Orðið er frjálst Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. febrúar 2023 08:57 Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Bókmenntir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun