„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 23:01 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast í næstu viku. Vísir/Arnar Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira