Jafnar byrðar – ekki undanþágur Bogi Nils Bogason skrifar 31. mars 2023 08:31 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Utanríkismál Evrópusambandið Bogi Nils Bogason Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar