Fólk geti grætt umtalsvert með einu símtali til bankans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. febrúar 2023 20:00 Már Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir almenna skynsemi í fjármálum eiga að ráða för, óháð verðbólgu. Það sem fólk geti gert núna sé þó að kanna hvers kyns vextir séu á bankareikningum þeirra. Vísir/Egill Verðbólga er komin yfir tíu prósent í fyrsta sinn í fjórtán ár. Markaðsaðilar spá enn einni stýrivaxtahækkuninni í næsta mánuði og útlit er fyrir að verðbólgan verði þrálát. Dósent í fjármálum segir mikilvægt að fólk sem á pening á bankareikningum kanni hvort vextir á þeirra reikningum séu þeir bestu. Einstaklingur með tíu milljónir króna á almennum veltureikningi gæti grætt hálfa milljón á ári við það eitt að færa peninginn yfir á hagstæðari bankareikning. Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð í febrúar, fór úr 9,9 prósent í 10,2 prósent. Er það mesta verðbólga sem hefur mælst í þessu verðbólguskoti og í fyrsta sinn sem hún fer yfir tíu prósent frá því í september 2009. Greiningaraðilar höfðu spáð því að verðbólga myndi hjaðna milli mánaða. Fjölmargt hefur hækkað, til að mynda hækkaði verð á mat og drykk um tæp tvö prósent og verð á vörum sem höfðu verið á útsölu í janúar, til að mynda fatnaður og heimilisbúnaður, hækkuðu enn meira. Ólíkt þróuninni í fyrra hélt íbúðaverð aftur af hækkunum núna. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það væri áhyggjuefni hversu margir undirliðir verðbólgunnar væru að hækka í verði. Verðbólguþrýstingur virtist vera að breiðast út og verða almennari en áður. „Við erum einfaldlega að sigla í umhverfi þar sem að hætta á þrálátri verðbólgu og hærri vöxtum en við höfum séð síðustu ár, sú hætta er að aukast jafnt og þétt,“ sagði Jón Bjarki og vísaði þar til stýrivaxtahækkana. Seðlabankinn hefur verið óhræddur við að bregðast við hárri verðbólgu með stýrivaxtahækkunum en stýrivextir eru nú 6,5 prósent. Markaðsaðilar gera ráð fyrir tólftu hækkuninni í röð á næsta fundi peningastefnunefndar í mars og sumir spá jafnvel að vextir verði hækkaðir um heila prósentu. Mikilvægt að fólk athugi með bankareikninga og vexti Verðbólgufárið hefur eðli málsins samkvæmt haft áhrif á landsmenn og velta margir fyrir sér hvað þeir geta gert öðruvísi. „Það eru bara sömu sannindin í mikilli verðbólgu og þegar hún er lág, almenn skynsemi í fjármálum borgar sig,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Það sem fólk geti þó gert sérstaklega núna sé að huga að bankareikningum sínum og hvaða vextir eru í boði, en viðskiptabankarnir hafi í verðbólgunni byrjað að bjóða mun hærri vexti á ákveðnum reikningum. „Fyrir flesta sem eiga einhverja peninga eða bankainnistæðu, þá er kannski mikilvægara í dag heldur en var áður að athuga hvers konar reikningur þetta er og hvort hann er að veita þá vexti sem að eru ásættanlegir,“ segir Már. Vextir á venjulegum veltureikningum, til dæmis kortareikningum sem borgað er inn á, séu yfirleitt í kringum eitt prósent en hægt sé að skipta yfir í reikninga sem eru með allt að sex prósent vexti og jafnvel meira. Sem dæmi getur einstaklingur sem á tíu milljónir króna inni á reikning með eitt prósent vexti grætt allt að hálfa milljón til viðbótar á ári við það eitt að skipta um reikning. Sé um hjón að ræða bendir Már enn fremur á að fyrstu 600 þúsund krónurnar í fjármagnstekjur séu skattfrjálsar og um hreinan ágóða því að ræða. Flestir veltureikningar eru með í kringum eitt prósent vexti en viðskiptabankarnir hafa undanfarið byrjað að bjóða allt að sex prósent vexti á ákveðnum reikningum. Grafík/Kristján „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir þá sem að eiga einhvern pening inni á bankareikning nú þegar. Þetta þarf ekki að vera einhver peningur sem er til framtíðar, fólk er hugsanlega ný búið að selja fasteignir eða eitthvað því um líkt og er að vonast til þess að fasteignaverð lækki. Það setur peninginn af gömlum vana inn á bankabók sem er ekki að veita neina alvöru vexti og í slíkum tilfellum getur þetta verið spurning um marga tugi milljóna,“ segir Már. „Fyrir þá sem að eiga pening, þá er þetta besta leiðin. Svona skref númer eitt,“ segir hann enn fremur aðspurður um hvort þetta sé það besta sem hægt sé að gera. Hvað aðra þætti varðar, svo sem fjárfestingar og niðurgreiðslu lána, segir hann ekkert eitt rétt. „En svona almenn þumalputtaregla er að það er alltaf ágætt að greiða niður lán sín hvenær sem er, verðbólga eða ekki.“ Verðlag Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32 Seðlabankinn verði að „taka á honum stóra sínum“ eftir nýjar verðbólgutölur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands getur ekki annað en „tekið á honum stóra sínum“ þegar nefndin kemur aftur saman í mars. Þetta segir aðalhagfræðingur Arion banka en að hans mati hefur Seðlabankinn nú ástæðu til að hækka vexti um allt að 100 punkta til að bregðast við nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. 27. febrúar 2023 13:38 Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. 