Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2023 13:44 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Dómstóllinn er að fara yfir rannsókn Alvin Bragg, umdæmissaksóknara í Manhattan, á því hvort Trump hafi brotið kosningalög með greiðslunni til klámleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Sjá einnig: Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Cohen lét Clifford fá 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar og var greiðslan fyrir þögn hennar en hún segist hafa sængað hjá Trump á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaði Barron Trump árið 2006. Bragg er að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2018, fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðleitni hans til að tryggja byggingu Trump-turnar í Moskvu í aðdraganda kosninganna. Það að Cohen sé að bera vitni og að Trump sjálfum hafi verið boðið að bera einnig vitni, þykir til marks um að rannsóknin sé langt komin og að mögulegt sé að Trump verði ákærður. Það að bjóða þeim sem er til rannsóknar að bera vitni er iðulega það síðasta sem gert er í rannsókn ákærudómstóla. Trump hefur fengið frest fram á fimmtudag með að segja hvort hann vilji bera vitni eða ekki. Í frétt Washington Post segir að jafnvel þó Trump verði ákærður, verði erfitt að sækja hann til saka. Enginn fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur verið ákærður fyrir glæp. Þá er alfarið óljóst hvað Trump gæti verið ákærður fyrir. Þá er ekki búið að skilgreina greiðsluna til Clifford sem framlög til framboðs Trumps. Hann hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi verið fórnarlamb fjárkúgunar og gæti haldið því fram í dómsal að þess vegna sé ekki hægt að tala um framlög til framboðsins. Saksóknarar þyrftu einnig að sanna að Trump hafi ætlað sér að brjóta kosningalög og þyrftu því að sanna að hann þekkti kosningalögin. Trump stendur einnig frammi fyrir rannsókn saksóknara í Georgíu á tilraunum Trumps og bandamanna hans í að breyta úrslitum kosninganna þar. Þá hefur sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins einnig til skoðunar tilraunir Trumps og Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við og einnig meðferð Trumps á opinberum og leynilegum skjölum. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Dómstóllinn er að fara yfir rannsókn Alvin Bragg, umdæmissaksóknara í Manhattan, á því hvort Trump hafi brotið kosningalög með greiðslunni til klámleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Sjá einnig: Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Cohen lét Clifford fá 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar og var greiðslan fyrir þögn hennar en hún segist hafa sængað hjá Trump á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaði Barron Trump árið 2006. Bragg er að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2018, fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðleitni hans til að tryggja byggingu Trump-turnar í Moskvu í aðdraganda kosninganna. Það að Cohen sé að bera vitni og að Trump sjálfum hafi verið boðið að bera einnig vitni, þykir til marks um að rannsóknin sé langt komin og að mögulegt sé að Trump verði ákærður. Það að bjóða þeim sem er til rannsóknar að bera vitni er iðulega það síðasta sem gert er í rannsókn ákærudómstóla. Trump hefur fengið frest fram á fimmtudag með að segja hvort hann vilji bera vitni eða ekki. Í frétt Washington Post segir að jafnvel þó Trump verði ákærður, verði erfitt að sækja hann til saka. Enginn fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur verið ákærður fyrir glæp. Þá er alfarið óljóst hvað Trump gæti verið ákærður fyrir. Þá er ekki búið að skilgreina greiðsluna til Clifford sem framlög til framboðs Trumps. Hann hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi verið fórnarlamb fjárkúgunar og gæti haldið því fram í dómsal að þess vegna sé ekki hægt að tala um framlög til framboðsins. Saksóknarar þyrftu einnig að sanna að Trump hafi ætlað sér að brjóta kosningalög og þyrftu því að sanna að hann þekkti kosningalögin. Trump stendur einnig frammi fyrir rannsókn saksóknara í Georgíu á tilraunum Trumps og bandamanna hans í að breyta úrslitum kosninganna þar. Þá hefur sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins einnig til skoðunar tilraunir Trumps og Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við og einnig meðferð Trumps á opinberum og leynilegum skjölum.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20
DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20
Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37
Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44