„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 12:04 Birgir Jónsson forstjóri Play segir sögusagnir um yfirvofandi gjaldþrot flugfélagsins ekki hafa áhrif á sig. Vísir/Arnar „Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. „Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
„Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53
„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03