Evrópumeistarar með yfirdrátt Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 4. apríl 2023 11:01 „Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Fjármálaáætlun er verulega ólíkleg til auka væntingar um að verðbólga fari niður. Fyrir utan hækkun á tekjuskatti fyrirtækja á næsta ári þá lýsti fjármálaráðherra óbreyttri stefnu í þessari áætlun. Engin innistæða er fyrir stórum orðum um að ríkissjóður muni loksins taka þátt í baráttunni við verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka þannig ævintýralega háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Hagvöxtur minni á Íslandi Vandi fólksins í landinu núna er að þetta aðgerðaleysi fjármálaráðherra mun kosta. Verðbólga til lengri tíma, áframhaldandi háir vextir og jafnvel 13. stýrivaxtahækkunin í maí mun bitna á buddu almennings. Áþreifanlega viðbragðið er skattahækkun á fyrirtæki í boði Sjálfstæðisflokksins sem lofaði lágvaxtaskeiði og skattalækkunum í síðustu kosningum. Þeim loforðum hefur nú verið skipt út fyrir frasa eins og „frumjöfnuður ríkisins er góður“. En hvað þýðir það? Það er dálítið eins og að tala um góða afkomu heimilis áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem skiptir máli en ekki svipmynd af stöðunni á miðri leið. Og þjóð með tvöfalt hærra hlutfall vaxtakostnaðar en aðrar þjóðir hlýtur að miða við heildarafkomu. Fjármálaráðherra talar á sama tíma um öfundsverða stöðu Íslands hvað varðar mikinn hagvöxt. Þegar leiðrétt er fyrir fólksfjölgun er hagvöxtur á íbúa á Íslandi minni en í Evrópu. Hagvöxtur hér er minni. Þau sem taka á sig þyngstu byrðarnar Á Íslandi búa tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ríkisstjórnin talar um að koma þeim hópi til aðstoðar. Það er bæði jákvætt og mikilvægt. Óbreytt ástand í ríkisfjármálum er á sama tíma mjög vondar fréttir fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og ungt fólk sem er með lán sem hafa hækkað mikið. Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Niðurstaðan er sú að millistéttin í landinu og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka á sig þyngstu byrðarnar vegna vaxtahækkana. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla ekki að skera niður í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og almannatryggingum. Um þetta er samstaða á Alþingi. Tækifæri til hagræðingar í öðrum ríkisrekstri eru hins vegar ærin. Næg er yfirbyggingin og þetta verður að gera ef ætlunin er að ná verðbólgunni niður. En í fjármálaáætlun eru engar beinar tillögur eða aðgerðir í þá áttina. Auðvelda leiðin er farin, einstaka framkvæmdum frestað en hagræðing í sjálfum rekstri ríkisins lítil. Það er einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur talað um mögulegar breytingar í framtíðinni sem hafa ekkert með daginn í dag að gera og eru sumar frekar óraunhæfar. Ríkisstjórnin er ekki að takast á við vandann heldur stendur kyrr og fylgist með. Horfir á eldsvoðann og bíður átekta eftir Seðlabankastjóri komi með slökkvitæki. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt síðasta haust varaði Viðreisn við því að ríkisstjórnin væri að skilja Seðlabankann einan eftir í glímunni við verðbólgu. Viðreisn var sannarlega ekki ein um þessar viðvaranir. Þetta gerðu aðilar vinnumarkaðarins sem og Seðlabankastjóri sjálfur. Það var bara ekki hlustað. Nú benda ASÍ og Samtök atvinnulífsins aftur á að fjármálaáætlunin taki ekki þau skref sem þarf til að ná verðbólgunni niður og verja þannig heimilin. Skyldi ríkisstjórnin hlusta í þetta sinn eða er henni meira kappsmál að sækja Evróputitilinn? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Fjármálaáætlun er verulega ólíkleg til auka væntingar um að verðbólga fari niður. Fyrir utan hækkun á tekjuskatti fyrirtækja á næsta ári þá lýsti fjármálaráðherra óbreyttri stefnu í þessari áætlun. Engin innistæða er fyrir stórum orðum um að ríkissjóður muni loksins taka þátt í baráttunni við verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka þannig ævintýralega háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Hagvöxtur minni á Íslandi Vandi fólksins í landinu núna er að þetta aðgerðaleysi fjármálaráðherra mun kosta. Verðbólga til lengri tíma, áframhaldandi háir vextir og jafnvel 13. stýrivaxtahækkunin í maí mun bitna á buddu almennings. Áþreifanlega viðbragðið er skattahækkun á fyrirtæki í boði Sjálfstæðisflokksins sem lofaði lágvaxtaskeiði og skattalækkunum í síðustu kosningum. Þeim loforðum hefur nú verið skipt út fyrir frasa eins og „frumjöfnuður ríkisins er góður“. En hvað þýðir það? Það er dálítið eins og að tala um góða afkomu heimilis áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem skiptir máli en ekki svipmynd af stöðunni á miðri leið. Og þjóð með tvöfalt hærra hlutfall vaxtakostnaðar en aðrar þjóðir hlýtur að miða við heildarafkomu. Fjármálaráðherra talar á sama tíma um öfundsverða stöðu Íslands hvað varðar mikinn hagvöxt. Þegar leiðrétt er fyrir fólksfjölgun er hagvöxtur á íbúa á Íslandi minni en í Evrópu. Hagvöxtur hér er minni. Þau sem taka á sig þyngstu byrðarnar Á Íslandi búa tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ríkisstjórnin talar um að koma þeim hópi til aðstoðar. Það er bæði jákvætt og mikilvægt. Óbreytt ástand í ríkisfjármálum er á sama tíma mjög vondar fréttir fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og ungt fólk sem er með lán sem hafa hækkað mikið. Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Niðurstaðan er sú að millistéttin í landinu og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka á sig þyngstu byrðarnar vegna vaxtahækkana. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla ekki að skera niður í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og almannatryggingum. Um þetta er samstaða á Alþingi. Tækifæri til hagræðingar í öðrum ríkisrekstri eru hins vegar ærin. Næg er yfirbyggingin og þetta verður að gera ef ætlunin er að ná verðbólgunni niður. En í fjármálaáætlun eru engar beinar tillögur eða aðgerðir í þá áttina. Auðvelda leiðin er farin, einstaka framkvæmdum frestað en hagræðing í sjálfum rekstri ríkisins lítil. Það er einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur talað um mögulegar breytingar í framtíðinni sem hafa ekkert með daginn í dag að gera og eru sumar frekar óraunhæfar. Ríkisstjórnin er ekki að takast á við vandann heldur stendur kyrr og fylgist með. Horfir á eldsvoðann og bíður átekta eftir Seðlabankastjóri komi með slökkvitæki. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt síðasta haust varaði Viðreisn við því að ríkisstjórnin væri að skilja Seðlabankann einan eftir í glímunni við verðbólgu. Viðreisn var sannarlega ekki ein um þessar viðvaranir. Þetta gerðu aðilar vinnumarkaðarins sem og Seðlabankastjóri sjálfur. Það var bara ekki hlustað. Nú benda ASÍ og Samtök atvinnulífsins aftur á að fjármálaáætlunin taki ekki þau skref sem þarf til að ná verðbólgunni niður og verja þannig heimilin. Skyldi ríkisstjórnin hlusta í þetta sinn eða er henni meira kappsmál að sækja Evróputitilinn? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun