Hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldurinn kviknaði Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 15:05 Flestir hinna látnu voru frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. AP/Christian Chavez) Öryggisverðir í flóttamannabúðum í Ciudad Jarez hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldur kviknaði í búðunum í gær. Minnst 38 létust og 28 eru særðir en flóttamennirnir sjálfir eru sagðir hafa kveikt eldinn. Forseti Mexíkó heitir því að málið verði rannsakað og engum verði hlíft. Myndband úr öryggismyndavél í flóttamannabúðunum styður það að flóttamennirnir hafi sjálfir kveikt eldinn en þeir munu hafa verið að mótmæla mögulegum brottflutningi frá Mexíkó. Mikill fjöldi fólks heldur til í Mexíkó og bíður eftir því að fá tækifæri til að reyna að komast til Bandaríkjanna eða hafa þegar sótt um hæli og bíða eftir því að mál þeirra fari í gegnum hið opinbera ferli. AP fréttaveitan segir 68 menn hafa verið í þessu tiltekna húsnæði og flestir hafi verið frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. Áðurnefnt myndband sýnir einnig að öryggisverðir hlaupa út, án þess að hleypa flóttamönnunum út úr læstu rými eða búri sem þeir virðast hafa verið í. Fimmtán konum var hleypt út en ekki mönnunum. AP segir að flestir þeirra sem dóu hafi kafnað vegna reyks. Viangly Infante Padrón, eiginkona eins mannsins, sem lést segist ekki skilja af hverju mönnunum var ekki hleypt út. Öryggisverðirnir hefðu verið þeir einu sem voru með lykla. „Ábyrgðin var þeirra að opna dyrnar og bjarga þessum lífum, burtséð frá því hvort þeir voru í haldi eða burtséð frá því hvort þeir myndu reyna að flýja, burtséð frá öllu sem hafði gerst. Þeir áttu að bjarga þessum lífum,“ sagði Viangly Infante Padrón. Mexíkó Flóttamenn Bandaríkin Tengdar fréttir Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Forseti Mexíkó heitir því að málið verði rannsakað og engum verði hlíft. Myndband úr öryggismyndavél í flóttamannabúðunum styður það að flóttamennirnir hafi sjálfir kveikt eldinn en þeir munu hafa verið að mótmæla mögulegum brottflutningi frá Mexíkó. Mikill fjöldi fólks heldur til í Mexíkó og bíður eftir því að fá tækifæri til að reyna að komast til Bandaríkjanna eða hafa þegar sótt um hæli og bíða eftir því að mál þeirra fari í gegnum hið opinbera ferli. AP fréttaveitan segir 68 menn hafa verið í þessu tiltekna húsnæði og flestir hafi verið frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. Áðurnefnt myndband sýnir einnig að öryggisverðir hlaupa út, án þess að hleypa flóttamönnunum út úr læstu rými eða búri sem þeir virðast hafa verið í. Fimmtán konum var hleypt út en ekki mönnunum. AP segir að flestir þeirra sem dóu hafi kafnað vegna reyks. Viangly Infante Padrón, eiginkona eins mannsins, sem lést segist ekki skilja af hverju mönnunum var ekki hleypt út. Öryggisverðirnir hefðu verið þeir einu sem voru með lykla. „Ábyrgðin var þeirra að opna dyrnar og bjarga þessum lífum, burtséð frá því hvort þeir voru í haldi eða burtséð frá því hvort þeir myndu reyna að flýja, burtséð frá öllu sem hafði gerst. Þeir áttu að bjarga þessum lífum,“ sagði Viangly Infante Padrón.
Mexíkó Flóttamenn Bandaríkin Tengdar fréttir Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42