27. febrúar 2023 09:17 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð í febrúar, fór úr 9,9 prósent í 10,2 prósent. Er það mesta verðbólga sem hefur mælst í þessu verðbólguskoti og í fyrsta sinn sem hún fer yfir tíu prósent frá því í september 2009. Greiningaraðilar höfðu spáð því að verðbólga myndi hjaðna milli mánaða. Fjölmargt hefur hækkað, til að mynda hækkaði verð á mat og drykk um tæp tvö prósent og verð á vörum sem höfðu verið á útsölu í janúar, til að mynda fatnaður og heimilisbúnaður, hækkuðu enn meira. Ólíkt þróuninni í fyrra hélt íbúðaverð aftur af hækkunum núna. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það væri áhyggjuefni hversu margir undirliðir verðbólgunnar væru að hækka í verði. Verðbólguþrýstingur virtist vera að breiðast út og verða almennari en áður. „Við erum einfaldlega að sigla í umhverfi þar sem að hætta á þrálátri verðbólgu og hærri vöxtum en við höfum séð síðustu ár, sú hætta er að aukast jafnt og þétt,“ sagði Jón Bjarki og vísaði þar til stýrivaxtahækkana. Seðlabankinn hefur verið óhræddur við að bregðast við hárri verðbólgu með stýrivaxtahækkunum en stýrivextir eru nú 6,5 prósent. Markaðsaðilar gera ráð fyrir tólftu hækkuninni í röð á næsta fundi peningastefnunefndar í mars og sumir spá jafnvel að vextir verði hækkaðir um heila prósentu. Mikilvægt að fólk athugi með bankareikninga og vexti Verðbólgufárið hefur eðli málsins samkvæmt haft áhrif á landsmenn og velta margir fyrir sér hvað þeir geta gert öðruvísi. „Það eru bara sömu sannindin í mikilli verðbólgu og þegar hún er lág, almenn skynsemi í fjármálum borgar sig,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Það sem fólk geti þó gert sérstaklega núna sé að huga að bankareikningum sínum og hvaða vextir eru í boði, en viðskiptabankarnir hafi í verðbólgunni byrjað að bjóða mun hærri vexti á ákveðnum reikningum. „Fyrir flesta sem eiga einhverja peninga eða bankainnistæðu, þá er kannski mikilvægara í dag heldur en var áður að athuga hvers konar reikningur þetta er og hvort hann er að veita þá vexti sem að eru ásættanlegir,“ segir Már. Vextir á venjulegum veltureikningum, til dæmis kortareikningum sem borgað er inn á, séu yfirleitt í kringum eitt prósent en hægt sé að skipta yfir í reikninga sem eru með allt að sex prósent vexti og jafnvel meira. Sem dæmi getur einstaklingur sem á tíu milljónir króna inni á reikning með eitt prósent vexti grætt allt að hálfa milljón til viðbótar á ári við það eitt að skipta um reikning. Sé um hjón að ræða bendir Már enn fremur á að fyrstu 600 þúsund krónurnar í fjármagnstekjur séu skattfrjálsar og um hreinan ágóða því að ræða. Flestir veltureikningar eru með í kringum eitt prósent vexti en viðskiptabankarnir hafa undanfarið byrjað að bjóða allt að sex prósent vexti á ákveðnum reikningum. Grafík/Kristján „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir þá sem að eiga einhvern pening inni á bankareikning nú þegar. Þetta þarf ekki að vera einhver peningur sem er til framtíðar, fólk er hugsanlega ný búið að selja fasteignir eða eitthvað því um líkt og er að vonast til þess að fasteignaverð lækki. Það setur peninginn af gömlum vana inn á bankabók sem er ekki að veita neina alvöru vexti og í slíkum tilfellum getur þetta verið spurning um marga tugi milljóna,“ segir Már. „Fyrir þá sem að eiga pening, þá er þetta besta leiðin. Svona skref númer eitt,“ segir hann enn fremur aðspurður um hvort þetta sé það besta sem hægt sé að gera. Hvað aðra þætti varðar, svo sem fjárfestingar og niðurgreiðslu lána, segir hann ekkert eitt rétt. „En svona almenn þumalputtaregla er að það er alltaf ágætt að greiða niður lán sín hvenær sem er, verðbólga eða ekki.“
Verðlag Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32 Seðlabankinn verði að „taka á honum stóra sínum“ eftir nýjar verðbólgutölur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands getur ekki annað en „tekið á honum stóra sínum“ þegar nefndin kemur aftur saman í mars. Þetta segir aðalhagfræðingur Arion banka en að hans mati hefur Seðlabankinn nú ástæðu til að hækka vexti um allt að 100 punkta til að bregðast við nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. 27. febrúar 2023 13:38 Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. 27. febrúar 2023 09:17 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Verðbólguþrýstingurinn meiri og almennari en spár gerðu ráð fyrir Verðbólgan jókst annan mánuðinn í röð og er nú komin yfir tíu prósent, þvert á væntingar greiningaraðila. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þetta áhyggjufulla þróun og að greiningaraðila þurfi að endurskoða forsendur fyrir sínum spám. Hættan á að verðbólgan verði þrálát og vextir hækki sé að aukast jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun. 27. febrúar 2023 15:32
Seðlabankinn verði að „taka á honum stóra sínum“ eftir nýjar verðbólgutölur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands getur ekki annað en „tekið á honum stóra sínum“ þegar nefndin kemur aftur saman í mars. Þetta segir aðalhagfræðingur Arion banka en að hans mati hefur Seðlabankinn nú ástæðu til að hækka vexti um allt að 100 punkta til að bregðast við nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. 27. febrúar 2023 13:38
Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. 27. febrúar 2023 09:17