Tekjur sveitarfélaga, ný hugsun til framtíðar Anton Guðmundsson skrifar 3. mars 2023 09:00 Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Enn fremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga. Í mínum huga liggur fyrir að sveitarfélög þurfa á auknum tekjum að halda. Á ársþingi Sambands íslenskara sveitarfélaga sem haldið var á akureyri í September síðastliðnum var kynnt skýrsla um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og hve mikil þörf sé fyrir auknum tekjum sveitarfélaga og var talan 20 milljarðar nefnd. Eini skattur sem fyrirtæki greiða beint til sveitarfélaga eru fasteignagjöld, þessu þarf að breyta að mínu mati, Tryggja þarf sterkari rekstrargrundvöll sveitarfélaga vegna þeirra auknu verkefna sem sveitarfélög eru að fást við, nefni ég málefni grunnskóla og málefni fatlaðs fólks sem dæmi sem eru alfarið komin yfir á sveitarfélögin. Sækja mætti talsverðar tekjur með því að innheimta útsvar af þeim sem eru í rekstri og lifa á fjármagnstekjum, þá á ég ekki við að auka skattheimtuna, heldur að fjármagnstekjuskattur myndi renna bæði til ríkis og sveitarfélaga, þá mætti skattleggja orkumannvirki og færa ýmis opinber gjöld af atvinnurekstri alfarið til sveitarfélaganna. Stærsti þátturinn í þessari tekjuöflun væri leiðrétting á greiðslum til verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum. Við þurfum að kasta við hverjum stein og taka umræðuna og síðan ákvarðanir um þessi mál, Við þurfum að skapa nýja sýn og nýja hugsun til framtíðar í þessum málum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Suðurnesjabær Skattar og tollar Anton Guðmundsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Enn fremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga. Í mínum huga liggur fyrir að sveitarfélög þurfa á auknum tekjum að halda. Á ársþingi Sambands íslenskara sveitarfélaga sem haldið var á akureyri í September síðastliðnum var kynnt skýrsla um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og hve mikil þörf sé fyrir auknum tekjum sveitarfélaga og var talan 20 milljarðar nefnd. Eini skattur sem fyrirtæki greiða beint til sveitarfélaga eru fasteignagjöld, þessu þarf að breyta að mínu mati, Tryggja þarf sterkari rekstrargrundvöll sveitarfélaga vegna þeirra auknu verkefna sem sveitarfélög eru að fást við, nefni ég málefni grunnskóla og málefni fatlaðs fólks sem dæmi sem eru alfarið komin yfir á sveitarfélögin. Sækja mætti talsverðar tekjur með því að innheimta útsvar af þeim sem eru í rekstri og lifa á fjármagnstekjum, þá á ég ekki við að auka skattheimtuna, heldur að fjármagnstekjuskattur myndi renna bæði til ríkis og sveitarfélaga, þá mætti skattleggja orkumannvirki og færa ýmis opinber gjöld af atvinnurekstri alfarið til sveitarfélaganna. Stærsti þátturinn í þessari tekjuöflun væri leiðrétting á greiðslum til verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum. Við þurfum að kasta við hverjum stein og taka umræðuna og síðan ákvarðanir um þessi mál, Við þurfum að skapa nýja sýn og nýja hugsun til framtíðar í þessum málum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar