Alltaf aftast í röðinni Atli Þór Fanndal skrifar 22. mars 2023 12:31 Íslensk yfirvöld töldu ástæðulaust að birta Samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu í stjórnartíðindum fyrr en rúmum áratug eftir fullgildingu hans. Þetta kemur fram í grein Bjarna Már Magnússonar, prófessors við lagadeild Bifrastar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Samningurinn var fyrst birtur 26. Ágúst árið 2022. Þessi töf takmarkar að öllum líkindum getu saksóknara til að sækja spillingarmál þótt enn sé hægt að gefa út ákæru í samræmi við íslensk lög. Það sem ekki kemur fram í grein Bjarna er að tæpri viku áður en úttektarnefnd fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) var á leið til Reykjavíkur til að meta vinnu við innleiðingu samningsins af hálfu Íslands varð uppi fótur og fit hjá framkvæmdavaldinu. Það yrði óbærilegt að þamba kaffi og borða kleinur með úttektarnefndinni ef samningurinn er ekki einu sinni formlega birtur. Yfirvöld tilkynntu úttektarnefnd UNODC ekki um málið en engar áhyggjur, Íslandsdeild Transparency hefur þegar tekið að sér að spilla gleðinni og tilkynnt UNODC. Fyrst og fremst er um að ræða enn eitt dæmið um hvaða hagsmunir ráða för hér á landi. Þrátt fyrir ábendingar GRECO og OECD áratugum saman er baráttan gegn spillingu aldrei í forgang. Þrátt fyrir bankahrun og gráa lista FATF er baráttan gegn spillingu aldrei ofarlega í huga. Þrátt fyrir einkavæðingu, vantraust og klúður við framkvæmd kosninga má ekki setja neinn kraft í að sauma fyrir spillingaráhættur. Þegar hins vegar kemur að því að halda andlitinu má alveg leggja eitthvað á sig. Það var í lok ársins 2019 sem Andrés Ingi Jónsson, þá þingmaður VG en nú Pírata, lagði fyrirspurn fyrir þingið vegna brotalamar við birtingu alþjóðasamninga. Í svari þáverandi utanríkisráðherra kemur fram að um 300 alþjóðasamningar bíði líklega birtingar en áhersla sé lögð á að birta mikilvæga samninga. „Síðastliðinn áratug hefur dregið úr birtingu þjóðréttarsamninga í C-deild Stjórnartíðinda. Koma þar til nokkrar ástæður, en eftir efnahagshrun var dregið verulega úr fjármunum til þessara verkefna og forgangsröðun birtinga endurskoðuð þannig að lögð var áhersla á að birta samninga þar sem birting væri nauðsynleg forsenda réttaráhrifa,“ segir í svarinu. Helsti milliríkjasamningur alþjóðlegrar baráttu gegn spillingu náði því ekki í gegnum nálarauga forgangsröðunar framkvæmdarvaldsins og beið með öðrum léttvægum málefnum í rúman áratug. Á Íslandi skortir heildstæða opinbera stefnu um baráttu gegn spillingu. Samhæf áætlun og strategía er ekki til. Sérhæfð stofnun sem rannsakar pólitíska spillingu er ekki til. Utanumhald um hagsmunaskráningu er í molum. Vísbendingar um spillingaráhættur eru hunsaðar, ábendingar og jafnvel játningar um útgáfu tilefnislausra reikninga til Alþingis fyrir eru án áfleiðinga og áfram má telja. Ábendingar frá erlendum ríkjum um þátttöku íslenskra aðila í mútum eru settar ofan í skúffu og ekki rannsakaðar. Það er jú engin spilling á Íslandi eða ef hún er til þá er íslensk spilling augljóslega miklu minni og ómerkilegri en útlensk spilling ekki satt? Það er enginn óþekktur kerfisgalli eins og skrifstofa Alþingis orðaði það í nýlegu svari vegna líkkistuinnflutnings dómsmálaráðherra. Markmiðið er að sjá til þess að ekkert virki þegar upp kemst um spillingu. Sú pólitíska ákvörðun að setja samning SÞ gegn spillingu aftast í búnkan er auðvitað í samræmi við annað. Það er nefnilega stefnan að dekra við Spillingu en skella svo sökinni á systur hennar fúsk. