Allt í einu er lögreglan með rafbyssur Björn Leví Gunnarsson skrifar 23. mars 2023 10:30 Allt í einu hefur lögreglan fengið leyfi til þess að nota rafbyssur. Sama dag og dómsmálaráðherra segist hafa tekið ákvörðun um að gera nauðsynlegar breytingar til þess að láta lögregluna fá rafbyssur segir forsætisráðherra að það þurfi nú að ræða málið í ríkisstjórn og í þinginu. Og nei, við skulum hafa það á hreinu: þetta eru ekki „rafvarnarvopn,“ „rafvarnartæki“ eða „rafvarnartól.“ Þetta eru rafbyssur. Málið er ekki flóknara en svo. Eðli þessara vopna breytist ekkert þó séu kölluð krúttlegri nöfnum. Þetta eru rafbyssur – og núna má lögreglan allt í einu nota þær á sama hátt og lögreglan beitir kylfum og úða. Eins og hendi sé veifað. Það er mikilvægt að þetta sérstaklega skýrt; nú er búið að auka við vopnabúnað lögreglunnar með rafbyssum án þess að um það hafi verið haft nokkurtsamráð. Það var ekki samráð við ríkisstjórnina, það var ekki samráð við þingið og það var heldur ekki samráð við þjóðina. Dómsmálaráðherra fannst bara að lögreglan ætti að vopnast og lét það gerast, þrátt fyrir athugasemdir forsætisráðherra. Eru ekki allir í stuði? Með reglugerðinni sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs kemur skýrt og greinilega fram að heimilt sé að nota rafbyssur í öllum tilfellum þar sem heimilt væri að nota kylfu eða úða: „Lögreglu er heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til þess að yfirbuga aðila eða skilyrði um notkun skotvopna er ekki til staðar.“ Hér er reyndar bætt um betur og í raun gefin heimild til þess að nota frekar rafbyssu en kylfu og úða: „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnarvopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu.“ Það er augljóslega hægt að nota rafbyssu á lengra færi en hægt er að nota kylfu eða úða, og þar með auðveldara að afstýra meintri hættu úr fjarlægð. Það má gera ráð fyrir því að notkun rafbyssa verði tiltölulega algeng í samanburði við kylfu og úða – hvort sem við erum að tala um að lögreglan hóti því að beita vopninu eða hleypi af rafbyssunni. Enginn talaði við neinn Eins og fram hefur komið þá taldi forsætisráðherra að ræða þyrfti rafbyssur innan ríkisstjórnar. Það er sagt sama dag og dómsmálaráðherra sendi grein í Morgunblaðið um að lögreglan fengi að nota rafbyssur, mögulega strax eftir páska. Í greininni skrifar dómsmálaráðherra: „Að vandlega íhuguðu máli hef ég tekið ákvörðun um gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvarnarvopna.“ Þarna kom hvergi fram að það væri þegar búið að gera reglugerðarbreytingarnar og að þær hafi verið undirritaðar þennan sama dag. Það er augljóst á viðbrögðum forsætisráðherra að hún hafði ekki hugmynd um að þetta væri búið og gert. Þar kemur skýrt fram að forsætisráðherra telji að það eigi að bera málið undir þingið og að málið hafi ekki verið rætt á undanförnum fundum ríkisstjórnarinnar. Umboðsmaður segir það einnig vera þýðingarlaust hvort reglurnar höfðu þegar verið undirritaðar og sendar til birtingar þegar forsætisráðherra var sagt frá þessari ákvörðun dómsmálaráðherra. Mjög einfalt hefði verið að fresta framkvæmd málsins. Þetta er þá staðan sem við stöndum frammi fyrir í dag. Forsætisráðherra telur að um mikilvæga áherslubreytingu á vopnaburði lögreglu sé að ræða. Dómsmálaráðherra er ósammála og segir að hann ráði því bara hvort þetta sé mikilvægt mál eða ekki og engum dettur í hug að spyrja þing eða þjóð um álit sitt. Svona er þetta bara… eða hvað? Afleiðingin er sú að lögreglan fær rafbyssur – og við getum ekki annað en spurt okkur að því hvort raunverulega sé svo í pottinn búið að enginn geti sagt nokkuð við því? Getur forsætisráðherra ekki einu sinni sagt við ráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar að málið sé mikilvægt og beri að meðhöndla á viðeigandi hátt, með viðeigandi samtali og samráði? Og hvað með okkur hin? Vonandi verðum við aldrei fyrir þeirri lífsreynslu að horfa á lögreglumann beina að okkur rafbyssu, en miðað við fyrri dæmi þar sem piðarúða var beitt, þá hefði til dæmis ekki verið ólíklegt að rafbyssum hefði verið beitt á mótmælendur við Alþingishúsið. Þannig gætu þingmenn horft á fólk vera lamað með raflosti vegna mótmæla. Við erum því í mjög undarlegri stöðu. Forsætisráðherra segir, endurorðað, „þetta er mikilvægt“ á meðan dómsmálaráðherra segir „þetta er ekki mikilvægt“. Það sem er að veði í þessari störukeppni er, samkvæmt umboðsmanni, “það traust sem borgararnir eiga að geta borið til þess að æðsta stjórn landsins vinni mál og afgreiði af fagmennsku og yfirvegun”. Það hlýtur að vera meiri háttar mál þegar það er ósætti innan ríkisstjórnarinnar, hvað þá um jafn alvarlegt mál og að vopnvæða lögregluna með rafbyssum. Við hljótum að þurfa að greiða úr þessum ágreiningi einhvern veginn – en það er varla hægt að gera á meðan vopnvæðingin er enn í gildi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Allt í einu hefur lögreglan fengið leyfi til þess að nota rafbyssur. Sama dag og dómsmálaráðherra segist hafa tekið ákvörðun um að gera nauðsynlegar breytingar til þess að láta lögregluna fá rafbyssur segir forsætisráðherra að það þurfi nú að ræða málið í ríkisstjórn og í þinginu. Og nei, við skulum hafa það á hreinu: þetta eru ekki „rafvarnarvopn,“ „rafvarnartæki“ eða „rafvarnartól.“ Þetta eru rafbyssur. Málið er ekki flóknara en svo. Eðli þessara vopna breytist ekkert þó séu kölluð krúttlegri nöfnum. Þetta eru rafbyssur – og núna má lögreglan allt í einu nota þær á sama hátt og lögreglan beitir kylfum og úða. Eins og hendi sé veifað. Það er mikilvægt að þetta sérstaklega skýrt; nú er búið að auka við vopnabúnað lögreglunnar með rafbyssum án þess að um það hafi verið haft nokkurtsamráð. Það var ekki samráð við ríkisstjórnina, það var ekki samráð við þingið og það var heldur ekki samráð við þjóðina. Dómsmálaráðherra fannst bara að lögreglan ætti að vopnast og lét það gerast, þrátt fyrir athugasemdir forsætisráðherra. Eru ekki allir í stuði? Með reglugerðinni sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs kemur skýrt og greinilega fram að heimilt sé að nota rafbyssur í öllum tilfellum þar sem heimilt væri að nota kylfu eða úða: „Lögreglu er heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til þess að yfirbuga aðila eða skilyrði um notkun skotvopna er ekki til staðar.“ Hér er reyndar bætt um betur og í raun gefin heimild til þess að nota frekar rafbyssu en kylfu og úða: „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnarvopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu.“ Það er augljóslega hægt að nota rafbyssu á lengra færi en hægt er að nota kylfu eða úða, og þar með auðveldara að afstýra meintri hættu úr fjarlægð. Það má gera ráð fyrir því að notkun rafbyssa verði tiltölulega algeng í samanburði við kylfu og úða – hvort sem við erum að tala um að lögreglan hóti því að beita vopninu eða hleypi af rafbyssunni. Enginn talaði við neinn Eins og fram hefur komið þá taldi forsætisráðherra að ræða þyrfti rafbyssur innan ríkisstjórnar. Það er sagt sama dag og dómsmálaráðherra sendi grein í Morgunblaðið um að lögreglan fengi að nota rafbyssur, mögulega strax eftir páska. Í greininni skrifar dómsmálaráðherra: „Að vandlega íhuguðu máli hef ég tekið ákvörðun um gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvarnarvopna.“ Þarna kom hvergi fram að það væri þegar búið að gera reglugerðarbreytingarnar og að þær hafi verið undirritaðar þennan sama dag. Það er augljóst á viðbrögðum forsætisráðherra að hún hafði ekki hugmynd um að þetta væri búið og gert. Þar kemur skýrt fram að forsætisráðherra telji að það eigi að bera málið undir þingið og að málið hafi ekki verið rætt á undanförnum fundum ríkisstjórnarinnar. Umboðsmaður segir það einnig vera þýðingarlaust hvort reglurnar höfðu þegar verið undirritaðar og sendar til birtingar þegar forsætisráðherra var sagt frá þessari ákvörðun dómsmálaráðherra. Mjög einfalt hefði verið að fresta framkvæmd málsins. Þetta er þá staðan sem við stöndum frammi fyrir í dag. Forsætisráðherra telur að um mikilvæga áherslubreytingu á vopnaburði lögreglu sé að ræða. Dómsmálaráðherra er ósammála og segir að hann ráði því bara hvort þetta sé mikilvægt mál eða ekki og engum dettur í hug að spyrja þing eða þjóð um álit sitt. Svona er þetta bara… eða hvað? Afleiðingin er sú að lögreglan fær rafbyssur – og við getum ekki annað en spurt okkur að því hvort raunverulega sé svo í pottinn búið að enginn geti sagt nokkuð við því? Getur forsætisráðherra ekki einu sinni sagt við ráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar að málið sé mikilvægt og beri að meðhöndla á viðeigandi hátt, með viðeigandi samtali og samráði? Og hvað með okkur hin? Vonandi verðum við aldrei fyrir þeirri lífsreynslu að horfa á lögreglumann beina að okkur rafbyssu, en miðað við fyrri dæmi þar sem piðarúða var beitt, þá hefði til dæmis ekki verið ólíklegt að rafbyssum hefði verið beitt á mótmælendur við Alþingishúsið. Þannig gætu þingmenn horft á fólk vera lamað með raflosti vegna mótmæla. Við erum því í mjög undarlegri stöðu. Forsætisráðherra segir, endurorðað, „þetta er mikilvægt“ á meðan dómsmálaráðherra segir „þetta er ekki mikilvægt“. Það sem er að veði í þessari störukeppni er, samkvæmt umboðsmanni, “það traust sem borgararnir eiga að geta borið til þess að æðsta stjórn landsins vinni mál og afgreiði af fagmennsku og yfirvegun”. Það hlýtur að vera meiri háttar mál þegar það er ósætti innan ríkisstjórnarinnar, hvað þá um jafn alvarlegt mál og að vopnvæða lögregluna með rafbyssum. Við hljótum að þurfa að greiða úr þessum ágreiningi einhvern veginn – en það er varla hægt að gera á meðan vopnvæðingin er enn í gildi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun