Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2023 20:50 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Sigurjón Ólason Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en þessi 5,6 kílómetra langi kafli Reykjanesbrautar er sá síðasti sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður vera rétt liðlega fimm milljarðar króna. Lægsta boð kom frá Íslenskum aðalverktökum, upp á 3.977 milljónir króna, sem er 79 prósent af áætluðum kostnaði. Suðurverk og Loftorka áttu næstlægsta boð, upp á 4,3 milljarða króna, sem var 85 prósent af kostnaðaráætlun. Hæsta boð, tilboðs Ístaks, var hins vegar rétt yfir áætlun. Þrjú tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En hvernig líst þeim hjá Vegagerðinni á þessi tilboð? „Við erum bara mjög spennt fyrir þessu. Bæði erum við að fá dálítið af tilboðum og þau eru á mjög samkeppnishæfum verðum. Þannig að við erum að sjá tölur þarna sem eru mjög spennandi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ný mislæg gatnamót verða á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin Forstjóri Íslenskra aðalverktaka, Þóroddur Ottesen, er kátur að hafa verið lægstur. „Líst vel á þetta. Við bjóðum í verk til að framkvæma þau. Kom okkur aðeins á óvart hvað kostnaðaráætlun var há. En við erum alveg mjög sáttir við okkar tilboð. Tilbúnir í verkið,“ segir forstjóri ÍAV. Þóroddur Ottesen er forstjóri Íslenskra aðalverktaka.Sigurjón Ólason Verði lægsta boði tekið sparar Vegagerðin sér 1.056 milljónir króna miðað við kostnaðaráætlun. „Í þessu árferði þar sem hver króna telur þá er þetta náttúrlega frábært, - frábært að geta farið að skoða þetta,“ segir Bergþóra og hefur þann fyrirvara að eftir sé að yfirfara tilboðin. „Þetta er með stærri verkum sem Vegagerðin er að bjóða út núna. Svo bíðum við bara spenntir eftir Arnarnesveginum,“ segir Þóroddur Ottesen. Svona mun kafli Reykjaanesbrautar við Straumsvík líta út eftir breikkun.Vegagerðin -Var hart barist um þetta verk? „Já, mér sýnist tölurnar alveg sýna það. Allavega vorum við tveir þarna ekkert mjög langt frá hvor öðrum og keppinautur okkar þarna rétt aðeins fyrir ofan,“ svarar Þóroddur. -Eru menn svo hungraðir í verkefnin? „Við vorum að klára tvö stór verkefni fyrir Vegagerðina og við erum tilbúnir í það næsta,“ segir forstjórinn en verkin sem ÍAV er að ljúka eru fyrsti áfangi Dynjandisheiðar og breikkun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Tvöfölduð Reykjanesbraut við Straumsvík.Vegagerðin Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega byrjuðu að steypa Reykjanesbraut fyrir rúmum sextíu árum. „Þannig að við getum sagt að við séum bara að ljúka verkinu núna, - klára þessa tvöföldun,“ segir forstjóri Íslenskra aðalverktaka. Framkvæmdir fara á fullt í sumar og áætlað að þeim ljúki eftir rúm þrjú ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þótt verklok séu áætluð 30. júní 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026, eins og fram í þessari frétt í síðasta mánuði: Hér má sjá myndband Vegagerðarinnar af breikkun Reykjanesbrautar: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. 16. mars 2023 02:24 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Fjallað var um útboðið í fréttum Stöðvar 2 en þessi 5,6 kílómetra langi kafli Reykjanesbrautar er sá síðasti sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður vera rétt liðlega fimm milljarðar króna. Lægsta boð kom frá Íslenskum aðalverktökum, upp á 3.977 milljónir króna, sem er 79 prósent af áætluðum kostnaði. Suðurverk og Loftorka áttu næstlægsta boð, upp á 4,3 milljarða króna, sem var 85 prósent af kostnaðaráætlun. Hæsta boð, tilboðs Ístaks, var hins vegar rétt yfir áætlun. Þrjú tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En hvernig líst þeim hjá Vegagerðinni á þessi tilboð? „Við erum bara mjög spennt fyrir þessu. Bæði erum við að fá dálítið af tilboðum og þau eru á mjög samkeppnishæfum verðum. Þannig að við erum að sjá tölur þarna sem eru mjög spennandi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ný mislæg gatnamót verða á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin Forstjóri Íslenskra aðalverktaka, Þóroddur Ottesen, er kátur að hafa verið lægstur. „Líst vel á þetta. Við bjóðum í verk til að framkvæma þau. Kom okkur aðeins á óvart hvað kostnaðaráætlun var há. En við erum alveg mjög sáttir við okkar tilboð. Tilbúnir í verkið,“ segir forstjóri ÍAV. Þóroddur Ottesen er forstjóri Íslenskra aðalverktaka.Sigurjón Ólason Verði lægsta boði tekið sparar Vegagerðin sér 1.056 milljónir króna miðað við kostnaðaráætlun. „Í þessu árferði þar sem hver króna telur þá er þetta náttúrlega frábært, - frábært að geta farið að skoða þetta,“ segir Bergþóra og hefur þann fyrirvara að eftir sé að yfirfara tilboðin. „Þetta er með stærri verkum sem Vegagerðin er að bjóða út núna. Svo bíðum við bara spenntir eftir Arnarnesveginum,“ segir Þóroddur Ottesen. Svona mun kafli Reykjaanesbrautar við Straumsvík líta út eftir breikkun.Vegagerðin -Var hart barist um þetta verk? „Já, mér sýnist tölurnar alveg sýna það. Allavega vorum við tveir þarna ekkert mjög langt frá hvor öðrum og keppinautur okkar þarna rétt aðeins fyrir ofan,“ svarar Þóroddur. -Eru menn svo hungraðir í verkefnin? „Við vorum að klára tvö stór verkefni fyrir Vegagerðina og við erum tilbúnir í það næsta,“ segir forstjórinn en verkin sem ÍAV er að ljúka eru fyrsti áfangi Dynjandisheiðar og breikkun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Tvöfölduð Reykjanesbraut við Straumsvík.Vegagerðin Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega byrjuðu að steypa Reykjanesbraut fyrir rúmum sextíu árum. „Þannig að við getum sagt að við séum bara að ljúka verkinu núna, - klára þessa tvöföldun,“ segir forstjóri Íslenskra aðalverktaka. Framkvæmdir fara á fullt í sumar og áætlað að þeim ljúki eftir rúm þrjú ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þótt verklok séu áætluð 30. júní 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026, eins og fram í þessari frétt í síðasta mánuði: Hér má sjá myndband Vegagerðarinnar af breikkun Reykjanesbrautar:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. 16. mars 2023 02:24 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22
Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. 16. mars 2023 02:24
Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent