Bubbi byggir, en aldrei nóg Kristján Baldursson skrifar 15. mars 2023 12:30 Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Þjóðfélagið okkar er margslungið og einhvern veginn finnst undirrituðum að hlutirnir gangi aldrei auðveldlega fyrir sig þótt þeir klárist alltaf á endanum eins og okkar er von og vísa á þessu skeri. Kaup og kjör, verðbólga og framboð fasteigna er eitthvað sem aldrei er samstaða um þrátt fyrir að við höfum það góða umgjörð skv. öllum alþjóðlegum mælikvörðum að við ættum að geta fundið lausn á þessum hlutum ef vilji væri fyrir hendi. Við ættum að geta gert hlutina þannig að við værum ekki alltaf með sömu vandamálin á herðunum á fimm ára fresti, en það bara virðist ekki takast. Skortur á fasteignum er engin nýlunda hér á landi og hefur verið viðvarandi vandamál lengi, enda hafa bæir og borg stækkað jafnt og þétt. Árið 1910 bjuggu einungis um 12 þúsund manns í Reykjavík og nágrannahreppum og 2000 á Akureyri. Fólksfjölgun hefur verið stöðug síðan þá og allir hafa nú þurft þak yfir höfuðið. Árið 1910 var einmitt mikill húsnæðisskortur í Reykjavík enda var bærinn að stækka og fólki að fjölga. Núna 110 árum seinni er sama staðan, viðvarandi húsnæðisskortur og okkur fjölgar sem aldrei fyrr. Hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir þetta viðvarandi vandamál ? Lausnin virðist einföld, að byggja fleiri íbúðir því fólki á Íslandi mun halda áfram að fjölga hratt næstu ár og áratugi í ljósi breytrar heimsmyndar. En málið er bara það, að Bubbi byggir, en bara aldrei nóg. Aldrei virðumst við geta haldið í við fólksfjölgun, það bara virðist ekki hreinlega vera vilji eða skynsemi til þess. Hugsum aðeins fram í tímann, byggjum meira og einföldum ferlið. Það lætur nærri að fólk sem undirritaður er að vinna með og fyrir, á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja, annað hvort fyrir sjálft sig eða byggja og selja. Skipulagið og reglugerðafrumskógurinn sem fólk mætir er flókinn, erfiður og oft algerlega óþarfur. Það hlýtur að vera löggjafans og borgar- og bæjaryfirvalda að einfalda þetta ferli svo hægt sé að byggja hratt og vel þegar á þarf að halda eins og nú um stundir. Þetta reglugerðafargan veldur því að byggingarkostnaður verður óbærilegur og rúllar beint út í verðlag til kaupenda. Vinna þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Í þeim orðum felst að strax frá upphafi sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag hafi alla burði til að myndast. Það er jú það sem allir vilja og sækjast eftir að skapa sér og sínum skjól í amstri hversdagsins. Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Miklar verðhækkanir eru bein afleiðing af þessum skorti. Mikilvægt er að ná verðbólgunni verulega niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; hugsum fram í tímann, byggjum fleiri íbúðir og byggjum vel. Höfundur er löggiltur fasteignasali og einn eiganda Trausta fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Þjóðfélagið okkar er margslungið og einhvern veginn finnst undirrituðum að hlutirnir gangi aldrei auðveldlega fyrir sig þótt þeir klárist alltaf á endanum eins og okkar er von og vísa á þessu skeri. Kaup og kjör, verðbólga og framboð fasteigna er eitthvað sem aldrei er samstaða um þrátt fyrir að við höfum það góða umgjörð skv. öllum alþjóðlegum mælikvörðum að við ættum að geta fundið lausn á þessum hlutum ef vilji væri fyrir hendi. Við ættum að geta gert hlutina þannig að við værum ekki alltaf með sömu vandamálin á herðunum á fimm ára fresti, en það bara virðist ekki takast. Skortur á fasteignum er engin nýlunda hér á landi og hefur verið viðvarandi vandamál lengi, enda hafa bæir og borg stækkað jafnt og þétt. Árið 1910 bjuggu einungis um 12 þúsund manns í Reykjavík og nágrannahreppum og 2000 á Akureyri. Fólksfjölgun hefur verið stöðug síðan þá og allir hafa nú þurft þak yfir höfuðið. Árið 1910 var einmitt mikill húsnæðisskortur í Reykjavík enda var bærinn að stækka og fólki að fjölga. Núna 110 árum seinni er sama staðan, viðvarandi húsnæðisskortur og okkur fjölgar sem aldrei fyrr. Hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir þetta viðvarandi vandamál ? Lausnin virðist einföld, að byggja fleiri íbúðir því fólki á Íslandi mun halda áfram að fjölga hratt næstu ár og áratugi í ljósi breytrar heimsmyndar. En málið er bara það, að Bubbi byggir, en bara aldrei nóg. Aldrei virðumst við geta haldið í við fólksfjölgun, það bara virðist ekki hreinlega vera vilji eða skynsemi til þess. Hugsum aðeins fram í tímann, byggjum meira og einföldum ferlið. Það lætur nærri að fólk sem undirritaður er að vinna með og fyrir, á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja, annað hvort fyrir sjálft sig eða byggja og selja. Skipulagið og reglugerðafrumskógurinn sem fólk mætir er flókinn, erfiður og oft algerlega óþarfur. Það hlýtur að vera löggjafans og borgar- og bæjaryfirvalda að einfalda þetta ferli svo hægt sé að byggja hratt og vel þegar á þarf að halda eins og nú um stundir. Þetta reglugerðafargan veldur því að byggingarkostnaður verður óbærilegur og rúllar beint út í verðlag til kaupenda. Vinna þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Í þeim orðum felst að strax frá upphafi sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag hafi alla burði til að myndast. Það er jú það sem allir vilja og sækjast eftir að skapa sér og sínum skjól í amstri hversdagsins. Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Miklar verðhækkanir eru bein afleiðing af þessum skorti. Mikilvægt er að ná verðbólgunni verulega niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; hugsum fram í tímann, byggjum fleiri íbúðir og byggjum vel. Höfundur er löggiltur fasteignasali og einn eiganda Trausta fasteignasölu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun