Hengilás fyrir forseta Alþingis Sigmar Guðmundsson skrifar 8. mars 2023 10:01 Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Það liggur fyrir, klárt og kvitt, að settur ríkisendurskoðandi sendir forseta þingsins afrakstur vinnu sinnar um Lindarhvol. Og þessi ríkisendurskoðandi vill að forseti birti afraksturinn og deili með öðrum þingmönnum. Enda lítur Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi í þessu tiltekna máli, svo á að hann sé í vinnu fyrir almenning sem eigi rétt á að vita hvers hann varð vísari í störfum sínum. Þar með er málið á forræði þingsins. Forseti þingsins neitar að birta greinargerðina, þrátt fyrir að allir aðrir í forsætisnefnd vilji aflétta leyndinni. Það var staðfest með nýrri atkvæðagreiðslu í nefndinni í fyrradag. Fleiri stjórnarliðar stigu svo fram í atkvæðagreiðslunni í þingsal og sögðust vilja birta gagnið. Sú spurning er því orðin verulega áleitin hvort það sé ekki bara meirihluti forsætisnefndar, heldur líka meirihluti þingsins, sem vill birta greinargerðina Þau rök hafa heyrst að birting vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þeir sem nota þau rök verða að íhuga með sjálfum sér að Alþingi fer sjálft með veigamikið eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdavaldinu. Það eftirlitshlutverk verður að virkja þegar fyrir liggur að tveir fyrrverandi ríkisendurskoðendur, sem báðir hafa rannsakað starfsemi Lindarhvols, eru ekki sammála um hvað gekk þar á, þegar eigur almennings voru seldar. Ætlar Alþingi Íslendinga að umgangast eftirlitshlutverk sitt með þeim hætti að öðrum þeirra sé trúað í blindni en ekki hinum? Án þess að öll gögn málsins hafi verið birt? Og er það virkilega svo að þegar settur ríkisendurskoðandi, sem er trúnaðarmaður Alþingis og kosinn af þinginu, vill opinbera vinnu sína í þágu almennings, að þá sé það forseta þingsins að setja greinargerðina ofan í skúffu, loka, læsa og henda lyklinum í sjóinn. Þingmenn VG þurftu að fresta atkvæðagreiðslu í klukkutíma í fyrradag til að funda um málið. Héldu þá margir á Alþingi að skriður væri að komast á málið. Niðurstaða fundarins var hins vegar augljóslega sú að kaupa rammgerðan hengilás fyrir forseta Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Starfsemi Lindarhvols Viðreisn Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Það liggur fyrir, klárt og kvitt, að settur ríkisendurskoðandi sendir forseta þingsins afrakstur vinnu sinnar um Lindarhvol. Og þessi ríkisendurskoðandi vill að forseti birti afraksturinn og deili með öðrum þingmönnum. Enda lítur Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi í þessu tiltekna máli, svo á að hann sé í vinnu fyrir almenning sem eigi rétt á að vita hvers hann varð vísari í störfum sínum. Þar með er málið á forræði þingsins. Forseti þingsins neitar að birta greinargerðina, þrátt fyrir að allir aðrir í forsætisnefnd vilji aflétta leyndinni. Það var staðfest með nýrri atkvæðagreiðslu í nefndinni í fyrradag. Fleiri stjórnarliðar stigu svo fram í atkvæðagreiðslunni í þingsal og sögðust vilja birta gagnið. Sú spurning er því orðin verulega áleitin hvort það sé ekki bara meirihluti forsætisnefndar, heldur líka meirihluti þingsins, sem vill birta greinargerðina Þau rök hafa heyrst að birting vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þeir sem nota þau rök verða að íhuga með sjálfum sér að Alþingi fer sjálft með veigamikið eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdavaldinu. Það eftirlitshlutverk verður að virkja þegar fyrir liggur að tveir fyrrverandi ríkisendurskoðendur, sem báðir hafa rannsakað starfsemi Lindarhvols, eru ekki sammála um hvað gekk þar á, þegar eigur almennings voru seldar. Ætlar Alþingi Íslendinga að umgangast eftirlitshlutverk sitt með þeim hætti að öðrum þeirra sé trúað í blindni en ekki hinum? Án þess að öll gögn málsins hafi verið birt? Og er það virkilega svo að þegar settur ríkisendurskoðandi, sem er trúnaðarmaður Alþingis og kosinn af þinginu, vill opinbera vinnu sína í þágu almennings, að þá sé það forseta þingsins að setja greinargerðina ofan í skúffu, loka, læsa og henda lyklinum í sjóinn. Þingmenn VG þurftu að fresta atkvæðagreiðslu í klukkutíma í fyrradag til að funda um málið. Héldu þá margir á Alþingi að skriður væri að komast á málið. Niðurstaða fundarins var hins vegar augljóslega sú að kaupa rammgerðan hengilás fyrir forseta Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun