Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 18:37 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Vísir/Vilhelm Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt. Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01