Kyrrstaðan niðurstaðan? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 09:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun