Lífið

Tom Sizemore er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tom Sizemore lést í gær, 61 árs að aldri.
Tom Sizemore lést í gær, 61 árs að aldri. Getty/Tibrina Hobson

Leikarinn Tom Sizemore er látinn, 61 árs að aldri. Greint var frá því fyrr í vikunni að hann myndi ekki vakna úr dái eftir að hafa fengið stórt heilablóðfall.

Umboðsmaður Sizemore staðfestir þetta við BBC. Hann lést í gær á spítala í Burbank í Kaliforníu í Bandaríkjunum með bróður sinn Paul og syni sína, tvíburana Jayden og Jagger, sér við hlið. 

„Hann hafði meiri áhrif á líf mitt en nokkur annar. Hann var hæfileikaríkur, kærleiksríkur, gefandi og gat skemmt manni endalaust með hnyttni sinni og sögum,“ hefur BBC eftir Paul Sizemore. 

Laugardaginn 18. febrúar fékk Sizemore stórt heilablóðfall á heimili sínu og í byrjun vikunnar greindi fjölskylda hans frá því að hann myndi aldrei vakna upp úr dái eftir heilablóðfallið. 

Sizemore hafði í gegnum árin átt við fíkniefna- og áfengisvanda að stríða. Árið 2003 var hann sakfelldur fyrir heimilisofbeldi og árin 2009 og 2011 var hann handtekinn grunaður um að hafa beitt fyrrverandi maka sinn ofbeldi.

Hann var þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Saving Private Ryan, Black Hawk Down og Heat.


Tengdar fréttir

Tom Sizemore í alvarlegu ástandi eftir heilablóðfall

Leikarinn Tom Sizemore, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Saving Private Ryan, Black Hawk Down, Heat og mörgum öðrum myndum var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles síðustu nótt. Hann er sagður hafa fengið heilablóðfall og ku vera í alvarlegu ástandi.

Mun aldrei ná sér

Leikarinn Tom Sizemore mun aldrei ná sér aftur eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir rúmri viku síðan. Hann er í öndunarvél en slökkt verður á henni á næstu dögum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.