Missti son sinn út af Basic Instinct Bjarki Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 22:02 Sharon Stone í hlutverki sínu sem Catherine Tramell í Basic Instinct. Youtube Leikkonan Sharon Stone segist hafa misst forræði yfir syni sínum í forræðisdeilu vegna atriðis í kvikmyndinni Basic Instinct. Hún segir áreitið eftir að myndin kom út hafa verið gífurlegt. Kvikmyndin Basic Instinct kom út árið 1992 en með aðalhlutverk myndarinnar fóru Stone og Michael Douglas. Í myndinni fer Stone með hlutverk rithöfundarins Catherine Trammel sem tælir lögreglumanninn Nick Curran. Í einni senu myndarinnar má sjá persónu Stone með krosslagða fætur og þegar hún skiptir um hvorn fótinn hún hvílir á lærinu. Um skamma stund sést á milli lappa hennar. „Það sást kannski í einn sextánda af sekúndu eitthvað sem var kannski nekt. Ég var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir þetta hlutverk og þegar ég fór á verðlaunahátíðina og nafn mitt var kallað fór salurinn að hlægja,“ segir Stone í hlaðvarpinu Table for Two. Árið 1998 giftist Stone blaðamanninum Phil Bronstein. Árið 2000 ættleiddu þau strák saman, Roan Joseph Bronstein en árið 2004 skildu hjónin. Við tók forræðisdeila milli þeirra sem fór alla leið í dómsal. „Vissir þú að mamma þín gerir kynlífskvikmyndir?“ spurði dómari málsins son hennar þegar hann var einungis fjögurra ára gamall. Hún endaði á að tapa málinu og fékk Bronstein fullt forræði. „Leikarinn sem leikur Jeffrey Dahmer, það heldur enginn að hann sjálfur borði fólk,“ segir Sharon. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Kvikmyndin Basic Instinct kom út árið 1992 en með aðalhlutverk myndarinnar fóru Stone og Michael Douglas. Í myndinni fer Stone með hlutverk rithöfundarins Catherine Trammel sem tælir lögreglumanninn Nick Curran. Í einni senu myndarinnar má sjá persónu Stone með krosslagða fætur og þegar hún skiptir um hvorn fótinn hún hvílir á lærinu. Um skamma stund sést á milli lappa hennar. „Það sást kannski í einn sextánda af sekúndu eitthvað sem var kannski nekt. Ég var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir þetta hlutverk og þegar ég fór á verðlaunahátíðina og nafn mitt var kallað fór salurinn að hlægja,“ segir Stone í hlaðvarpinu Table for Two. Árið 1998 giftist Stone blaðamanninum Phil Bronstein. Árið 2000 ættleiddu þau strák saman, Roan Joseph Bronstein en árið 2004 skildu hjónin. Við tók forræðisdeila milli þeirra sem fór alla leið í dómsal. „Vissir þú að mamma þín gerir kynlífskvikmyndir?“ spurði dómari málsins son hennar þegar hann var einungis fjögurra ára gamall. Hún endaði á að tapa málinu og fékk Bronstein fullt forræði. „Leikarinn sem leikur Jeffrey Dahmer, það heldur enginn að hann sjálfur borði fólk,“ segir Sharon.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira