Ekkert samkomulag um Úkraínu á fundi G20-ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Nimala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, (t.h.) með Jim Chalmers, áströlskum starfsbróður sínum, á G20-fundinum sem lauk í Bengaluru í dag. AP/fjármálaráðuneyti Indlands Fulltrúar Rússlands og Kína komu í veg fyrir að fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um átökin í Úkraínu. Fundi þeirra á Indlandi lauk í dag. Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja. Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja.
Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54