Samgöngusáttmáli í uppnámi? Ó. Ingi Tómasson skrifar 21. febrúar 2023 09:31 Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. Framkvæmd samgöngusáttmálans Betri samgöngur ohf. var stofnað til að sjá um framkvæmd samgöngusáttmálans sem samþykktur var árið 2019. Síðustu vikur hafa ýmsir lýst efasemdum og áhyggjum um aukin kostnað við framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans, þar hefur verið nefnt 50% hækkun framkvæmdakostnaðar, Betri samgöngur ohf. benda hins vegar á að hækkunin nemi 11,5% og þar vegi þyngst, hækkandi verðlag og að stofnvegir hafi farið fram úr áætlunum. Mikilvægt er að áframhaldandi samstaða haldist um samgöngusáttmálann. Ljóst er að tafir eru á einhverjum verkþáttum þá sér í lagi þeim sem snúa að uppbyggingu Borgarlínu sem er sérrými fyrir almenningssamgöngur. Kostnaður við framkvæmdir samgöngusáttmálans var áætlaður 120 milljarðir og á framkvæmdum að ljúka árið 2033. Raunverulegt val um ferðamáta Spá svæðisskipulagsins (2015) gerir ráð fyrir um að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 50.000 – 75.000 fram til ársins 2040, nú er ljóst að sú fjölgun verður enn meiri, til að setja þetta í samhengi mun íbúum fjölga álíka og nú búa samanlagt í Hafnarfirði og Kópavogi, ef ekki tekst að breyta ferðavenjum samhliða þeirri fjölgun má gera ráð fyrir að fjölgun bifreiða verði samsvarandi. Nú búa um 240.000 manns á höfuðborgarsvæðinu og skv. Samgöngustofu eru skráð ökutæki á svæðinu um 218.000. Ljóst er að ef lítið verði um framkvæmdir munu umferðatafir með tilheyrandi mengun og kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki halda áfram að vaxa. Ríkið ætti að koma inn í verkefnið með auknum þunga, svo væri frábært ef kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameinaðir í að framkvæmd samgöngusáttmálans verði að veruleika. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gera þá kröfu að samgöngur séu greiðar og að raunverulegt val sé um ferðamáta hvort sem er í almenningssamgöngum, á einkabílnum eða á hjóli. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. Framkvæmd samgöngusáttmálans Betri samgöngur ohf. var stofnað til að sjá um framkvæmd samgöngusáttmálans sem samþykktur var árið 2019. Síðustu vikur hafa ýmsir lýst efasemdum og áhyggjum um aukin kostnað við framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans, þar hefur verið nefnt 50% hækkun framkvæmdakostnaðar, Betri samgöngur ohf. benda hins vegar á að hækkunin nemi 11,5% og þar vegi þyngst, hækkandi verðlag og að stofnvegir hafi farið fram úr áætlunum. Mikilvægt er að áframhaldandi samstaða haldist um samgöngusáttmálann. Ljóst er að tafir eru á einhverjum verkþáttum þá sér í lagi þeim sem snúa að uppbyggingu Borgarlínu sem er sérrými fyrir almenningssamgöngur. Kostnaður við framkvæmdir samgöngusáttmálans var áætlaður 120 milljarðir og á framkvæmdum að ljúka árið 2033. Raunverulegt val um ferðamáta Spá svæðisskipulagsins (2015) gerir ráð fyrir um að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 50.000 – 75.000 fram til ársins 2040, nú er ljóst að sú fjölgun verður enn meiri, til að setja þetta í samhengi mun íbúum fjölga álíka og nú búa samanlagt í Hafnarfirði og Kópavogi, ef ekki tekst að breyta ferðavenjum samhliða þeirri fjölgun má gera ráð fyrir að fjölgun bifreiða verði samsvarandi. Nú búa um 240.000 manns á höfuðborgarsvæðinu og skv. Samgöngustofu eru skráð ökutæki á svæðinu um 218.000. Ljóst er að ef lítið verði um framkvæmdir munu umferðatafir með tilheyrandi mengun og kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki halda áfram að vaxa. Ríkið ætti að koma inn í verkefnið með auknum þunga, svo væri frábært ef kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameinaðir í að framkvæmd samgöngusáttmálans verði að veruleika. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gera þá kröfu að samgöngur séu greiðar og að raunverulegt val sé um ferðamáta hvort sem er í almenningssamgöngum, á einkabílnum eða á hjóli. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar