Lífeyrismál unga fólksins Kristófer Már Maronsson skrifar 29. mars 2023 08:01 Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu launaseðlarnir berast. Það er samt aldrei of seint að skoða lífeyrismálin, en því fyrr því betra. Raunhæf verkefni til að vekja áhuga Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil m.a. nýta tíma minn í stjórn til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Fyrir áratug var ég nemandi í Verzlunarskóla Íslands og þar unnum við raunhæf verkefni þar sem við þurftum til dæmis að vinna okkur í gegnum allt ferlið við að kaupa draumabílinn. Það þurfti að finna bílinn, fjármagna hann og skoða greiðsluáætlun ásamt því að skoða sérstaklega hversu mikið er greitt í vexti og lántökukostnað. Þetta opnaði augun hjá mér og líklega fleirum fyrir því hvað lántaka er dýr. Lög um fyrstu fasteign Þetta raunhæfa verkefni skilaði sér í því að þegar ég fór að huga að húsnæðiskaupum pældi ég mikið í því hvernig væri hægt að greiða lánið hratt niður til þess að lágmarka vaxtakostnað. Eftir miklar excel-æfingar taldi ég sniðugt að gefa fólki kost á því að nota lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður lánin sín í nokkur ár þegar það kaupir sína fyrstu fasteign og ritaði um það stuttan pistil. Umræðan fór á flug eftir pistilinn og mætti ég m.a. í Kastljós ásamt Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, til þess að ræða málin. Umræðan rataði alla leið inn á Alþingi og nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem nýst hafa fjölda fólks sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en Almenni Lífeyrissjóðurinn er m.a. starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna. Einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til kl. 16 í dag, 29. mars, og ég óska eftir þínum stuðningi - hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Hafir þú áhuga á því að fylgjast með eða komast í samband við mig bendi ég á vefsíðu framboðsins. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu launaseðlarnir berast. Það er samt aldrei of seint að skoða lífeyrismálin, en því fyrr því betra. Raunhæf verkefni til að vekja áhuga Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil m.a. nýta tíma minn í stjórn til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Fyrir áratug var ég nemandi í Verzlunarskóla Íslands og þar unnum við raunhæf verkefni þar sem við þurftum til dæmis að vinna okkur í gegnum allt ferlið við að kaupa draumabílinn. Það þurfti að finna bílinn, fjármagna hann og skoða greiðsluáætlun ásamt því að skoða sérstaklega hversu mikið er greitt í vexti og lántökukostnað. Þetta opnaði augun hjá mér og líklega fleirum fyrir því hvað lántaka er dýr. Lög um fyrstu fasteign Þetta raunhæfa verkefni skilaði sér í því að þegar ég fór að huga að húsnæðiskaupum pældi ég mikið í því hvernig væri hægt að greiða lánið hratt niður til þess að lágmarka vaxtakostnað. Eftir miklar excel-æfingar taldi ég sniðugt að gefa fólki kost á því að nota lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður lánin sín í nokkur ár þegar það kaupir sína fyrstu fasteign og ritaði um það stuttan pistil. Umræðan fór á flug eftir pistilinn og mætti ég m.a. í Kastljós ásamt Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, til þess að ræða málin. Umræðan rataði alla leið inn á Alþingi og nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem nýst hafa fjölda fólks sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en Almenni Lífeyrissjóðurinn er m.a. starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna. Einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til kl. 16 í dag, 29. mars, og ég óska eftir þínum stuðningi - hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Hafir þú áhuga á því að fylgjast með eða komast í samband við mig bendi ég á vefsíðu framboðsins. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun