Einar „rekinn“ í beinni: „Bitnar á blóðþrýstingnum og röddinni“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 13:30 Einar Jónsson hefur verið í hlutverki sérfræðings í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, í umfjöllun um Olís-deild kvenna, en verður þjálfari í deildinni frá og með næstu leiktíð þegar hann tekur við Fram. Hann verður jafnframt áfram þjálfari karlaliðs Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir tilkynnti um það í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að Einar Jónsson, einn af sérfræðingum hennar í þættinum, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira