Undraverður hæfileiki við að klúðra skipulagsmálum í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 12:00 Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar