Grunnfrumukrabbamein (e. basal cell carcinoma) er algengasta tegund húðkrabbameins og er ekki talið sérlega hættulegt þar sem það dreifir sér ekki eins og önnur krabbamein.
Kevin O'Connor, læknir Hvíta hússins og læknir Bidens til lengri tíma, segir að allur krabbameinsvefur hafi verið fjarlægður af bringu Bidens og að sár eftir aðgerðina hafi gróið vel. AP greinir frá.
Krabbameinið uppgötvaðist við reglubundna heilsufarsskoðun forsetans og O'connor segir að forsetinn sé við hestaheilsu og fær um að gegna embættisstörfum sínum.
Áður en Biden tók við forsetaembættinu voru nokkur samskonar blettir fjarlægðir af líkama hans og læknir hans sagði í samantekt eftir heilsufarsskoðunina að vel væri vitað að forsetinn hafi varið löngum tíma í sólinni á sínum yngri árum.