vita, að þá fær sá flest stig í þeim þætti sem getur nítt sem mest skóinn af nágrannanum, logið uppá hann sakir og boðið uppá sem flest tonn og rúmmetra af bjór og pizzum, sérstaklega stuttu fyrir lýðræðislegar kosningar. Fyrir það eru gefin auka stig. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengu ræningjarnir 12+ stig, fullt hús stiga. Og félagar þeirra í kjölfarið hreinan meirihluta í bæjarstjórn Kardóbæjar. Ræningjarnir þrír eru ýmsum „hæfileikum“ gæddir. Sá elsti, Kjasper, er þeim hæfileikum gæddur að vita ekki skilgreininguna á fermeter, sá í miðjunni Bresper veit ekki muninn á réttu og röngu og sá yngsti Sjónatan, veit ekki neitt. Ræningjarnir þrír eru ekki miklar mannvitsbrekkur svona miðað við…fólk. Ljónið Ljónið, krúttið, Ljónsi beib. Ljónsi beib eyðir mestum tíma sínum upp í rúmi jórtrandi mjólkursúkkulaði. Hann er krútt, Mjaw! Þegar ljónið geiflar sig og grettir, teygir loppurnar fram eftir góðan lúr og prumpar, hleypur dáleg dýrð af hræddum dýrum undir hans mjöðm. Þannig hefur það verið undanfarin tuttugu og fimm ár í Kardóbæ. Prump og fart og flest dýr hlaupa undir hans bagga. Hárlausan bagga sem hefur stækkað og þyngst í áranna rás. Soffía frænka Soffía bæjarstýra í Kardóbæ á fullt í fangi með að stýra bænum með ræningjana og ljónið innanbæjar. Ræningjarnir og ljónið eru alltaf að biðja um meiri þrif og meiri mat. Soffía, glaðlynda framfarasinnaðaætta og eftirlætisdúlla samfélagsins í Kardóbæ, skilur ekkert hvernig í heitapotta er snúið með Ræningjana þrjá og ljónið innanborðs. Hún áttar sig ekki á því í dag að ræningjarnir og ljónið ætla sér að éta hana. Hún fattar það ekki. Það er komið að íbúum Kardóbæjar sem fylgjast meðvirknislega með þróuninni að láta hana vita að ræningjarnir og ljónið séu ekki góður félagsskapur og ætla sér að éta hana. Hún Soffía, sem við elskum öll og dáum ætti að drífa sig yfir í hitt liðið hið snarasta. Það lið spilar sóknarbolta, er framsækið og mun slá í gegn. Við stöndum öll með þér Soffía! Dissum, dei! Höfundur er byggingarverkfræðingur og oddviti Miðflokksins í Svf. Árborg.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun