Segja rússneska björninn búinn á því Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2023 19:44 Áhöfn úkraínsks skriðdreka á leið á víglínurnar við Bakhmut. AP/Evgeniy Maloletka Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. Á nefndarfundi í dag þar sem hún var að tala um árlega skýrslu leyniþjónusta Bandaríkjanna um þær ógnir sem steðja að ríkinu, sagði Haines að Rússa skorti bæði skotfæri og hermenn til að ná umfangsmiklum landvinningum. Hún sagði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, átta sig á vandamálum rússneska hersins og að hann gæti tekið stefnubreytingu. Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið púður í árásir víða í austurhluta Úkraínu og reynt að brjóta leiðir í gegnum varnir Úkraínumanna. Það hefur skilað takmörkuðum árangri og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þrátt fyrir það hafa þeir haldið árásunum áfram. Avril Haines á áðurnefndum nefndarfundi í þinghúsi Bandaríkjanna í dag.AP/Amanda Andrade-Rhoades „Pútín skilur líklega betur takmarkanir hers síns og virðist ætla að draga úr markmiðum sínum, í bili,“ sagði Haines á fundinum, samkvæmt frétt New York Times. Þá sagði hún rússneska herinn þurfa fleiri hermenn og skotfæri annarsstaðar frá. Án þess gætu Rússar ekki haldið árásum sínum áfram á komandi mánuðum. Þá verði þeir að grípa til varna. Hún sagði Pútín líklegan til að vilja draga stríðið á langinn því hann sæi það sem bestu leiðina til að ná markmiðum sínum. „Í stuttu máli sagt þá sjáum við ekki að rússneski herinn geti jafnað sig nóg á þessu ári til að hertaka stór svæði,“ sagði Haines. Fyrir áramót sögðu ráðamenn í Úkraínu að Pútín stefni á aðra umfangsmikla herkvaðningu til að fylla upp í raðir sínar. Ekkert varð þó af þeirri herkvaðningu, þó enn sé reglulega verið að kveðja rússneska menn í herinn. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war slógu á svipaða strengi og Haines í gær. Í nýjustu stöðuskýrslu hugveitunnar segir að jafnvel þó Rússar nái fullum tökum á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem þeir hafa reynt að ná frá því í sumar, sé ólíklegt að herinn geti sótt lengra fram, eins og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hann óttaðist. Hugveitan segir rússneska herinn ekki í stöðu til að sækja frekar fram vegna skorts á hermönnum, hergögnum og þeim bryn- og skriðdrekum sem þarf til að sækja fram um langar vegalengdir. Þar að auki hafi Úkraínumenn þegar undirbúið varnir vestur af Bakhmut. Það eina sem Rússar hafi burði til að gera að svo stöddu sé að sækja fram í smáum sveitum sem geri þeim eingöngu kleift að ná smávægilegum sigrum. ISW assesses that #Russian forces would be unable to convert the capture of #Bakhmut into significant gains in #Donetsk b/c they 1) would likely have used up their remaining combat power 2) would need to choose between 2 diverging lines of advance 3) lack mechanized forces. https://t.co/tUK1m2OX3s pic.twitter.com/Un3VlQKrtf— ISW (@TheStudyofWar) March 8, 2023 Þurfa 250 þúsund sprengikúlur á mánuði Úkraínumenn skortir einnig skotfæri fyrir stórskotalið. Ráðamenn í Evrópusambandinu vinna að því að auka framleiðslu skotfæra til muna en samkvæmt frétt New York Times hefur einnig verið lagt til að stofna sérstakan sjóð til að kaupa allt að milljón sprengikúlur fyrir Úkraínumenn. Blaðamenn Financial Times komu nýverið höndunum yfir bréf frá varnarmálaráðherra Úkraínu, til varnarmálaráðherra ríkja Evrópusambandsins, þar sem hann sagði Úkraínumenn þurfa 250 þúsund sprengikúlur á mánuði. Nú væru þeir að skjóta um 120 þúsund kúlum á mánuði. Úkraínskir hermenn í Chasiv Yar í dag, nýkomnir úr skotgröfunum við Bakhmut.AP/Evgeniy Maloletka Heimildarmaður NYT segir þó að evrópsk fyrirtæki sem framleiði skotfæri sem þessi geti í mesta lagi framleitt um 650 þúsund kúlur á mánuði og á það við kúlur fyrir stórskotaliðsvopn og skriðdreka, sem skortir víða í Evrópu um þessar mundir. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04 Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. 6. mars 2023 12:50 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. 15. febrúar 2023 14:23 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Á nefndarfundi í dag þar sem hún var að tala um árlega skýrslu leyniþjónusta Bandaríkjanna um þær ógnir sem steðja að ríkinu, sagði Haines að Rússa skorti bæði skotfæri og hermenn til að ná umfangsmiklum landvinningum. Hún sagði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, átta sig á vandamálum rússneska hersins og að hann gæti tekið stefnubreytingu. Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið púður í árásir víða í austurhluta Úkraínu og reynt að brjóta leiðir í gegnum varnir Úkraínumanna. Það hefur skilað takmörkuðum árangri og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þrátt fyrir það hafa þeir haldið árásunum áfram. Avril Haines á áðurnefndum nefndarfundi í þinghúsi Bandaríkjanna í dag.AP/Amanda Andrade-Rhoades „Pútín skilur líklega betur takmarkanir hers síns og virðist ætla að draga úr markmiðum sínum, í bili,“ sagði Haines á fundinum, samkvæmt frétt New York Times. Þá sagði hún rússneska herinn þurfa fleiri hermenn og skotfæri annarsstaðar frá. Án þess gætu Rússar ekki haldið árásum sínum áfram á komandi mánuðum. Þá verði þeir að grípa til varna. Hún sagði Pútín líklegan til að vilja draga stríðið á langinn því hann sæi það sem bestu leiðina til að ná markmiðum sínum. „Í stuttu máli sagt þá sjáum við ekki að rússneski herinn geti jafnað sig nóg á þessu ári til að hertaka stór svæði,“ sagði Haines. Fyrir áramót sögðu ráðamenn í Úkraínu að Pútín stefni á aðra umfangsmikla herkvaðningu til að fylla upp í raðir sínar. Ekkert varð þó af þeirri herkvaðningu, þó enn sé reglulega verið að kveðja rússneska menn í herinn. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war slógu á svipaða strengi og Haines í gær. Í nýjustu stöðuskýrslu hugveitunnar segir að jafnvel þó Rússar nái fullum tökum á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem þeir hafa reynt að ná frá því í sumar, sé ólíklegt að herinn geti sótt lengra fram, eins og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hann óttaðist. Hugveitan segir rússneska herinn ekki í stöðu til að sækja frekar fram vegna skorts á hermönnum, hergögnum og þeim bryn- og skriðdrekum sem þarf til að sækja fram um langar vegalengdir. Þar að auki hafi Úkraínumenn þegar undirbúið varnir vestur af Bakhmut. Það eina sem Rússar hafi burði til að gera að svo stöddu sé að sækja fram í smáum sveitum sem geri þeim eingöngu kleift að ná smávægilegum sigrum. ISW assesses that #Russian forces would be unable to convert the capture of #Bakhmut into significant gains in #Donetsk b/c they 1) would likely have used up their remaining combat power 2) would need to choose between 2 diverging lines of advance 3) lack mechanized forces. https://t.co/tUK1m2OX3s pic.twitter.com/Un3VlQKrtf— ISW (@TheStudyofWar) March 8, 2023 Þurfa 250 þúsund sprengikúlur á mánuði Úkraínumenn skortir einnig skotfæri fyrir stórskotalið. Ráðamenn í Evrópusambandinu vinna að því að auka framleiðslu skotfæra til muna en samkvæmt frétt New York Times hefur einnig verið lagt til að stofna sérstakan sjóð til að kaupa allt að milljón sprengikúlur fyrir Úkraínumenn. Blaðamenn Financial Times komu nýverið höndunum yfir bréf frá varnarmálaráðherra Úkraínu, til varnarmálaráðherra ríkja Evrópusambandsins, þar sem hann sagði Úkraínumenn þurfa 250 þúsund sprengikúlur á mánuði. Nú væru þeir að skjóta um 120 þúsund kúlum á mánuði. Úkraínskir hermenn í Chasiv Yar í dag, nýkomnir úr skotgröfunum við Bakhmut.AP/Evgeniy Maloletka Heimildarmaður NYT segir þó að evrópsk fyrirtæki sem framleiði skotfæri sem þessi geti í mesta lagi framleitt um 650 þúsund kúlur á mánuði og á það við kúlur fyrir stórskotaliðsvopn og skriðdreka, sem skortir víða í Evrópu um þessar mundir. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04 Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. 6. mars 2023 12:50 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. 15. febrúar 2023 14:23 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29
Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02
Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01
Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04
Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. 6. mars 2023 12:50
Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00
Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. 15. febrúar 2023 14:23