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Þór Fanndal Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslensk yfirvöld töldu ástæðulaust að birta Samning Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu í stjórnartíðindum fyrr en rúmum áratug eftir fullgildingu hans. Þetta kemur fram í grein Bjarna Már Magnússonar, prófessors við lagadeild Bifrastar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Samningurinn var fyrst birtur 26. Ágúst árið 2022. Þessi töf takmarkar að öllum líkindum getu saksóknara til að sækja spillingarmál þótt enn sé hægt að gefa út ákæru í samræmi við íslensk lög. Það sem ekki kemur fram í grein Bjarna er að tæpri viku áður en úttektarnefnd fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) var á leið til Reykjavíkur til að meta vinnu við innleiðingu samningsins af hálfu Íslands varð uppi fótur og fit hjá framkvæmdavaldinu. Það yrði óbærilegt að þamba kaffi og borða kleinur með úttektarnefndinni ef samningurinn er ekki einu sinni formlega birtur. Yfirvöld tilkynntu úttektarnefnd UNODC ekki um málið en engar áhyggjur, Íslandsdeild Transparency hefur þegar tekið að sér að spilla gleðinni og tilkynnt UNODC. Fyrst og fremst er um að ræða enn eitt dæmið um hvaða hagsmunir ráða för hér á landi. Þrátt fyrir ábendingar GRECO og OECD áratugum saman er baráttan gegn spillingu aldrei í forgang. Þrátt fyrir bankahrun og gráa lista FATF er baráttan gegn spillingu aldrei ofarlega í huga. Þrátt fyrir einkavæðingu, vantraust og klúður við framkvæmd kosninga má ekki setja neinn kraft í að sauma fyrir spillingaráhættur. Þegar hins vegar kemur að því að halda andlitinu má alveg leggja eitthvað á sig. Það var í lok ársins 2019 sem Andrés Ingi Jónsson, þá þingmaður VG en nú Pírata, lagði fyrirspurn fyrir þingið vegna brotalamar við birtingu alþjóðasamninga. Í svari þáverandi utanríkisráðherra kemur fram að um 300 alþjóðasamningar bíði líklega birtingar en áhersla sé lögð á að birta mikilvæga samninga. „Síðastliðinn áratug hefur dregið úr birtingu þjóðréttarsamninga í C-deild Stjórnartíðinda. Koma þar til nokkrar ástæður, en eftir efnahagshrun var dregið verulega úr fjármunum til þessara verkefna og forgangsröðun birtinga endurskoðuð þannig að lögð var áhersla á að birta samninga þar sem birting væri nauðsynleg forsenda réttaráhrifa,“ segir í svarinu. Helsti milliríkjasamningur alþjóðlegrar baráttu gegn spillingu náði því ekki í gegnum nálarauga forgangsröðunar framkvæmdarvaldsins og beið með öðrum léttvægum málefnum í rúman áratug. Á Íslandi skortir heildstæða opinbera stefnu um baráttu gegn spillingu. Samhæf áætlun og strategía er ekki til. Sérhæfð stofnun sem rannsakar pólitíska spillingu er ekki til. Utanumhald um hagsmunaskráningu er í molum. Vísbendingar um spillingaráhættur eru hunsaðar, ábendingar og jafnvel játningar um útgáfu tilefnislausra reikninga til Alþingis fyrir eru án áfleiðinga og áfram má telja. Ábendingar frá erlendum ríkjum um þátttöku íslenskra aðila í mútum eru settar ofan í skúffu og ekki rannsakaðar. Það er jú engin spilling á Íslandi eða ef hún er til þá er íslensk spilling augljóslega miklu minni og ómerkilegri en útlensk spilling ekki satt? Það er enginn óþekktur kerfisgalli eins og skrifstofa Alþingis orðaði það í nýlegu svari vegna líkkistuinnflutnings dómsmálaráðherra. Markmiðið er að sjá til þess að ekkert virki þegar upp kemst um spillingu. Sú pólitíska ákvörðun að setja samning SÞ gegn spillingu aftast í búnkan er auðvitað í samræmi við annað. Það er nefnilega stefnan að dekra við Spillingu en skella svo sökinni á systur hennar fúsk. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun