Funduðu í fjóra og hálfan tíma Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2023 10:26 Xi Jinping Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. Xi mun verja nokkrum dögum í Moskvu en formlegur fundur forsetanna tveggja er í dag. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Xi ætli sér að byrja að aðstoða Rússa með beinum hætti vegna innrásar þeirra í Úkraínu og senda þeim skotfæri og vopn. Hvort af því verður liggur ekki fyrir enn. Dmirí Peskóv, ralsmaður Pútíns, hefur lítið sagt um hvað forsetarnir ræddu sín á milli í gær. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Xi og Pútín hafi átt „alvarlegt samtal“ og skipst á skoðunum. Hann vildi ekkert frekar segja og sagði réttast að bíða eftir opinberum tilkynningum. Þegar Xi og Pútín hittust síðasta í Kasakstan í september í fyrra en þá sagðist Xi hafa áhyggjur af innrás Pútíns í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Nú jusu þeir hvorn annan lofi og var augljóst að markmiðið var að sýna mikla samstöðu. Bæði Rússland og Kína eru í andstöðu gegn núverandi alþjóðakerfi, sem myndað var af Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í síðustu viku út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir stríðsglæpi í Úkraínu, vegna fjölda úkraínskra barna sem flutt hafa verið nauðungarflutningum til Rússlands. Þar hafa börnin verið vistuð á stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskyldna, jafnvel þó þau séu ekki munaðarlaus. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi heimsókn Xi í gær og sagði að með henni væri forsetinn kínverski að veita Pútín pólitískt skjól frá áframhaldandi stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Hann sagði einnig að heimsóknin gæfi til kynna á að Kínverjar hefðu lítinn áhuga á því að draga Pútín til ábyrgðar fyrir ódæði Rússa í Úkraínu. Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Xi mun verja nokkrum dögum í Moskvu en formlegur fundur forsetanna tveggja er í dag. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Xi ætli sér að byrja að aðstoða Rússa með beinum hætti vegna innrásar þeirra í Úkraínu og senda þeim skotfæri og vopn. Hvort af því verður liggur ekki fyrir enn. Dmirí Peskóv, ralsmaður Pútíns, hefur lítið sagt um hvað forsetarnir ræddu sín á milli í gær. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Xi og Pútín hafi átt „alvarlegt samtal“ og skipst á skoðunum. Hann vildi ekkert frekar segja og sagði réttast að bíða eftir opinberum tilkynningum. Þegar Xi og Pútín hittust síðasta í Kasakstan í september í fyrra en þá sagðist Xi hafa áhyggjur af innrás Pútíns í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Nú jusu þeir hvorn annan lofi og var augljóst að markmiðið var að sýna mikla samstöðu. Bæði Rússland og Kína eru í andstöðu gegn núverandi alþjóðakerfi, sem myndað var af Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í síðustu viku út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir stríðsglæpi í Úkraínu, vegna fjölda úkraínskra barna sem flutt hafa verið nauðungarflutningum til Rússlands. Þar hafa börnin verið vistuð á stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskyldna, jafnvel þó þau séu ekki munaðarlaus. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi heimsókn Xi í gær og sagði að með henni væri forsetinn kínverski að veita Pútín pólitískt skjól frá áframhaldandi stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Hann sagði einnig að heimsóknin gæfi til kynna á að Kínverjar hefðu lítinn áhuga á því að draga Pútín til ábyrgðar fyrir ódæði Rússa í Úkraínu.
Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14
Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52
Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05