„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 20:53 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum eftir að Valur féll úr leik í Evrópudeildinni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. „Tilfinningin er bara beggja blands. Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki gert þetta að meira einvígi, en ég samt stoltur af strákunum í leiknum í kvöld. Þeir voru bara flottir og ég gat ekkert beðið um neitt meira,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Það er náttúrulega líka skrýtin tilfinning að þetta sé búið. Þetta er búið að vera ótrúlegt dæmi, en við leyfum þessu aðeins að „sync-a“ inn og svo bara meltum við þetta þegar það er tíma til þess.“ Valsmenn máttu þola sjö marka tap í fyrri leiknum gegn Göppingen, en Snorri segir að tveggja marka tap í kvöld gefi mögulega betri mynd af muninum á liðunum. „Já og nei. Þetta er líka bara gott lið - atvinnumannalið - og þeir spila þennan leik bara mjög klókt og vita alveg hvað þeir eru mörgum mörkum yfir þannig að það getur vel verið að þeir hafi nálgast þennan leik öðruvísi en ef staðan hefði verið jafnari. Auðvitað er hægt að fara í rosa mikið ef og hefði og ekki hafa áhyggjur af því, ég á eftir að gera það.“ „Auðvitað situr þessi leikur heima í okkur því við vorum bara ekki nógu góðir þar. Við komum okkur sjálfir í þá stöðu, en eins og ég segi þá verður nóg um ef og hefði næstu dagana.“ Þá átti Tryggvi Garðar Jónsson frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir liðið, en Snorri segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið í Göppingen „Nei, alls ekki. Þetta hefur verið langur aðdragandi fyrir hann og hann er búinn að vera mikið meiddur og þetta er erfið samkeppni og allt það. Við þurfum á þessu að því við erum laskaðir. Hann steig upp í dag og sýndi það að hann á skilið mínútur.“ Viðtalið við Snorra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Sjá meira
„Tilfinningin er bara beggja blands. Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki gert þetta að meira einvígi, en ég samt stoltur af strákunum í leiknum í kvöld. Þeir voru bara flottir og ég gat ekkert beðið um neitt meira,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Það er náttúrulega líka skrýtin tilfinning að þetta sé búið. Þetta er búið að vera ótrúlegt dæmi, en við leyfum þessu aðeins að „sync-a“ inn og svo bara meltum við þetta þegar það er tíma til þess.“ Valsmenn máttu þola sjö marka tap í fyrri leiknum gegn Göppingen, en Snorri segir að tveggja marka tap í kvöld gefi mögulega betri mynd af muninum á liðunum. „Já og nei. Þetta er líka bara gott lið - atvinnumannalið - og þeir spila þennan leik bara mjög klókt og vita alveg hvað þeir eru mörgum mörkum yfir þannig að það getur vel verið að þeir hafi nálgast þennan leik öðruvísi en ef staðan hefði verið jafnari. Auðvitað er hægt að fara í rosa mikið ef og hefði og ekki hafa áhyggjur af því, ég á eftir að gera það.“ „Auðvitað situr þessi leikur heima í okkur því við vorum bara ekki nógu góðir þar. Við komum okkur sjálfir í þá stöðu, en eins og ég segi þá verður nóg um ef og hefði næstu dagana.“ Þá átti Tryggvi Garðar Jónsson frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir liðið, en Snorri segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið í Göppingen „Nei, alls ekki. Þetta hefur verið langur aðdragandi fyrir hann og hann er búinn að vera mikið meiddur og þetta er erfið samkeppni og allt það. Við þurfum á þessu að því við erum laskaðir. Hann steig upp í dag og sýndi það að hann á skilið mínútur.“ Viðtalið við Snorra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Sjá meira