Ógnarstjórn Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 07:00 Samtök atvinnulífsins hafa lagt ótímabundið verkbann á Eflingu. Í því felst hótun um að félagsmenn Eflingar á almenna vinnumarkaðinum verða sviptir launum sínum frá og með fimmtudeginum í næstu viku, 2. mars. Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni. Saga kjarabaráttu sýnir að hinir sterku hafa sjaldnast miklar áhyggjur af velferð þeirra sem minna mega sín. Ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að bregðast við sanngjörnum kröfum láglaunafólks um launahækkanir með því að svipta það lífsviðurværi sínu sýnir að þetta hefur ekki breyst. Saga kjarabaráttu sýnir líka að ofbeldi má aldrei mæta með uppgjöf. Friður sem varir aðeins svo lengi sem hinn sterki fær öllu sínu framgengt er ekki friður, heldur ógnarstjórn. Það er það sem verkbann Samtaka atvinnulífsins á Eflingu snýst raunverulega um. Það snýst ekki um þær hóflegu hækkanir lægstu launa sem Efling hefur krafist heldur um það að sýna Eflingu – og um leið öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum – hver það er sem ræður á íslenskum vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði. Sem betur fer hafa fjölmargir atvinnurekendur þegar lýst því yfir við starfsfólk að þeir muni ekki taka þátt í verkbanninu. Engu að síður reyna Samtök atvinnulífsins að spila sig sem einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar, og láta sem að öllum – jafnvel atvinnurekendum sem ekki eru félagar í SA – sé skylt að framfylgja gerræðislegum hótunum þeirra. Mikilvægt er að félagsfólk í Eflingu krefji sína atvinnurekendur um skýr svör um afstöðu þeirra til verkbanns og hvort að þeir ætli að láta fólk ganga launalaust. Sett hefur verið upp könnun á vefsíðu félagsins þar sem félagsfólk getur komið áleiðis upplýsingum um þetta. Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli. Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan, og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum. Félagið mun boða aðgerða strax klukkan 12 á hádegi næstkomandi fimmtudag, á þeirri stundu sem verkbannið hefst, og mun bjóða öllum félagsmönnum sem lenda í verkbanni að taka þátt í þeim. Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt ótímabundið verkbann á Eflingu. Í því felst hótun um að félagsmenn Eflingar á almenna vinnumarkaðinum verða sviptir launum sínum frá og með fimmtudeginum í næstu viku, 2. mars. Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni. Saga kjarabaráttu sýnir að hinir sterku hafa sjaldnast miklar áhyggjur af velferð þeirra sem minna mega sín. Ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að bregðast við sanngjörnum kröfum láglaunafólks um launahækkanir með því að svipta það lífsviðurværi sínu sýnir að þetta hefur ekki breyst. Saga kjarabaráttu sýnir líka að ofbeldi má aldrei mæta með uppgjöf. Friður sem varir aðeins svo lengi sem hinn sterki fær öllu sínu framgengt er ekki friður, heldur ógnarstjórn. Það er það sem verkbann Samtaka atvinnulífsins á Eflingu snýst raunverulega um. Það snýst ekki um þær hóflegu hækkanir lægstu launa sem Efling hefur krafist heldur um það að sýna Eflingu – og um leið öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum – hver það er sem ræður á íslenskum vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði. Sem betur fer hafa fjölmargir atvinnurekendur þegar lýst því yfir við starfsfólk að þeir muni ekki taka þátt í verkbanninu. Engu að síður reyna Samtök atvinnulífsins að spila sig sem einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar, og láta sem að öllum – jafnvel atvinnurekendum sem ekki eru félagar í SA – sé skylt að framfylgja gerræðislegum hótunum þeirra. Mikilvægt er að félagsfólk í Eflingu krefji sína atvinnurekendur um skýr svör um afstöðu þeirra til verkbanns og hvort að þeir ætli að láta fólk ganga launalaust. Sett hefur verið upp könnun á vefsíðu félagsins þar sem félagsfólk getur komið áleiðis upplýsingum um þetta. Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli. Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan, og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum. Félagið mun boða aðgerða strax klukkan 12 á hádegi næstkomandi fimmtudag, á þeirri stundu sem verkbannið hefst, og mun bjóða öllum félagsmönnum sem lenda í verkbanni að taka þátt í þeim. Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun