Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2023 11:06 Handtökuskipun var nýverið gefin út á hendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Nú situr Rússland í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Getty/Contributor Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ekki geta komið í veg fyrir setu Rússa en fimmtán lönd, meðlimir í ráðinu, skipta með sér forsetastólnum á mánaðarfresti. Rússar eru fastir meðlimir í ráðinu ásamt Bandaríkjamönnum, Bretum, Frakklandi og Kína, og því ekki hægt að koma í veg fyrir setu þeirra. Föstu meðlimirnir fimm gegna veigamiklu hlutverki, enda hafa löndin neitunarvald. „Þetta er versti brandari í heimi, og það á fyrsta apríl. Seta Rússa í stól forseta er góð áminning um að hið alþjóðlega öryggiskerfi virki ekki sem skyldi,“ sagði Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Mykhailo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, tók í sama streng og sagði aðstöðuna fáránlega. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Nú gegnir Rússland embætti forseta í öryggisráðinu, sem ber ábyrgð á því að tryggja frið. Þrátt fyrir að seta Rússa í stól forseta sé formleg að meginstefnu til segir Vasily Nebenzia, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann ætli að taka til hendinni. Hann segist ætla að ræða „nýja heimsskipan“ sem myndi koma í stað þeirra einsleitnu sem nú ríki. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að öryggisráðið verði myndað upp á nýtt, þar sem ekki hafi verið gert nóg til að koma í veg fyrir innrás Rússa. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Bandaríkjamenn segjast ekki geta komið í veg fyrir setu Rússa en fimmtán lönd, meðlimir í ráðinu, skipta með sér forsetastólnum á mánaðarfresti. Rússar eru fastir meðlimir í ráðinu ásamt Bandaríkjamönnum, Bretum, Frakklandi og Kína, og því ekki hægt að koma í veg fyrir setu þeirra. Föstu meðlimirnir fimm gegna veigamiklu hlutverki, enda hafa löndin neitunarvald. „Þetta er versti brandari í heimi, og það á fyrsta apríl. Seta Rússa í stól forseta er góð áminning um að hið alþjóðlega öryggiskerfi virki ekki sem skyldi,“ sagði Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Mykhailo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, tók í sama streng og sagði aðstöðuna fáránlega. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Nú gegnir Rússland embætti forseta í öryggisráðinu, sem ber ábyrgð á því að tryggja frið. Þrátt fyrir að seta Rússa í stól forseta sé formleg að meginstefnu til segir Vasily Nebenzia, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann ætli að taka til hendinni. Hann segist ætla að ræða „nýja heimsskipan“ sem myndi koma í stað þeirra einsleitnu sem nú ríki. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að öryggisráðið verði myndað upp á nýtt, þar sem ekki hafi verið gert nóg til að koma í veg fyrir innrás Rússa. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00
Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23
Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17