Enginn friður í Fjarðabyggð? Ragnar Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2023 10:31 Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu. Neikvæð orðræða á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfi fjölmiðla er engum til góðs. Enginn sem tekur þátt í sveitarstjórnarmálum fer varhluta af því. Hef ég þar fengið minn skammt. Fráfarandi bæjarstjóri hefur borið hita og þunga í málefnum meirihlutans og umræðan hefur oft einskorðast við hann. Eitthvað hefur borið á þeirri umræðu hér eystra síðustu daga að afsögn bæjarstjórans tengist aðför pólitískra andstæðinga hans. Því fer fjarri. Hvað varðar skipulags- og fasteignamál í Fannardal þá er þannig mál með vexti að maður að sunnan, mér ókunnur, sendir inn erindi til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Í bréfinu sem sent var á skrifstofu sveitarfélagsins og alla kjörna fulltrúa, var vakin athygli á að fráfarandi bæjarstjóri hefði ekki tilskilin leyfi og hefði ekki greitt lögbundin fasteignagjöld. Sé það rétt er öllum ljóst að það er óásættanlegt. Að veði er trúverðugleiki og traust íbúa til sveitarfélagsins. Flestum var brugðið eftir þessa uppákomu en sú ákvörðun að hætta var alfarið hans og meirihlutans, ekki annarra. Ósanngirni er að kenna öðrum um. Enginn bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar hefur tjáð sig opinberlega um þetta mál. Sjálfur hef ég sem forystumaður Sjálfstæðisflokks ítrekað neitað að tjá mig um málið í fjölmiðlum þar til að það hefur fengið efnislega umfjöllun. Því skal haldið til haga að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti strax ósk meirihlutans um að fresta málinu fyrir bæjarráði um eina viku. Ósanngirni hinna pólitísku andstæðinga var ekki meiri. Öllum má vera ljóst að rekstur Fjarðabyggðar er afar þungur. Umfangsmikil mál krefjast aðkallandi úrlausna, svo sem starfsmanna- og viðhaldsmál. Hefur minnihluti bæjarstjórnar ekki þvælst fyrir í úrlausn þeirra erfiðu mála. Ennfremur er skýrt að fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Fjarðarlistans verða að stíga fram og taka pólitíska ábyrgð til að forðast enn tíðari bæjarstjóraskipti. Þriðji bæjarstjórinn á tæpum fimm árum talar sínu máli. Það þarf meiri frið í Fjarðabyggð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Ragnar Sigurðsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu. Neikvæð orðræða á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfi fjölmiðla er engum til góðs. Enginn sem tekur þátt í sveitarstjórnarmálum fer varhluta af því. Hef ég þar fengið minn skammt. Fráfarandi bæjarstjóri hefur borið hita og þunga í málefnum meirihlutans og umræðan hefur oft einskorðast við hann. Eitthvað hefur borið á þeirri umræðu hér eystra síðustu daga að afsögn bæjarstjórans tengist aðför pólitískra andstæðinga hans. Því fer fjarri. Hvað varðar skipulags- og fasteignamál í Fannardal þá er þannig mál með vexti að maður að sunnan, mér ókunnur, sendir inn erindi til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Í bréfinu sem sent var á skrifstofu sveitarfélagsins og alla kjörna fulltrúa, var vakin athygli á að fráfarandi bæjarstjóri hefði ekki tilskilin leyfi og hefði ekki greitt lögbundin fasteignagjöld. Sé það rétt er öllum ljóst að það er óásættanlegt. Að veði er trúverðugleiki og traust íbúa til sveitarfélagsins. Flestum var brugðið eftir þessa uppákomu en sú ákvörðun að hætta var alfarið hans og meirihlutans, ekki annarra. Ósanngirni er að kenna öðrum um. Enginn bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar hefur tjáð sig opinberlega um þetta mál. Sjálfur hef ég sem forystumaður Sjálfstæðisflokks ítrekað neitað að tjá mig um málið í fjölmiðlum þar til að það hefur fengið efnislega umfjöllun. Því skal haldið til haga að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti strax ósk meirihlutans um að fresta málinu fyrir bæjarráði um eina viku. Ósanngirni hinna pólitísku andstæðinga var ekki meiri. Öllum má vera ljóst að rekstur Fjarðabyggðar er afar þungur. Umfangsmikil mál krefjast aðkallandi úrlausna, svo sem starfsmanna- og viðhaldsmál. Hefur minnihluti bæjarstjórnar ekki þvælst fyrir í úrlausn þeirra erfiðu mála. Ennfremur er skýrt að fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Fjarðarlistans verða að stíga fram og taka pólitíska ábyrgð til að forðast enn tíðari bæjarstjóraskipti. Þriðji bæjarstjórinn á tæpum fimm árum talar sínu máli. Það þarf meiri frið í Fjarðabyggð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun