Einar „rekinn“ í beinni: „Bitnar á blóðþrýstingnum og röddinni“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 13:30 Einar Jónsson hefur verið í hlutverki sérfræðings í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, í umfjöllun um Olís-deild kvenna, en verður þjálfari í deildinni frá og með næstu leiktíð þegar hann tekur við Fram. Hann verður jafnframt áfram þjálfari karlaliðs Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir tilkynnti um það í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að Einar Jónsson, einn af sérfræðingum hennar í þættinum, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti