Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 16:52 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. „Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Ég met það svo að það væri ekki hjálplegt að drepa málum á dreif með frekari lagaþrætum og að skilja einhvern anga málsins eftir í einhverri óuppgerðri þrætu sé bara til þess að vefjast fyrir okkur við að ná niðurstöðu,“ segir Ástráður í samtali við fréttastofu. Viðtal við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðalsteinn Leifsson, þá ríkissáttasemjari í deilunni, krafðist þess fyrir héraðsdómi að Efling afhenti honum félagatal sitt svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans, sem lögð var fram 26. janúar síðastliðinn . Féllst héraðsdómur á þá kröfu en Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við eftir að Efling hafnaði að afhenda félagatalið og kærði úrskurð héraðsdóms. Áður en úrskurður Landsréttar var kveðinn upp afsöluðu lögmenn ríkissáttasemjara og Eflingar sér rétti til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Slíkt telst óheimilt samkvæmt lögum um meðferð einkamála en í 2. málsgrein 176. greinar laganna segir að afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar verði ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli. Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni eftir að úrskurður Landsréttar féll. „Varasamt fordæmi“ Í ljósi fyrrgreindrar stöðu vaknaði spurning um hvort nýr sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, hygðist freista þess að fá Hæstarétt til að fjalla um úrskurð Landsréttar. Í tilkynningu frá ríkissáttasemjara kemur fram að lögmaður embættisins, Andri Árnason hafi tekið málið til skoðunar og skilað minnisblaði til sáttasemjara. „Að vandlega íhuguðu máli og í ljósi þess sem kemur fram í nefndu minnisblaði er það niðurstaða setts ríkissáttasemjara að hann mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá að kæra nefndan úrskurð til réttarins.“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði lögmanns ríkissáttasemjara er sérstaklega litið til þess að fyrrnefnt ákvæði laga um meðferð einkamála sé fyrst og fremst ætlað til verndar borgurunum en ekki stjórnvöldum og opinberum aðilum, „nema alveg sérstaklega standi á, niðurstaða ríkissáttasemjara hér að lútandi var ekki í formi einhliða yfirlýsingar, heldur sérstakt, gagnkvæmt, upplýst samkomulag og talið til hagsbóta fyrir málefnið.“ Þá segir að borgarar eigi almennt að geta treyst því, á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar, að stjórnvöld víki ekki frá fyrri ráðstöfunum nema sérstaklega standi á. „Myndi það mögulega vera varasamt fordæmi af hálfu opinberra aðila,“ segir í lok minnisblaðsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira